Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1920, Qupperneq 98
96
TÍMARIT ÞJÖÐRÆKNISPÆLAGS ISLENDINGA
skrifa sig. Standi á safnaðarskránni
aðeins 130 nöfn og af þeirri tölu séu
mörg þar frá fyrri tíðG), — en með
því má s'kilja að það séu nöfn þeirra,
er burtu hafi flutt.
Þannig stendur þá, þegar séra Jón
Bjarnason kemur aftur til safnaðarins
í ágústmánuði 1884, en frá þeim tíma
hefst aðalstarfsemi safnaðarins. Hina
fyrstu messu flytur hann 20. ágúst og
leggur út af textaorðunum: “Gott er,
að vér erum hér, herra” (Matth. 1 7,
4)- Sunnudaginn 31. ágúst er hald-
inn fundur eftir messu, og þá tilraun
gerð til að sdfna fólki í söfnuð. Um
þetta leyti skifti söfnuðurinn um heiti
og hefir síðan nefnst “Hinn Fyrsti
Lútherski söfnuður í Wpg.”. Á þess-
uim fundi innritaðist 130 manns. Var
þá rætt um fyrirkomulag á guðsþjón-
ustum. Vildu þá. flestir hafa messu-
gerðina sem allra einfáldasta. “Séra
Jón hafði komið með hempu sína með
sér frá Is'landi og verið í henni við
fyrstu guðsþjónustuna, en meginþorri
safnaðarins kunni því illa og vildi háfa
prest sinn hempulausan. Lét séra Jón
það elftir mönnum”.') Þá var sam-
þykt að stdfna sunnudagsskóla, er
haldinn skyldi kl. 3 síðdegis. Var
skólinn stofnaður 7. sept. 1884 og
hefir haldið áfram til þessa dags.
Fjölda mörg ungmenni hafa sótt skól-
ann frá ári til árs, og þýðing sú, sem
hann hefir borið fyrir viðhald íslenzkr-
6) “Leifur” 2. ár, tbl. 15. “Sam.”, 2.
árg. 1888, nr. 11, bls. 174. Séra Jón Bjarna-
son getur þess, aó í söfnuóinum hafi statS-
iS 100 manns þegar hann tók viö honum
1884.
7) Séra Fr. J. B.: Saga Isl. Nýl. í Wpg.
Alm. 1904, bls. 82. VarS samþykt þessi til
þess atS klæöa alla íslenzka presta vestan
hafs úr hempunni, því hvergi eru messu-
klæöi títSkutS vitS gut5sþjónustur íslendinga
í Ameríku.
ar tungu hjá yngri kynslóðinni, einkum
undir stjórn séra Jóns Bjarnasonar og
meðan hans naut við, og raunar altáf,
verður eigi fuilkomlega metin. Kensla
öll hefir farið fram á íslenz'ku og lex-
íur skólans verið á Islenzku. Skól-
inn var byrjaður með 25 börnum, en
hvað fjölmennastur hefir hann verið
um árið 1891, því þá telur hann 399
innritaða nemendur6 7 8). Árið 1894 er
stofnaður ungmennafélagsskapur í
sambandi við söfnuðinn, er nefnist
“Bandalag unga fólksins í Fyrsta lút.
söfnuði í Winnipeg”9). Má hið sama
segja um Bandalagið og skólann, að
lengi framan af bar starfsemi þess
drjúga þýðingu fyrir viðhald íslenz'kr-
ar tungu hjá hinni yngri kynslóð. En
nú á síðari árum mun þetta hafa nokk-
uð breyzt, og minni rækt verið lögð
við íslenzka tungu en áður var, því
fundir fara flestir fram á ensku.
Eigi heyrir það þessu niáJi til, að
rekja lengra sögu safnaðarins. Kirkju
reisti söfnuðurinn sér 1887; var hún
vígð sunnudaginn 18. des. þ. á.10), en
lögð niður sumarið 1904, og önnur
bygð í hennar stað og vígð 26. júní s.
á.. Er það hið veglegasta hús og
vönduðust íslenzk kirkja er reist hafði
verið vestan hafs fram að þeim tíma.
Annað félag í sambandi við söfnuðinn
var stofnað 1912, er Dorcas-félag
heitir. Fyrir stofnun þess gengust
tvær systur, Millie og Emely Morris,
dætur Jónínu Jóhannesdóttur (gift
canadiskum manni, Mr. Morris að
nafni, er um langt skeið var fréttarit-
8) “Sam.” 6. árgr. 1891, nr. 7, bls. 112.
9) “Sam.” 10. árg. 1895, nr. 8, bls. 123.
10) “Sam.” 2. árg., jan. 1888, nr. 11, bls.
166. En ekki eins og stendur í “Minningar-
riti Kirkjufél.”, bls. 74, a« þati hafi veritS
29. des. 1887.