Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1920, Side 83
SUNDURLAUSAR HUGSANIR.
81
Vestur-íslendingar eiga móðurmál,
bókmentir og þjóðkosti, sem gera okk-
ur að betri Canadaborgurum, ef við
höldum því við og eflum það.
Allir Vestur-íslendingar þurfa því
að læra, jafnhliða enskunni, hið ís-
lenzka móðurmál sitt, og lesa alt hið
bezta í íslenzkum bókmentum, sam-
hliða því bez.ta úr enskum bókment-
um.
Vestur-íslendingar mega eigi sleppa
að leggja rækt við þá íslenzku þjóð-
kosti sína, sem auka manngildi þeirra,
og jafnframt leggja stund á að tileinka
sér þá þjóðkosti Canadaþjóðarinnar,
sem gera þá að nýtari mönnum.
Vestur-íslendingar mega ekki ala í
brjóstum sér fordóma, hvorki fyrir því
sem íslenzkt er eða canadiskt, en
reyna að gróðursetja í huga sínum alt
hið bezta, er báðir þessir þjóðflokkar
hafa til brunns að bera.
Stefni Vestur-lslendingar að þessu
takmarki, rennur saman í þroska
þeirra alt hið bezta úr báðum þjóð-
flokkunum, og þeir verða góðir Can-
adaborgarar. Og hver er sá af hugs-
andi Vestur-íslendingum, sem ekki vill
að því styðja?
Eftir dr. Björn Bjarnarson frá ViðfirSi.
ViíS sæinn eg hvíldi.*)
ViS sæinn eg hvíldi og sagSi’ ’onum hljótt
frá sorgunum mínum.
Hann létti mér harmana ljúflega’ og rótt
með ljóðunum sínum
\
Og víðförlum sagði’ eg vindinum frá,
hve verkjuðu sárin.
Hann strauk mér um vangana þýðlega þá
og þerraSi tárin.
*) í bréfi til frændkonu sinnar, Mrs. ó. Hallson, er lánatSi Þjó’ðræknisfélaginu þessi
kvætiabrot, segir höf. meöal annars um þetta kvæt5i:
“Ekki skaltu halda, at5 þatS sé skotSun mín á mönnunum, sem þar kemur fram;
hún er alt önnur. Eg hefi margt gott og fátt ilt frá mönnunum at5 segja eftir
minni reynslu. í*eir hafa veritS mér margfalt betri en eg á skilitS.. Olnbogaskot-
itS til þeirra í kvætSinu er augnabliks ólundarvæl, etSa ef til vill öllu fremur ó-
raunverulegt tízkuoffur.’