Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1920, Page 132
130
TÍMARIT ÞJÓÐRÆKNISFJÉLAGS ISLENDINGA
rofskverinu og sérstaklega sé sniðin
eftir þörfum vestur-íslenzkra unglinga.
Ræður hún félaginu til að gangast fyr-
ir útgáfu slíkrar bókar, og að stjórn
félagsins sé faiið að hrinda því í fram-
kvæmd.
b) Að ‘Tímarit” félagsins sé gefið
út einu sinni á yfirstandandi ári og helzt
ekki síðar en í nóvember. Félags-
stjórninm sé falið að annast um útgáf-
una.
c) Til frekari bókaútgáfu á árinu
sér nefndin sér ekki fært að ráða.
J. J. Bíldfell, Gísli Jónsson, Albert E.
Iíristjánsson, Hjálmar Gíslason, Ivjartan
llelgason.”
Álit þetta var viðtekið af fundinum
og því vísað til stjórnarnefndarinnar.
Nefndin er skipuð var til að koma
með álit um, hvort efna skyldi til ís-
lenzks listamóts í sambandi við ársþing
félagsins, lagði fram eftirfarandi álit:
“Nefndin hefir orðið sammála um
eftirfylgjandi atriði:
1 • Að það sé í verkahring Þjóð-
ræknnisfélagsins að stuðla að íslenzk-
um listum og almennri þekking í þeim
efnum.
2. Að æskilegt væri að t.d. íslenzkir
söngvar, kappglíma, íslenzkir leikir
yrði eitt alf aðalskemtiatriðum vænt-
anlegs miðsvetrarmóts, er haldið yrði
árlega í sambandi við aðalfunci félags-
ins.
3. Að á sama tíma væri hafl til sýnis
og sölu sem fjölbreyttast safn ís-
lenzkra listaverka.
4. Að framkvæmdum þessa máls
myndi bezt borgið í höndum þriggja
manna nefndar, sem í samráði við
stjórnarnefndina ynni að þessu.
Guðm. Sígurjónsson, E. P. Jónsson
Ó. S. Thorgeirsson.
Nefndarálitið var saitíþykt og hin
sama nefnd endurkosin til að hafa mál
þetta með höndum-
Málinu um sameiginleg deildalög og
félagsskírteini, var vísað til stjórnar-
nefndar.
Kl. 8 flutti séra Rögnv. Pétursson
fyrirlestur um “Þjóðræikni”, og íhug-
aði aðallega þær ástæður, er helzt hafa
verið færðar á móti viðhaldi íslenzkrar
tungu hér í landi.
Varaforseti stýrði fundi. Að lokn-
um fyrirlestrinum voru áfgreidd þau
fundarmái, sem eftir voru. Meðal yf-
irlýsinga, er gerðar voru, voru tvenn
þakklætisatkvæði greidd: Til félagsins
Islendings, fyrir samvinnu þá, er það
háfði þegar hafið við oss Islendinga
vestra, með komu séra Kjartans Helga-
sonar, er hingað er kostaður til þess
að flytja fyrirlestra um Island og ís-
lenzkar bókmentir. Og þakklætis-
atkvæði til prófessors Skúla Johnson
við Manitobaháskólann, fyrir verk
hans í þarfir íslenzkra mála, í því að fá
háskólaráðið til að löfa því að taka ís-
lenzka tungu og bókmentir upp á
kensluskrá skólans, að fenginni yfir-
lýsingu frá Islendingum hér í landi, að
þeir einhuga óski þess. Því næst var
með uppástungu séra Kjartann Helga-
son kjörinn fyrsti heiðursfélagi Þjóð-
ræknisfélags Islendinga í Vesturheimi.
Um útbreiðslu félagsins urðu all-
miklar umræður. Loks var samþykt
að veita úr félagssjóði um $200 til út-
breiðslumála á næstkomandi ári.
Þinginu var slitið undir miðnætti.