Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1920, Blaðsíða 123
NÝLÁTNIR MERKISMENN
121
hennar líka að þeim kostum og fleir-
um. Hún var að eðli mjög glaðvær í
lund og gat hent gaman að öllu. Þótt
hún hefði fáar bækur lesið, varð henni
undarlega mikið úr öllu, sem eitthvað
var nýt't í, gott eða fagurt, stórt eða
satt.------Föður mínum, þótt einhæf-
ur væri, var líka margt vel gefið. Hann
var mannvinur mikill, og svo gestris-
inn, að hann jafnaðarlega gekk í veg
fyrir fólk, leiddi heim fagnandi og hét
á móður mína að bera óðara á borð,
það eða það sælgæti, sem oftlega var
ekki til! Hann var hinn mesti garpur
og hverjum manni þolnari við strit og
vos, tveggja maki til flestra starfa,
hvort hann kunni verkið vél eða illa.
— Kæmi fyrir að faðir minn skuldaði
manni eitthvað, varð hann hugsjúkur,
sem og oft endranær í kröggum og
vanda; varð þá móðir mín að tala
kjark í hann og tókst henni það venju-
lega svo vel, að hann lék á al'ls oddi;
tók þá karlmenskan aftur við stýrinu,
en hið barnslega sjúka hvarf fyrir
borð.” — Sjö voru þeir bræður, en
eigi var nema Matthías einn settur til
menta; bar og snemma á hinum frá-
bæru gáfum hans, hugmyndaríki — og
lífsgleði. Þakkar hann áhrifunum frá
móður sinni og hinni stórfeldu náttúru
hinn andlega þrótt og hugsjóna-auð, er
hann eignaðist í svo yfirfljótanlegum
mæli. “Minmsstæðara öllu öðru frá
bernskuárunum eru hin miklu og marg-
kynjuðu áhrif náttúrunnar á hina
næmu en fávísu barnssál — eins og all-
ir munu kannast við, er alist hafa upp
á móðurskauti stórfeldrar náttúru en
fjarri hégómaglaum stórbæja og marg-
mennis. Alt var sögulegt með eins-
konar persónublæ og sem lifandi; gil
og gljúfur voru álfheimar og ódáins-
lönd; lit- og veðrabrigði, kvöld og
morgnar, fjörðurinn og fjaran, snjór-
inn, skuggarnir, fjöMin, klettar og
klungur, þytur fossanna, ómur þagnar-
innar á hinum skuggalegu öræ!fum uppi
á heiðunum, og ekki sízt hinir miklu
blessuðu skógar með hreiðrin og fugla-
sönginn á vorin; alt þetta, og hvað
fyrir sig, heldur bernskunnar hugblæ
meðan minni og meðvitund endist.”—
Þannig vakinn og undirbúinn fyrir lær-
dóminn og lífið og störfin, sem því
fylgja, kveður Matthías sveit sína og
sezt í skóla árið 1859, 24 ára gamall;
var hann þá búinn að stunda sjó-
mensku og sveitavinnu, verzlunarstörf
og fara til útlanda. Hann settist í
þriðja bekk og útskrifaðist 1863, en
1866 af prestaskólanum. I bernsku-
minningum sínum segir hann, þegar til
kom að fyrst yrði farið að kenna hon-
um undir skóla: “Eg hafði stöku sinn-
um stunið því upp við guð, að gefa eg
yrði prestur; hafði gömul kona spáð
mér því.” Og nú var hann orðinn
prestur, enda tekur hann að kenna
eftir það. Það er Matthías sem
kennimaður íslenzku þjóðarinnar, sem
lengst mun verða í minni hafður, er
getið hefir sér þann orðstýr er aldrei
deyr. Hann kendi þjóðinni, samtíð
sinni, — lagði út af öllu og ræddi um
alt, — ljóðin hans, leikritin hans, sög-
urnar, ritgerðirnar, þýðingarnar a-f út-
lendum málum, alt eru þetta fræði, sem
hann er að útskýra fyrir þjóðinni.
Hann varð læs á tungur samtíðarinn-
ar til þess að fá lesið og fræðst, eigi
fyrir sig einan, og mat hann þó fróð-
leik manna mest, heldur til þess að fá
lesið fyrir þjóðina. Þjóðin gekk að
störfum sínum, sumir heima fyrir, en
nokkrir leituðu til annara landa og