Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1920, Side 128
Eftir Rögnv. Pétursson.
Árið 1920 er merkis-ár í sögu ís-
lenzku þjóðarinnar, svo austan hafsins
sem vestan. Á því ári eru liðin rétt
75 ár frá endurreisn Alþingis, en þann
atburð má telja fyrsta sporið á hinni
erfiðu braut til hins langþráða áfanga-
staðar, sjálfsforræðisins. Þá voru og
Kjartan Helgason.
liðin 50 ár frá því að vesturflutningar
byrjuðu fyrst til Norðurríkja Banda-
ríkjanna og Canada. Fyrirsögn hefði
það þótt fyrir 30 árum síðan, ef því
hefði verið spáð, að þjóðin íslenzka
myndi hingað senda fulltrúa sinn á
þessu ári, til þess að draga saman hugi
manna í hinum víðáttumiklu og
dreifðu bygðarlögum vorum og beina
athygli þeirra að hinu mesta og
stærsta velferðarmáli al-þjjóðarinnar,
sem er verndun og viðhald íslenzkrar
tungu og þjóðernis meðal þess hlutans
og afkomenda hans, er býr utan Is-
lands. Má með sanni segja að ekk-
ert sé þó íslenzku þjóðinni þýðingar-
meira mál en einmitt það, og að á því
hvíli að miklu leyti framtíð hennar,
eigi áhri'fa hennar að gæta að mun,
utan heimalandsins, og hún að vaxa
sem aðrar menningarþjóðir Norður-
álfunnar. Nýlendur fá íslendingar
ekki stofnsett á annan hátt en þeir hafa
þegar gert í liðinni tíð, til þess eru þeir
eigi nógu fjölmennir, en til þessara
bygðaflaga mun nú helzt vera þeirra
von, er leita af landi burt í framtíðinni.
Það er því ljóst að eigi getur á sama
s-taðið, hvort samband fái haldist, milli
þessara bygðarlaga innbyrðis fyrst og
fremst, og því næst mi'lli þeirra og
heimaþjóðarinnar, eða að fólk þetta
týni tungu sinni og ætterni og hverfi
“eins og dropi í sjóinn”.
Á þessu síðastliðna ári vill nú svo
til, að maður er sendur einmitt þessara
erinda — maður, er allir munu kann-
ast við hér eftir og vér munum lengi
minnast með hlýjum huga, — kostaður
vestur hingað til vor af Alþingi og
sjálfri íslenzku þjóðinni, séra Kjartan
Helgason frá Hruna, prófastur í Ár-
nessýslu. Komu hans eigum vér þó
sérstaklega að þakka félaginu “Islend-
ingi” j Rví'k, er stofnað var um líkt
leyti og Þjóðræknisfélag vort og í
sama tilgangi: að efla samúð og sam-