Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1920, Síða 94
IÞjótesgfitaflgsaimítoM. ísleiadliiiga
f Vestamrlieimi.
Eftir Rögnv. Pétursson.
(Framlh. frá fyrra ári)
Um sumarið 1881 var stofnað “Hið
íslenzka kvenfélag í Winnipeg”. Er
það að líkindum fyrsti félagsskapur af
því tagi meðál Islendinga hér í álfu.
Upptökin að félagsmyndun þessari má
rekja til Framfarafélagsins að nokkru
leyti, og svo til iþarfarinnar, að állir
legðu fram kráfta sína til eflingar því
félagslífi íslenzku, er nú var að mynd-
ast í bænum. Þarfirnar voru margar,
fátæktin og állsleysið mikið, og stöð-
ugt hélt inriflutningur áfram, inn til
borgarinnar, er nú var í uppgangi,
bæði frá hinum ýmsu stöðum hér í
álfu, þar sem Islendingar höfðu sezt
að, og svo beina leið frá íslandi. Til-
gangur Fréunfarafélagsins var sá, að
styðja að velferð hingað kominna ís-
lendinga, bæði í andlegum og líkam-
legum efnum, og tók nú Kverifélagið
sér hið sama markmið fyrir hendur.
Unnu félögin saman að þessu lofsverða
tákmarki og er eigi annars að geta en
að samkomulag var hið bezta, svo að
hönd studdi hendi við flest þau fyrir-
tæki.
Það var upphaf þessa félags, eftir
því sem ein af stofnendunum hefir
skýrt oss frá, að konur nokkrar og
stúlkur gengu dag einn seint um sum-
arið vestur úr bænum, sér til gamans,
vestur á grassléttuna miklu er breiðir
sig svo langt sem augað eygir norður
og vestur af Winnipeg. En eigi þurfti
langt að ganga í þá tíð til þess að kom-
ið væri fram á sléttuna, því bærinn var
þá líltt bygður þann veg, en mestur
fram með árbökkunum. Þegar út á
sléttuna kom settust þær niður og fóru
að tala saman um ásigkomulag inn-
flytjendanna og annara í bænum. Kom
þeim þá saman um að þær skyldu
stofna félag meðal íslenzkra kvenna í
Winnipeg, og skyldi félagið leggja
fram krafta sína til liðsinnis allslausu
fólki og þeim fyrirtækjum, er vernd-
að gæti yngri sem eldri frá því að
lenda hér í sorpinu. Konur þessar
voru: Rebekka Guðmundsdóttir
(ekkja Jóns Árnasonar frá Máná á
Tjörnesi, fluttu vestur 1876), dóttir
hennar Guðrún Jónsdóttir (gift 1884
Kristni skáldi Stefánssyni frá Egilsá,
dáinn 26. sept. 1916), Kristrún Svein-
ungadóttir (áður gift Birni Kristjáns-
syni Skagfjörð frá Brenniborg 'í Skaga-
firði, úr Kelduhverfi í Þingeyjarsýslu),
dóttir hennar Svava Björnsdóttir (gift
1885 Birni Sæmundssyni Líndal, búa
við Markland í Grunnavatnsbygð),
Þorbjörg Björnsdóttir (kona Björns
Jónssonar frá Ási í Kélduhverfi),
Signý Pálsdóttir (kona Eyjólfs Eyjólfs-
sonar frá Dagverðargerði í Hróars-
tungu), Helga Jónasdóttir (kona Jóns