Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1966, Síða 32

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1966, Síða 32
14 TÍMARIT ÞJÓÐRÆKNISFÉLAGS ÍSLENDINGA arsson, B. Blondal, Á. Magnússon, B. Bjarnason, Kristján R. Casper, John Guðmundson, Bjarni Johnson, Tryggvi Palson, Svein Björnson, Bjarni Jóhannsson, Gísli Jóhanneson, Björn Peturson, Jon Jónsson Hrafn- dal, Sigfus Salomon, Magnús Snow- field, Arni Arnason. Á bls. 11 í fundarbók er yfirskrift- in Fundargerðir. Ekki verður betur séð en að fund- argerningar menningarfélagsins árið 1888 hafi allir verið færðir í fundar- bók af ritara félagsins, Stephani G. Stephanssyni. í vissum tilvikum hef- ir hann þó farið eftir rituðu upp- kasti eftir aðra menn, eins og fram kemur í fundargerningum: I. fundur haldinn í húsi Stephans G. Stephans- sonar 4. febr. 1888. Skapti Brynjólfsson setti fundinn, hann var því næst kosinn forseti með öllum atkvæðum. Því næst var rætt um hvert þarf- legt væri að hinir frjálslyndari menn meðal íslendinga hér, sem annaðhvort ekki geta fellt sig við kenningar kirkjunnar eður ímynda sér að játningar og trúarskoðanir séu ekki traustasti grundvöllurinn undir menningu og framförum, stofnuðu félagsskap sín á milli, til trausts og halds gegn ófrelsisanda og fordóm- um þeirra sem binda vilja huga hvers og eins við kreddur og kirkju- samþykktir, en í stað þess halda uppi frjálsri rannsókn á hverju mál- efni sem er, allra þeirra manna sem leita sannleikans, allt svo lengi það er gert á skynsamlegan og mannúð- legan hátt. Allir fundarmenn létu í ljósi að þörf væri á þesskonar félagsskap. Þar næst var í einu hljóði samþykkt að mynda félag undir nafninu „Hið íslenzka menningarfélag“. Stephani G. Stephansyni var falið af fundinum að semja forspjall, sem tæki fram þessa stefnu félagsins. Þegar hann hafði lokið við frumvarp sitt kaus fundurinn þriggja manna nefnd J. Hall, A. J. Líndal og Magn- ús Brynjólfsson ti'l að yfirlíta það. Svo var það lagt fyrir fundinn og samþykkt með öllum atkvæðum. Þá skipaði fundurinn þrjá menn í nefnd: O. Olafson, J. Líndal og S. G. Stephanson til að semja frumvarp til laga fyrir félagið. Sömdu þeir svo nokkrar greinar til bráðabirgða, voru svo þær og forspjallið undir- ritaðar af sjö mönnum, öllum sem við voru staddir. Kosnir voru embættismenn fram að næsta ársfundi: Skapti B. Brynjólfsson formaður, Stephan G. Stephanson skrifari og Olaf Olafson gjaldkeri. Næsti fundur var ákveðinn til 23. febr. 1888, kl. 10 e. m. Svo var fundi slitið. II. fundur haldinn í húsi B. Brynjólfssonar 23. febr. 1888. Formaður S. B. Brynjólfson setti fund. Af því að margir voru við- staddir, sem ekki var kunnugt um félagið, skýrði formaður fundinum frá stofnun þess og stefnu. Skrifari las upp fyrir fundinum lög félagsins, sem til bráðabirgða voru samin. Voru þau svo undirrituð af öllum fundi því nær 22 mönnum auk stofnendanna.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108

x

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga
https://timarit.is/publication/895

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.