Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1920, Blaðsíða 89
XÝi.JAR STEFNl'R
87
þegar þau segja frá unaði þeim, er ást-
in veitir þeim:
Jeg var fölur og fár,
jeg var fallinn í döf.
Jeg var sjúkur og sár
og jeg sá atSeins gröf.
Jeg á gæfunnar guli,
jeg á gleSinnar brag.
Tæmi fagnaSar full.
Jeg get flogiS í dag.
Jeg á sumar og sól,
jeg á sælunnar brunn
og hin barnsglöSu bros
og hinn blóSheita munn.
Stefán frá Hvítadal.
Og þau hvísla heilögum lotningar-
orðum um hana aÖ öllum heiminum og
draga ekki dulur á neitt:
Saman okkar sálir runnu.
Sama hjarta í báSum sló.
Af sama eldi augun brunnu,
en allar taugar skulfu af fró.
Heitar varir eiSa unnu
í unaSsfullri sæluró.
Enginn sveinn í æsku sinni
auSugri né sælli var.
Eina nótt af æsku þinni
í örmum mínum þig eg bar.
Eg var GuS í gleSi minni
og gaf þér allar stjörnurnar.
DavíS Stefánsson.
Ungu skáldin eru altaf gagntekin af
eldi og unaði ástarinnar, hvort sem þau
hlæja eða gráta, hvísla eða hrópa. En
flest ástljóð sumra eldn mannanna
bera vott um, að þeir háfa ekki lifað
allir með í ástarlýsingunum. Það er
eins og hjartað hafi ekki altaf vitað
um, hvað tungan talaði. Kvæðin
vantar sannleik, lit lífsins.
Þetta sést glöggast á því, að blaða
í gegnum “Islenzk ástaljóð”, bók, sem
Arni Pálsson bókavörður hefir safnað
efni í. Hún ber vott um það, hve
flestum íslenzku skáldunum hefir ver-
ið óeiginlegt að slá strengi sína til lof-
gerðar og íýsingar á þessari áhrifa-
miklu og ódauðlegu tilfinningu manns-
hjartans: ástinni. Og kemur þar að
því, sem áður var sagt, að kendar-
Ijóðagerðm hefir aldrei átt djúp eða
rík ítök í íslenzkum skáldum. Ólist-
rænni og hlutrænni efni hafa jafnan
legið þeim nær. Þau hafa miklu frem-
ur ort heila iljóðaflokka um hestinn
sinn en ást sína. En ekkert efni er
hreinni lyrik jafn tamt og skyit, sam-
gróið og meðfætt, og samband karls
og konu. Um þau efni hafa lyrísk
skáld ljóðað sín guðdómlegustu og
fegurstu kvæði.
III.
Nokkurnveginn skýr takmörk má
draga, þar sem fyrst tók að verða vart
við verulega nýjan anda í ljóðagerð
okkar á síðustu árum-
Það var, þegar Sigurður Sigurðsson
gaf út ljóð sín 1912. Hann mun vera
sá fyrsti, sem gengur öruggur og vit-
andi út af þjóðveginum. Hann brýt-
ur fyrstur a!f sér hlekki þungra og ó-
söngvinna hátta og gefur vængjunum
lausan tauminn. “Hrefna” var ó-
vanalegt ástarkvæði á þeim árum:
Söngvar hljóma, göngin endur-óma—
allar róma tungur vorsins blóma,
loftiS fyllist sólarsöng og ljóma.
Kæra, máttu
kenna sláttinn,