Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1920, Side 116
ILsí im dl dl o
Eftir Guðrúnu H. Finnsdóttur.
Síðasta sunnudaginn í ágústmánuði
1916 átti minningarathöfn eftir Einar
Bjarnason að fara fram í einni íslenzku
kirkjunni í Winnipeg. Það hafði rignt
fyrri part dagsins en var nú stytt upp
og kalsa stormur og skýjajfar í lofti.
Það var líka dauft í huga okkar heim-
ilis’fölksins, sem bjó hjá Ingibjörgu
gömlu Ólafsson. —
ökkur þótti öllum vænt um Einar,
og svo vorkendum við, hvað gömlu
konunni félzt mikið um, er fregnin kom
um að hann væri fallinn í stríðinu. —
Hún, sem æfinlega hafði mætt okkur
með brosi og hlýjum orðum á kvöldin,
þegar við komum heim þreytt og mis-
jafnlega geðgóð eftir erfiði dagsins,
gekk nú um þögul og alvarleg og þung
í spori. Hún hafði tekið reglulegu
ástfóstri við Einar. Hann hafði verið
til húsa hjá henni frá því hann var
unglingur, og okkur fanst öllum hann
vera sama sem sonur hennar, þó þau
væru ekkert skyld. Og það duldist
engum að heimilið var öðruvísi eftir
að Einar fór í herinn. Nú kallaði Ingi-
björg sjaldan á okkur inn í setustofuna
sína á 'kvöldin. Þar inni var æfinlega
hlýtt og bjart, og svo skrítilega gamal-
dags, að það var eins og maður kæmi
inn í aðra veröld og okkur fanst það
Meinleg örlög margan lirjá
mann og ræna dögum;
sá er löngum endir á
Islendingasögum. Þ. E.
æfinlega dálítil hátíð.—“Einar minn,
tákið þið nú lag og svo fáum við okkur
kaffisopa á eftir,” sagði gamla konan
vanalega. Einar hafði fallegan róm
og spilaði laglega á pfanó, og var lífið
og sálin á heimilinu.
En þ enna sunnudag var alt tómlegt
og þögult. — Við vissum að Ingibjörg
háfði beðið prestinn að halda minn-
ingarræðu um kvöldið í kirkjunni, og
ætluðum við öll að vera þar viðstödd.
Okkur fanst dagurinn aldrei ætla að
líða. Gamla konan lúrði uppi á lofti.
Var það í fyrsta sinni að hún hitaði
okkur ekki síðdegiskaffið, þegar við
vorum heima á sunnudögum. Svo við
stúlkurnar tókum okkur til og hituð-
nm kaffið. En engin ætlaði nú að hafa
kjark til að færa Ingibjörgu það. Samt
herti eg upp hugann og fór upp með
bollann, en það var ekki frítt við að eg
hefði hjartslátt. Eg opnaði hurðina
hljóðlega. Gamla konan sat við
gluggann í ruggustól og horfði út döpr-
um og vonlausum augum. Það var
eins og öll gleði og líf væri dáið og far-
ið úr andlitinu, og ætti þangað aldrei
afturkvæmt. Hún tók þegjandi við
bollanum. Eg stansaði hjá stólnum
hennar meðan hún drakk kaffið. Mig
langaði til að segja eitthvað, sem dreg-