Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1920, Side 130
IÞJ ©<Sr^K.ni§£élag|gi iras0
Ársþing Þjóðræknisfélagsins var
haldið hér í bæ dagana 25.—27.
febrúar, eins og auglýst hafði verið.
iJtan af landsbygðinni komu færri en í
fyrra og stafaði það af veikindum,
sem víða voru allmikil úti í bygðunum.
Þingið var sett eftir hádegi miðviku-
dagsins þess 25- febr. Var fyrst
sunginn sá'lmurinn nr. 619, og því næst
flutti séra Kjartan Helgason prófastur
í Árnessýslu, fulltrúi félagsins “Islend-
ings” í Reykjavík, bæn.
Var þá lesið þingboðið af ritara, Dr.
Sig. Júl. Jóhannessyni. Sagði forseti
því næst fund settan. Voru þá lesnar
skýrslur embættismanna. Lagði for-
seti fram langt skrifað ávarp, en fé-
hirðir prentaða skýrslu yfir efnahag
féiagsins. Hinar skýrslurnar voru
gefnar munnlega. Ánægju sinni lýsti
fundurinn yfir starfi stjórnarnefndar-
innar og tjáði henni þakklæti sitt með
atkvæðagreiðslu. Því næst skrásettu
allir fundarmenn sig, með því að rita
nöfn sín í nafnabók þingsins, og var
þeirri reglu fylgt það sem eftir var
fundanna, að alllir, sem við bættust,
rituðu nöfn sín í nafnabókina.
Valdi fundurinn þá dagskrárnefnd
og voru kosnir: Finnur Johnson, 0. S.
Thorgeirsson, Stefán Einarsson, Ásgeir
I. Blöndáhl og Guðmundur Sigurjóns-
son. Lagði nefndin til að þessi mál
yrðu tekin á dagskrá í eftirfylgjandi
röð:
1. Endurskoðun grundvallarlaganna.
2. Islenzkukensla og útgáfa hent-
ugra skólabóka er nota skyldi við
kensluna-
3. Félagsskírteini.
4. Sameiginleg deildálög.
5. íslenzkt listamót í sambandi við
ársþingið.
6. “Tímaritið”.
7. Minnisvarði Jóns Sigurðssonar.
8. Otbreiðsla félagsins.
9. Samvinna við félagið “Islending-
ur” í Reykjavík.
10. Ný mál, ef einhver kynni að
vera.
Öllum þessum málum var vísað til
nefnda. I kenslumálanefnd voru skip-
aðir: Séra Jónas A. Sigurðson, séra
Kjartan Helgason, J. J- Bíldfeli, Gísli
Jónsson og Hjálmar Gíslason. En sök-
um þess að séra Jónas A. Sigurðsson
varð að fara áf þinginu þá strax um
kvöldið, var séra Albert E. Kristjáns-
son skipaður í hans stað daginn eftir,
strax og hann kom til þings. I lista-
mótsnefndina voru skipaðir: Guð-
mundur Sigurjónsson, Einar P. Jóns-
son og 0. S. Thorgeirsson. Til að
endurskoða grundvallarlögin : Arn-
grímur Johnson, Stefán Einarsson og
Ásgeir I. BIöndaM. Er þessu var lok-
ið var dagur að kvöldi kominn og
fundi frestað til næsta dags, k'l. síðd.
Um kvöldið var erindi flutt, langt
ítar'Iegt og ágætlega skemtilegt, af
séra Jónasi A. Sigurðssyni. Tók
hann sér að umtalsefni þessi orð úr
þjóðsögunni: “Kjóstu mig, kóngsson.”
Var hlýtt á það með miklu athygli og
X