Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1966, Page 23
DR. RICHARD BECK:
Guttormur J. Guttormsson skáld
Nokkur kveðjuorð.
Falla mínir fornu vinir,
falla traustir ættarhlynir.
Auðn í vorum skáldaskóg.
Hátt þig bar í lundi ljóða,
ljómi þinna kvæðaglóða
bjarma á ættjörð björtum sló.
Þessar ljóðlínur fæddust, þegar
mér barst fregnin um andlát Gutt-
orms J. Guttormssonar skálds. Vel
má vera, að þær séu ekki mikill
skáldskapur; hinu verður ekki á móti
mælt, að þær eru sannmæli. En
Guttormur lézt, eins og kunnugt er,
á sjúkrahúsi í Winnipeg 23. nóv.
1966, rúmum degi eftir að hann varð
88 ára, en hann var fæddur að Víði-
völlum í Nýja íslandi 21. nóv. 1878.
Með honum er eigi aðeins að velli
fallið svipmikið skáld og merkilegt,
heldur einnig sterkur og mjög sér-
stæður persónuleiki, er lengi mun
minnisstæður samtíðarmönnum
hans, og þeim lengst, sem kynntust
honum mest og bezt.
Hann var, eins og þegar hefir verið
sagt, kynborinn sonur Nýja íslands í
Manitoba, fæddur og alinn upp í ís-
lenzku landnámsbyggðinni á þeim
slóðum, þegar frumherjarnir háðu
þar sína raunaþungu en hetjulegu
brautryðjendabaráttu. Fór það að
vonum, að bernsku- og æskuum-
hverfið og hin hörðu kjör, sem for-
eldrar hans og aðrir íslendingar áttu
þar við að búa framan af árum, ork-
uðu djúpt á Guttorm og settu varan-
legt mark á lííshorf hans og skáld-
skap.
Sama máli gegnir um menningar-
lega umhverfið, sem hann ólst upp í,
en það var háíslenzkt, í rauninni
beint framhald af íslenzkri alþýðu-
menningu heima á ættjörðinni. Hefði
þessu eigi verið þannig farið, hefði
Guttormur hvorki orðið eins mikill
íslendingur né heldur eins sérstætt
skáld og raun ber vitni. Trúnaðurinn
við ætt og erfðir var honum runninn
í merg og bein, og er ósjaldan bæði
uppistaðan og ívafið í kvæðum hans.
Réttilega og viturlega sækir hann að
vísu ósjaldan yrkisefni sín í daglega
lífið umhverfis sig, en hann fer um
þau íslenzkum höndum, ef svo má að
orði kveða, bæði um mál og ljóð-
form. Þannig sver hann sig ótvírætt
í ættina til eldri íslenzkra skálda.
„Fjórðungi bregður til fósturs,“
segir hið fornkveðna. Ætternislega
sannaðist það á Guttormi í ríkum
mæli. Hann var af traustum og kunn-
um austfirzkum ættstofni, og for-
eldrar hans voru bæði prýðilega gef-
in og bókhneigð. Móðir hans, er var
söngelsk og hafði fallega söngrödd,
var skáldmælt vel, og faðir hans, er
var gæddur snjallri frásagnargáfu,
var einnig bæði sönghneigður og list-
fengur. Sjálfur var Guttormur söng-
elskur mjög og stofnaði hljómleika-
flokka og stjórnaði þeim í Nýja ís-
landi og víðar í byggðum Vestur-
Islendinga.
Foreldra sinna, Jóns Guttormsson-
ar og Pálínu Ketilsdóttur, brautryðj-
endabaráttu þeirra og æskuheimilis
síns, hefir Guttormur minnzt sonar-
lega í ágætri og mjög fróðlegri grein
í bókinni Foreldrar mínir (Reykjavík