Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1966, Side 27

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1966, Side 27
HARALDUR BESSASON: Af blöðum Stephans G. Stephanssonar I Þann 28. ágúst 1878 fór fram brúð- kaup þeirra Stephans G. Stephans- sonar (Stefáns Guðmundssonar) og Helgu Sigríðar Jónsdóttur frá Mjóa- dal í Bárðardal. Brúðkaupið fór fram í Shawano héraðinu í Norður Wis- consin. Efni Stephans voru þá sam- kvæmt eigin sögn, „liðugar 160 ekrur afhöggvins furuskógar, kröksettar stórstofnum og sendnar, 12 ekrur hafði ég hreinsað að mestu; allgott íbúðarhús, eftir því sem þar tíðkað- ist, og 3 eða 4 nautgripir, og ,,gift- ingartollurinn“ í peningum, sem séra Páll Þorláksson vildi ekki þiggja, bæði af því, að honum var vel til mín, og svo hins, hann bað mig „að leyfa sér að gera fyrir ekk- ert fyrsta prestverkið,“ sem hann gerði fyrir íslending.“ (Bréf og rit- gerðir IV, 80). Af framanskráðu má sjá, að vin- átta hefir verið með þeim Stephani og séra Páli. Ekki mun þó prestin- um hafa þótt Stephan alls kostar leiðitamur í trúmálum og beindi til hans skeyti úr prédikunarstóli fyrir það að hafa líkt Opinberunarbókinni við Gandreið Benedikts Gröndals (Bréf og ritgerðir IV, 96). „En jafn- góður var Páll mér eftir sem áður, og aldrei minntumst við á þetta,“ segir Stephan (s. st.). Árið 1880 fluttust þeir séra Páll og Stephan til Norður Dakóta, og var Stephan þar í söfnuði séra Páls, þangað til hinn síðarnefndi lézt árið 1882. Eftir andlát séra Páls Þorláksson- ar klofnaði íslenzki söfnuðurinn í Norður Dakóta. Stephan G. fylgdi þeim hlutanum, sem nefndist Park- söfnuður. Hefir hann sjálfur ritað, að sá söfnuður hafi fylgt nýju guð- fræðinni. (Bréf og ritg. I, 283). Á fyrsta ársþingi „Hins evangel- íska lútherska kirkjufélags íslend- inga í Vesturheimi", sem efnt var til í Winnipeg vorið 1885, mætti Stephan G. með fjórum öðrum fulltrúum frá Parksöfnuði. Á þinginu komu fram raddir um það að gera Stephan að ritara kirkjufélagsins, en hann baðst undan því embætti. Nokkru síðar sameinuðust íslenzku safnaðarbrotin í Norður Dakóta í einn félagsskap, en ekki gekk Stephan í þann söfnuð né neinn annan söfnuð eftir það. Heimildir sýna, að á þeim árum, sem hér um ræðir, var talsverð ólga í trúmálum meðal Vestur-íslendinga. Talað var um rétttrúnað, nýju guð- fræðina, frjálshyggju og þar fram eftir götunum. Eins og fyrr greinir, hafði slíkrar ólgu orðið vart meðal íslendinga í Norður Dakóta við myndun Parksafnaðar. Líklegt er, að arftaki þess safnaðar hafi verið fé- lagsskapur sá, sem Stephan G. Stephansson skipulagði og nefndur var „Hið íslenzka menningarfélag“.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108

x

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga
https://timarit.is/publication/895

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.