Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1920, Page 109
ÞJ ÓÐRÆKN ISiSAMTÖK
107
vilji. Þó varð það til þess að halda
huganum vakandi um stundarsakir fyr-
ir hinu verklega og ytri afkomu manna.
Það kom upp nokkru bókasafni.
Tilfinningarnar voru næmar fyrir
öllu því, sem snerti ísland og sögu
þess, og þá auðvitað þjóðina sjál'fa.
Öll viðurkenning innlendu þjóðarinnar
á ágæti íslendinga að fornu eða nýju,
var gripin fegins hendi hvaðan sem
hún kom.
Um þetta leyti var allmikið rætt um
Ameríkufund Islendinga og Norð-
manna, einkum austur í Bandaríkjun-
um. Var nú Bandaríkjaþjóðin að
kynnast Scandinövum fyrst fyrir al-
vöru, og með viðkynningunni sögu
Norðurlanda. Deilur stóðu um það
mi’lli Sögufélagsms í Boston og pró-
fessors E. N. Horsfords við Harvard-
háskólann, hvort takandi væri mark á
því, sem sagt væri um Vínlandsfund
Leifs Eiríkssonar í fornsögunum ís-
lenzku. Minnisvarði var reistur Leifi
Eiríkssyni í Boston, og gengust fyrir
því Mrs. Ole Bull (ekkja fiðluleikarans
fræga), Miss Longfellow (dóttir
skáldsins H. W. Longfellows), Miss
Peabody og Miss Whitney er samdi
uppdráttinn að myndastyttunni. Um
sama leyti ritaði kona nokkur í Boston,
Miss Marie A. Brown, bók um Ame-
ríkufund íslendinga (“The Icelandic
Discovery of America”, Lond. 1887),
þar sem því var haldið fram, að Leifur
Eiríksson, en ekki Columbus, hefði
verið fyrsti Norðurálfumaður er heim-
sótt hefði Ameríkustrendur. Gaf hún
og út tímarit þessu máli til styrktar-
Komast vildi hún til Rómaborgar og
fá að leita í skjalasáfni páfans að
skjölum, sem hún taldi sjálfsagt að þar
væru, er öll tvímæli tækju af í þessu
efni. Bænaskrá samdi hún til nefnd-
ar þeirrar, er stóð fyrir 100 ára af-
mælishátíð Bandaríkjanna (1889)
þess efnis, að nefndin viðurkenni Ame-
ríkufund Leifs. Þá barðist hún og
fyrir því að koma á fót félagi, er átti
að bera náfnið “T’he Icelandic Dis-
covery Association”, og vildi hún að
það stæði í deildum út um alt land.
í þessu skyni mynduðust allmörg
“Leifs-félög” meðal Scandinava í
Massachusetts og víðar.
Afrit af þessari bænaskrá Miss
Brown’s barst í hendur ungum manni
íslenzkum, er þá stundaði nám við
Luther College þeirra Norðmanna í
Decorah í Iowaríki, Daníel J. Laxdal
(syni Gríms Laxdals á Akureyri), síðar
málafærslumanni í Cavalier í Norður-
Dakota (d. 1914). Sendi hann nú
afrit þetta til Winnipeg, og tók “Hið
íslenzka þjóðmenningarfélag” það að
sér að safna undirskriftum og komu
um 600 nöfn á bænaskrána á skömm-
um tíma. Sendi Frímann svo bæna-
skrána austur aftur til Miss Brown. En
lítinn byr fékk þessi uppástunga henn-
ar hjá forstöðunéfnd hátíðahaldsins.
Ekkert varð heldur úr Rómaför Miss
Brown; giftist hún skömmu þar á eft-
ir og datt þetta mál svo niður. En um
tíma hafði það heilmikla þjóðernislega
vakningu í för með sér. “Þjóðmenn-
ingarfélagið” féll og brátt úr sögu eft-
ir þetta.
Þetta sama ár var efnt til kapp-
göngu í Winnipeg, og verðlaun gefin
þeim, sem drýgstir yrðu á sprettinum.
Fór leikur þessi fram í skemtigarði, er
Victoria Park nefndist, og fyrir hon-
um stóð innlent félag. Kappgangan
var hafin 16. júní um morguninn og
stóð í tvo daga, 12 stundir á dag. Þrír