Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1920, Page 129
FULLTRÚI FJALLKONUNNAR
127
vinnu milli Islendinga austan hafsins
og vestan, leggja oss lið og veita oss
bróðurlega hvatningu í baráttu vorri
fyrir viðhaldi tungu vorrar og þjóð-
ernis í álfu þessari. Félagi þessu veita
forstöðu tveir Islendingar, er áður
hafa dvalið vestra og öllum eru að
góðu kunnir, blaðamaðurinn og rit-
höfundurinn þjóðfrægi hr. Einar
Hjörleifsson Kvaran, sem er forseti
félagsins, og hr. Baldur Sveinsson, sem
er skrifarinn. Auk þess standa að
félaginu aðrir eins menn og Dr. Guðm.
Finnbogason, Dr. Ágúst H. Bjarnason,
biskup íslands, yfirráðherra íslands,
Þorsteinn Gíslason ritstjóri, cand. S.
Ástvaldur Gíslason og fleiri.
Séra Kjartan lagði af stað frá Rvík
hinn 9. okt. í fyrra (1919), og kom
hingað til bæjar hinn 26. s. m.; dva'ldi
hann svo hér til sumarmála. Á þessu
tímabili heimsótti hann flestöll bygð-
arlög vor, og ávann sér fjölda vina
yngri sem eldri, — hefði ferðast um
allar bygðirnar, ef veður hefði eigi
bannað — var síðasthðmn vetur með
þeim allra hörðustu er hér hafa kom-
ið, — því engar vildi hann eftir skilja.
Áhugi hans og alúð við þetta starf sitt
sýndi sig bezt í iþví, hve víða hann fór
þrátt fyrir hina afar óhagstæðu og
köldu veðráttu. I bréfi, sem Einar H.
Kvaran skrifaði til Þjóðræknisfélags-
ms, segir hann að séra Kjartan fari
sem “sendimaður félagsins Islend-
mgs ’. “Honum veitti örðugt að ráða
ferðina við sig, sem eðlilegt var, þar
sc-m hann er farinn að reskjast, hefir
ekki verið í utanlandsferðum áður, og
er maður mjög hlaðinn störfum, en að
lokum Iét hann tilleiðast. Eg hygg að
ekki geti hjá því farið að þið komist
að raun um, að valið hefir tekist okk-
ur vel”. Um það munu honum allir
vera samdóma, er nokkur kynni höfðu
af sr. Kjartani meðan hann dvaldi hér.
Fyrsta fyrirlesturinn flutti hann í
Winnipeg laugardagslkvöldið 8. nóv..
og svo hvern af öðrum út um bygð-
irnar. Auk þess mun hann hafa pré-
dikað í flestum íslenzku kirkjunum.
Frá Winnipeg lagði hann atf stað heim-
leiðis 6. apríl, átti þá eftir að koma við
í tveimur bygðarlögum í Bandaríkj-
unum. Kvöldið áður en hann fór var
honum haldið fjölment kveðjusamsæti
í Winnipeg, er Þjóðræknisfélagið stóð
fyrir. Var samsæti þetta haldið fyrir
hönd allra íslendinga, eins þeirra er
þar gátu eigi verið, og honum afhent
að s'kilnaði sem vinargjöf frá þeim, er
bjuggu innan Canada, kr. 5000 ásamt
skrautrituðu ávarpi frá félagsstjórn-
inni. Var honum þökkuð koman, orð-
in sem hann hatfði flutt, viðkynningin
— og beðinn að skila kveðju heim.
Séra Kjartan er fæddur 21. okóber
1865, er því á svipuðum aldri og séra
Matthías var þegar hann heimsótti oss
fyrir 27 árum síðan. Árið 1886 út-
skrifaðist hann úr Lærðaskólanum með
fyrstu einkunn og frá prestaskólanum
1889 sömuleiðis með fyrstu einkunn.
Til prests er hann vígður 1890 að
Hvammi í Hvammssveit í Dölum. Til
Hruna fer hann 1905.
Hinar lipru og næmu gáfur hans,
samhyeðin og skilningurinn á mannlíf-
inu, öfluðu honum vinsælda og mál-
efni hans og vor. — Vér þökkum þeim
sem hann sendu — félaginu Islendingi
—, þeim sem hann kostuðu — Alþingi
Islands — og honum sjálfum eigi sízt
— komuna, veruna og vinnuna.