Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1920, Blaðsíða 126
124
TÍMARIT ÞJÖÐRÆKNISFÉLAGS ÍSLÉNDING4
Séra Jón var einkennilegur maður,
sagður fremur dulur í skapi. Eigi
var hann fríður sýnum og enginn af-
burðamaður að líkams-orku sem séra
Matthías. Svo veiklaður var hann á
sjón, að naumast greindi hann neitt
nema hann bæri það fast upp að aug-
um. Myndi slíkur maður fá miklu
afkastað um æfina, var eigi ólíklegt að
sumir spyrðu. Um það bera nú verk-
in vott. Föðurland hans og feðra-
tunga — þjóðarsagan — voru hans
ununar- og umhugsunarefni til æfi-
loka. Við það verða þau njerkilegu
undur, að nærsýni fræðimaðurinn, er
naumast sá á bók nema hann bæri hana
upp að augunum, verður svo fjarsýnn
að hann sér yfir allar aldirnar er að
baki liggja, yfir alt sögusvið Norður-
landa, frá því að fyrstu hóparnir rísa
þar upp við fyrsta morgunskin sögu-
dagsins mikla, og fram á yfirstandandi
tíma; “á hring fer hann með víking-
um”, einum hópnum eftir annan, er
sækja suður og vestur um lönd —
sjálfur landnámsmaður ágætur í heimi
sannleikans.
Vel er íslenzku þjóðinni, er á því-
líka menn og nú eru taldir, til að taka
erfðir eftir og umráð, þeirra fjársjóða,
er þeir hafa aiflað. “Erat hon alls
vesæl, er svá er of sonum sæl.”
Eftir Fedor Sologub. Einar P. Jónsson þýcldi.
I.
ÓHÁÐU LAUFIN.
Fáein lauf, er isátu á sterkum stöngl-
um, slúttu fram af voldugri grein. Þeim
fanst lífið frámunalega tilkomulítið.
I>að var annað en gaman að eiga að hýr-
ast liarna um aldur og æfi. — Þau sáu
daglega sviflétta söngfugla kljúfa loftið
og ketlinga dansa um runnana, jafnvel
skýin sýndust hafa vængi, — en ]rau,
sjálf iaufin, eins og dæmd til athafna-
loysis á sömu greininni. Þau tóku á sig
stóra sveiflu, í ]>eim tilgangi að íbrjóta
stönglana og vinna ]>annig frelsi sitt.
Svo ráðfræðu ]>au sig hvert við annað
og sögðu: “Því ættum vér ekki að geta
spilað upp á eigin spítur? Yér erum ]>ó
sannarlega orðin fullþroska. Það er oss
með öllu ósamhoðið, að hýma hér
siiundinni lengur, undir verndarvæng
]>essarar flónsku, gömlu greinar.”
Nú tóku ]>au á sig hverja sveifluna af
annari, ]>ar til ]>au iosnuðu og urðu
frjáls. Þau féllu til jarðar og skræln-
uðu á sama augnablikinu. >Svo kom
garðyrkjumaðurinn og sópaði ]>eim burt
með sorpinu.