Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1920, Síða 95
ÞJÓÐRÆKNISSAMTÖK
93
Ólafssonar amtsskrifara) og Hildur
Halldórsdóttir (okkja Jóns Sigfússonar
frá Stórabakka í Hróarstungu)- Fund
héldu svo þessar konur nokkru þar á
eftir í húsi Rebek'ku Guðmundsdóttur
og voru þá fleiri saman komnar. Var
Rebekka kosin forseti, Svava Björns-
dóttir skrifari og Signý Pálsdóttir fé-
hirðir. Gengu þá strax margar konur
og stúlkur í félagið, og er þessar til að
nefna, er voru með þeim fyrstu: Krist-
rún Ólafsdóttir, er lengi var skrifari fé-
lagsins, Björg og Sigurborg Pálsdætur
(systur Signýjar), Helga Gísladóttir,
kona Jóns Björnssonar frá Héðins-
höfða, Torfhildur Þorsteinsdóttir
Holm, Lára (Pétursdóttir) Bjarnason
(1884), kona séra Jóns Bjarnasonar.
Stefanía Jónsdóttir o. fl.
Félagið starfaði af kappi um nokk-
ur ár að helztu velferðarmálum Is-
lendinga, fé hafði það saman með
samkomuhöldum, beinu framlagi fé-
lagslima og gjöfum, er einstakar konur
gáfu því. 1 húsbyggingarsjóð Fram-
farafélagsins lagði það $64 strax
fyrsta haustið, og auk þess $50, sem
það galt Framfarafélaginu gegn því að
það fengi að hafa not af samkomuhúsi
þess; til skólahalds Framfarafélags-
ins lagði það $122, 'fátæklingum $60
o. s. frv.. Auk þessa, þetta fyrsta
starfsár si'tt, gaf ein af stofnendunum,
Guðrún Jónsdóttir, er áður er getið.
helming vinnulauna sinna það ár til
skólaha'ldsins, og nam sú upphæð
$7.50 á mánuði1). Var þetta alt sam-
an mikið >fé, þegar teknar eru til greina
fjárhagsástæður fólks á þeim árum.
1) Frá gjöf þessari er skýrt og fyrir
kvitta'ð, í fjármálabók skólans, af Eyjólfi
Eyjólfssyni, er þá var f jarhaldsmaður
skólans.
Einkum var það mikið að gefa hálf
vinnulaun, af ungri stúlku er vann í
heimavist fyrir $15 um mánuðinn.
Sýndi það umhyggju með þeim, er
mentunar þurftu að njóta, og þá hugs-
un að unglingum yrði gert svo létt sem
auðið væri, að komast hér til manns.
Ýmsir fleiri lofuðu að leggja skólanum
til á svipaðan hátt, og gerðu það um
tveggja og þriggja mánaða bil, en þá
hættu tillögin og guldust ekki eftir það.
Auk þess, sem þegar er talið, styrkti
félagið tvær íslenzkar stúlkur til söng-
náms með $87 meðlagi. Gengu þær
í nunnuskóla. Voru skólar þeir fjöl-
breytilegustu mentastofnamr í bæn-
um á þeim árum- Árið 1879 byrjuðu
Dr. Grímur Thomsen og Snorri Páls-
son í Reykjavík að safna fé til minn-
isvarða yfir séra Hallgrím Pétursson.
Hélt Dr. Grímur söfnun þeirri áfram
um nokkur ár. Varð árangurinn af
því sá, sem kunnugt er, að eigi ein-
göngu varð minnisvarðanum komið
upp, heldur voru og gefnir út í mjö^
vandaðri útgáfu (Rvík 1887—90)
sáirnar og kvæði skáidsins og sá Dr.
Grímur um útgáfuna. 1 sjóð þenna
lagði Kvenfélagið $50. Mun það
vera hin fyrsta gjöf frá Islendingum
hér vestra til þjóðlegra fyrirtækja á
íslandi.
1 “Leifi” 8. júní 1883, er skýrt frá
verki Kvenfélagsins. Er það þá búið
að vera starfandi í tvö ár, verja nær
$500 til ýmissa líknar- og hjálpar-
þarfa, auk ailrar þeirrar vinnu, sem
það hafði lagt fram öldungis ókeypis
og eigi kom til reiknings, og þess utan
átti það í sjóði um $150. Sýmr alt
þetta afar mikla starfsemi.
I júlímánuði 1883 efndi félagið til
fjölmennrar kvöldverðar samkomu.