Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1920, Page 79
SUXDURLAUSAR HUGSANIR.
77
lendingum, að þeim væri hvorki þetta
né annað ómáttugt, sem verið gæti
þjóðernistilfinningu þeirra sem mestur
vegsauki og styrkur. Og sjálfsagt tel
eg, að þetta ætti að vera framtíðar-
hugsjón þjóðrækinna Vestur-íslend-
inga. En eins og nú hagar til, tel eg
Þjóðræknisfélagið, með því litla afli,
sem það hefir ennþá, hafa byrjað
hyggilega, að reyna að auka og glæða
þekkingu á þjóðhögum Islands og bók-
mentum, með útgáfu Tímaritsins, og
reyna að auka og glæða þekkingu á
íslenzku máli, með kenslu í íslenzku,
einkum í bæjunum, því þar er þess
allra mest þörf.
Hlýtt vináttusamband milli einstakl-
inga byggist ætíð á náinni þekkingu
á hvors annars manngildi. Fáir sækj-
ast eftir nánu sambandi við þá, er
þeim frnst ekkert manngildi hafa, og
gildir sama regla þar um heilar þjóðir
sem einstakhnga. Þess vegna er svo
nauðsynlegt að þjóðflokkar, sem bind-
ast vilja hlýjum vináttuböndum, fái
sem bezta þekkingu hvor á annars
þjóðhögum, andlegum og verklegum,
og læri sem bezt að meta hvor annars
kosti. Auðsæld sú, er mörgum Vest-
ur-ísilendingum féll í skaut eftir að þeir
komu vestur, samanborið við það, sem
he 'ma var, kastaði einhverri glýju um
tíma á augu margra þeirra, svo þeim
sýndist alt, sem íslenzkt var, svo smátt,
að það væri ekki þess vert að kynna
sér það, og þó þeir bæru í brjósti rækt
til íslenzku þjóðarinnar, þá var sú
rækt mestmegnis vorkunnsemi, vildu
hjálpa með gjöfum ættbræðrum sín-
um, sem ekki gætu lifað sómasamlega
og byggju á þvf landi, sem ólifandi
væri á. En þó nú vorkunnsemin væn
ekki vel löguð til að vekja virðing og
ást til íslenzku þjóðarinnar heima, í
heild sinni, eða til að skapa óhlut-
dræga skoðun um kosti og ókosti Is-
lands, þá er hin ósérplægna hjálpsemi
margra hér, við fátæka innflytjendur
frá Islandi, fagur vottur um drengskap
Vestur-Islendinga. Frá því að líta
smáum augum á alt íslenzkt, voru altaf
heiðarlegar undantekningar, menn, er
kunnu að meta andlega og verklega
kosti Islendinga, sáu gallana á þjóðlífi
þeirra og víttu þá, en kunnu líka að
meta kostina og fundu, hvers virði ís-
lenzkar bókmentir voru að fornu og
nýju, jafnt fyrir Vestur-íslendinga og
heimaþjóðina. Nú hin síðari ár hefir
þessi skoðun um lítisvirði alls þess, er
íslenzkt heiti ber, töluvert horfið.
Vestur-Islendingar sjá nú marga kosti
lands og lýðs, sem þeim voru áður
huldir. Þeir sjá nú, að landið hefir
ýmsa kosti og auðsuppsprettur, sem
legið hafa ónotaðar fyrir framtaksleysi
þjóðarinnar, sem var lömuð af óhag-
stæðu stjórnarfari, sem deyfði fram-
takssemi hennar og ábyrgðartilfinn-
ingu. Nú sjá Vestur-Islendingar að
þjóðin er vaknandi þjóð, andlega og
verklega. Og þeim fjölgar óðum, er
skoða heimaþjóðina sem verðugan
keppinaut Vestur-íslendinga, um það
að auka orðstír íslenzka þjóðflokks-
ins. Sú skoðun þarf að aukast og efl-
ast, og sú hlýja löngun beggja þjóð-
iflokkanna, að taka höndum saman ’
hverju því, sem kostur er á. Eg vona
að þjóðræknisfélögin bæði hér og
heima, verði góður liðsauki í þessu
efni, ef þau fá alment og einhuga fylgi
bæði heima og hér. Hlutverk þeirra
verður eflaust mest að treysta andlega
sambandið; en verði það sem traust-
ast, getur af því leitt ýmislegt gott og