Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1920, Síða 110
108
TÍMARIT ÞJÓÐRÆKNISFÉLAiGS ÍSLENDINGA
Islendingar tóku þátt í leik þessum:
Jón Jónsson Hörðdal (sonur Jóns Jóns-
sonar ifrá Hóli í Hörðudal), Magnús
Markússon skáld (úr Blönduhlíð í
Skagafirði) og Þórarinn Jónsson.
Báru íslendingar allir saman sigur
úr býtum, þannig að Jón hrepti fyrstu,
Þórarinn önnur en Magnús þriðju
verðlaun- Hafði Jón þá gengið rúma
101 mílu, Þórarinn 97 mílur og Magn-
ús tæpar 86. Eigi þótti þetta full-
reynt, og var því efnt til annarar kapp-
göngu 2. júlí, og voru nú 12 manns, er
keptu í þetta skifti; þrír íslendingar,
Jón Hörðdal, Þórarinn Jónsson og Ein-
ar Markússon, hinir voru af ýmsum
þjóðum, enskir, skozkir, kynblending-
ar og einn Rauðskinni. En svo lauk
göngu þessari sem hinni fyrri, að Jón
h'laut fyrstu verðlaun, en Einar Mark-
ússon hin þriðju. Síðari daginn rigndi
töluvert; varð skeiðvöllurinn blautur
og gáfust þá hinir innlendu upp hver af
öðrum. Sýndi þessi kappganga að Is-
lendingar höfðu útháld á við hverja
aðra og þurftu, í því efni, eigi að skipa
hinn óæðra bekk, þótt lúta yrðu þeir í
lægra haldi hvað atvinnu og efnáhag
snerti enn sem komið var. Ot af sigri
þessum var haldið “Göngumannagildi”
í húsi Framfaráfélagsins 1. ágúst.
Ræður fluttu séra Jón Bjarnason, F. B.
Anderson, W. H. Paulson, Einar Hjör-
leifsson og Eyjólfur Eyjólfsson, en
kvæði Knstinn Stefánsson og Sigurður
J. Jóhannesson. Jóni Hörðdal var
gefinn heiðurspeningur úr silfri. “Á
honum voru upphleyptar silfurmyndir,
annars vegar af fálka og á umgerðinni
umhverfis hann standa þessi orð: Frá
íslendingum í Winnipeg til J. J. Hörð-
dals. Hins vegar var upphleypt mynd
af göngumanni og á umgerðinni þessi
orð: Þökk fyrir kappgönguna 2- júlí
1888”.'°) Fleiri kappgöngur voru
þreyttar og vann Jón að lokum heið-
ursnáfnið “Göngukappi Canada”.
Urðu sigurvinningar þessir mörgu öðru
fremur til þess að hvetja í Islendinga
dug og kappgirni og örfa þjóðarmetn-
að þeirra. Það aflaði þeim og viður-
kenningar hjá innlendu þjóðinni, er
fult svo vel kunni að meta líkamlegt
sem andlegt atgerfi. I kvæði því, sem
Kristinn Stefánsson orti við þetta tæki-
færi, standa þessi erindi:21)
“Já, smám saman .—- líti<5 er lítiS.
Þeir eru aS leita
og áliti’ aS breyta
á oss, iþaS er skemtiS og skrítiS.
Og þeir fundu móS
og fjörugt blóS
og ómjúklega klappaS meS harS-
kreptum hnefa,
og hnefinn var stórskorinn, æSaber,
en hver slíkan átti — þeir hvörfluSu’ í
efa,
unz hissa og gramir þeir fundu
einn ísilending ofan á sér.
Og hérlenda ihroka-drambs froSan
af vindinum þeytt
ei verSa mun neitt,
en síga í sorpiS og hroSann.
Ei kúgandi þjóS
mun kyngöfugt blóS
fá stíflaS né hindraS, meS straumfalli
þungu
þaS streymt hefir gegnum svo marga
þraut.
í íslenzku hjarta og íslenzkri tungu
er afl, sem aS loksins mun rySja
sér markverSa minninga braut.”---------
20) “Hkr.” 2. ág. 1888, nr. 31, bls. 4.
21) Hkr. 2. ágúst 1888, nr. 31, bls. 2.