Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1966, Side 23

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1966, Side 23
DR. RICHARD BECK: Guttormur J. Guttormsson skáld Nokkur kveðjuorð. Falla mínir fornu vinir, falla traustir ættarhlynir. Auðn í vorum skáldaskóg. Hátt þig bar í lundi ljóða, ljómi þinna kvæðaglóða bjarma á ættjörð björtum sló. Þessar ljóðlínur fæddust, þegar mér barst fregnin um andlát Gutt- orms J. Guttormssonar skálds. Vel má vera, að þær séu ekki mikill skáldskapur; hinu verður ekki á móti mælt, að þær eru sannmæli. En Guttormur lézt, eins og kunnugt er, á sjúkrahúsi í Winnipeg 23. nóv. 1966, rúmum degi eftir að hann varð 88 ára, en hann var fæddur að Víði- völlum í Nýja íslandi 21. nóv. 1878. Með honum er eigi aðeins að velli fallið svipmikið skáld og merkilegt, heldur einnig sterkur og mjög sér- stæður persónuleiki, er lengi mun minnisstæður samtíðarmönnum hans, og þeim lengst, sem kynntust honum mest og bezt. Hann var, eins og þegar hefir verið sagt, kynborinn sonur Nýja íslands í Manitoba, fæddur og alinn upp í ís- lenzku landnámsbyggðinni á þeim slóðum, þegar frumherjarnir háðu þar sína raunaþungu en hetjulegu brautryðjendabaráttu. Fór það að vonum, að bernsku- og æskuum- hverfið og hin hörðu kjör, sem for- eldrar hans og aðrir íslendingar áttu þar við að búa framan af árum, ork- uðu djúpt á Guttorm og settu varan- legt mark á lííshorf hans og skáld- skap. Sama máli gegnir um menningar- lega umhverfið, sem hann ólst upp í, en það var háíslenzkt, í rauninni beint framhald af íslenzkri alþýðu- menningu heima á ættjörðinni. Hefði þessu eigi verið þannig farið, hefði Guttormur hvorki orðið eins mikill íslendingur né heldur eins sérstætt skáld og raun ber vitni. Trúnaðurinn við ætt og erfðir var honum runninn í merg og bein, og er ósjaldan bæði uppistaðan og ívafið í kvæðum hans. Réttilega og viturlega sækir hann að vísu ósjaldan yrkisefni sín í daglega lífið umhverfis sig, en hann fer um þau íslenzkum höndum, ef svo má að orði kveða, bæði um mál og ljóð- form. Þannig sver hann sig ótvírætt í ættina til eldri íslenzkra skálda. „Fjórðungi bregður til fósturs,“ segir hið fornkveðna. Ætternislega sannaðist það á Guttormi í ríkum mæli. Hann var af traustum og kunn- um austfirzkum ættstofni, og for- eldrar hans voru bæði prýðilega gef- in og bókhneigð. Móðir hans, er var söngelsk og hafði fallega söngrödd, var skáldmælt vel, og faðir hans, er var gæddur snjallri frásagnargáfu, var einnig bæði sönghneigður og list- fengur. Sjálfur var Guttormur söng- elskur mjög og stofnaði hljómleika- flokka og stjórnaði þeim í Nýja ís- landi og víðar í byggðum Vestur- Islendinga. Foreldra sinna, Jóns Guttormsson- ar og Pálínu Ketilsdóttur, brautryðj- endabaráttu þeirra og æskuheimilis síns, hefir Guttormur minnzt sonar- lega í ágætri og mjög fróðlegri grein í bókinni Foreldrar mínir (Reykjavík
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108

x

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga
https://timarit.is/publication/895

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.