Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1966, Page 27
HARALDUR BESSASON:
Af blöðum Stephans G.
Stephanssonar
I
Þann 28. ágúst 1878 fór fram brúð-
kaup þeirra Stephans G. Stephans-
sonar (Stefáns Guðmundssonar) og
Helgu Sigríðar Jónsdóttur frá Mjóa-
dal í Bárðardal. Brúðkaupið fór fram
í Shawano héraðinu í Norður Wis-
consin. Efni Stephans voru þá sam-
kvæmt eigin sögn, „liðugar 160 ekrur
afhöggvins furuskógar, kröksettar
stórstofnum og sendnar, 12 ekrur
hafði ég hreinsað að mestu; allgott
íbúðarhús, eftir því sem þar tíðkað-
ist, og 3 eða 4 nautgripir, og ,,gift-
ingartollurinn“ í peningum, sem
séra Páll Þorláksson vildi ekki
þiggja, bæði af því, að honum var
vel til mín, og svo hins, hann bað
mig „að leyfa sér að gera fyrir ekk-
ert fyrsta prestverkið,“ sem hann
gerði fyrir íslending.“ (Bréf og rit-
gerðir IV, 80).
Af framanskráðu má sjá, að vin-
átta hefir verið með þeim Stephani
og séra Páli. Ekki mun þó prestin-
um hafa þótt Stephan alls kostar
leiðitamur í trúmálum og beindi til
hans skeyti úr prédikunarstóli fyrir
það að hafa líkt Opinberunarbókinni
við Gandreið Benedikts Gröndals
(Bréf og ritgerðir IV, 96). „En jafn-
góður var Páll mér eftir sem áður,
og aldrei minntumst við á þetta,“
segir Stephan (s. st.).
Árið 1880 fluttust þeir séra Páll
og Stephan til Norður Dakóta, og var
Stephan þar í söfnuði séra Páls,
þangað til hinn síðarnefndi lézt árið
1882.
Eftir andlát séra Páls Þorláksson-
ar klofnaði íslenzki söfnuðurinn í
Norður Dakóta. Stephan G. fylgdi
þeim hlutanum, sem nefndist Park-
söfnuður. Hefir hann sjálfur ritað,
að sá söfnuður hafi fylgt nýju guð-
fræðinni. (Bréf og ritg. I, 283).
Á fyrsta ársþingi „Hins evangel-
íska lútherska kirkjufélags íslend-
inga í Vesturheimi", sem efnt var til
í Winnipeg vorið 1885, mætti Stephan
G. með fjórum öðrum fulltrúum frá
Parksöfnuði. Á þinginu komu fram
raddir um það að gera Stephan að
ritara kirkjufélagsins, en hann baðst
undan því embætti. Nokkru síðar
sameinuðust íslenzku safnaðarbrotin
í Norður Dakóta í einn félagsskap,
en ekki gekk Stephan í þann söfnuð
né neinn annan söfnuð eftir það.
Heimildir sýna, að á þeim árum,
sem hér um ræðir, var talsverð ólga
í trúmálum meðal Vestur-íslendinga.
Talað var um rétttrúnað, nýju guð-
fræðina, frjálshyggju og þar fram
eftir götunum. Eins og fyrr greinir,
hafði slíkrar ólgu orðið vart meðal
íslendinga í Norður Dakóta við
myndun Parksafnaðar. Líklegt er, að
arftaki þess safnaðar hafi verið fé-
lagsskapur sá, sem Stephan G.
Stephansson skipulagði og nefndur
var „Hið íslenzka menningarfélag“.