Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1920, Síða 86
Kfyjjair sile£zrMiflir0
(Lausir drættir.)
Eftir Jón Björnsson.
I.
Ef það er satt, að Guð hafi í önd-
verðu boðið mönnum að margfaldast
og uppfyila jörðina, þá er ekki ólík-
legt, að hann hafi jafnframt boðið
þeim að Iáta aldrei stein yfir steini yf-
ir steini standa í h'fsskoðunum sínum
og skHningi á sjálfum sér og tilverunni.
Mennirnir háfa hlýtt þessu mikla
boði. Þeir hafa aukist og margfald-
ast. En það er ekki hið undursam-
legasta í fari þeirra. Þeir hafa hka
fækkað sjálfum sér við og við. Síð-
ustu sex árin hafa þeir verið sein-
þreyttir við að lífláta hverjir aðra.
Það er því annað en fjölgunin, sem er
dásamlegt við mennina. Það eru hin
eilífu umskifti í hugsanalífi þeirra,
lífsskoðunum, trú.
Það er ekki nægilegt að segja, að
hver öld byrji með nýrri iífsskoðun
eða lífsstefnu. Hver áratugur getur
talið sér það til gildis, að einhverntíma
hafi fram komið á honum drög til
nýrra strauma ií andlegri sögu mann-
anna, byrjun tii einhverrar óþektrar
hreyfingar á trúar- eða iistasviðinu,
bjarmi áf upprennandi sól einhverrar
nýrrar lífsstefnu eða lífsskoðunar-
Saga mannsins er saga umbreyting-
anna, ilmHdftanna, fæðinganna, með
ölium býltingum þeim og breytingum,
sem þeim fylgja.
Síðustu tímar eru, ef tii vill, enn til-
þrifameiri í þessum efnum en undan-
farnir áratugir.
Þegar fyrir styrjöldina þóttust menn
sjá, að trúar- og iífsskoðun, minsta
kosti Norðurálfu-þjóðanna, væri að
laka stakkaskiftum. Strax eftir alda-
mót fór að braka í byggingum efnis-
hyggjunnar. Og ismátt og smátt urðu
þeir brestir meiri og þyngri. Og loks
fór öll sú kuldalega bygging að riða
til. Hver ný stéfna, sem þá kom
fram, gróf grunninn undan henni.
Efnishyggjan hafði getað friðað menn
í svip. En er verulega tó'k að reyna á
lífsgildi hennar, máttinn til að fuli-
nægja eilífðarþrá mannanna, reyndist
hún fánýt. Og þá spruttu jafnframt
fram nýjar lindir, bæði í listum og
einkum í trúarefnum. Og dagar þeirr-
ar stefnu voru íþá að mestu taldir.
Svo kom styrjöldin.
Engin sex ár háfa farið jafn um-
steypandi atburðum um þjóðlífin og
þau. Og enginn jafn stuttur tími hef-
ir skapað eins sára þrá í mannkyninu
eftir andlegum verðmætum. Efnis-
verðmætin 'hafa brugðist svo gersam-
lega. Það sem tignað var mest, er nú
orðið harla lítils vert. Það sem áður
var álitinn grundvöllur undir þjóð-
►skipulagi, hefir sýnt sig vera hverfult
og brigðult eins og sandrokið. Lífs-