Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1966, Qupperneq 32
14
TÍMARIT ÞJÓÐRÆKNISFÉLAGS ÍSLENDINGA
arsson, B. Blondal, Á. Magnússon, B.
Bjarnason, Kristján R. Casper, John
Guðmundson, Bjarni Johnson,
Tryggvi Palson, Svein Björnson,
Bjarni Jóhannsson, Gísli Jóhanneson,
Björn Peturson, Jon Jónsson Hrafn-
dal, Sigfus Salomon, Magnús Snow-
field, Arni Arnason.
Á bls. 11 í fundarbók er yfirskrift-
in Fundargerðir.
Ekki verður betur séð en að fund-
argerningar menningarfélagsins árið
1888 hafi allir verið færðir í fundar-
bók af ritara félagsins, Stephani G.
Stephanssyni. í vissum tilvikum hef-
ir hann þó farið eftir rituðu upp-
kasti eftir aðra menn, eins og fram
kemur í fundargerningum:
I. fundur
haldinn í húsi Stephans G. Stephans-
sonar 4. febr. 1888.
Skapti Brynjólfsson setti fundinn,
hann var því næst kosinn forseti
með öllum atkvæðum.
Því næst var rætt um hvert þarf-
legt væri að hinir frjálslyndari
menn meðal íslendinga hér, sem
annaðhvort ekki geta fellt sig við
kenningar kirkjunnar eður ímynda
sér að játningar og trúarskoðanir séu
ekki traustasti grundvöllurinn undir
menningu og framförum, stofnuðu
félagsskap sín á milli, til trausts og
halds gegn ófrelsisanda og fordóm-
um þeirra sem binda vilja huga
hvers og eins við kreddur og kirkju-
samþykktir, en í stað þess halda
uppi frjálsri rannsókn á hverju mál-
efni sem er, allra þeirra manna sem
leita sannleikans, allt svo lengi það
er gert á skynsamlegan og mannúð-
legan hátt.
Allir fundarmenn létu í ljósi að
þörf væri á þesskonar félagsskap.
Þar næst var í einu hljóði samþykkt
að mynda félag undir nafninu „Hið
íslenzka menningarfélag“.
Stephani G. Stephansyni var falið
af fundinum að semja forspjall, sem
tæki fram þessa stefnu félagsins.
Þegar hann hafði lokið við frumvarp
sitt kaus fundurinn þriggja manna
nefnd J. Hall, A. J. Líndal og Magn-
ús Brynjólfsson ti'l að yfirlíta það.
Svo var það lagt fyrir fundinn og
samþykkt með öllum atkvæðum.
Þá skipaði fundurinn þrjá menn í
nefnd: O. Olafson, J. Líndal og S. G.
Stephanson til að semja frumvarp til
laga fyrir félagið. Sömdu þeir svo
nokkrar greinar til bráðabirgða,
voru svo þær og forspjallið undir-
ritaðar af sjö mönnum, öllum sem
við voru staddir.
Kosnir voru embættismenn fram
að næsta ársfundi:
Skapti B. Brynjólfsson formaður,
Stephan G. Stephanson skrifari og
Olaf Olafson gjaldkeri.
Næsti fundur var ákveðinn til 23.
febr. 1888, kl. 10 e. m.
Svo var fundi slitið.
II. fundur
haldinn í húsi B. Brynjólfssonar 23.
febr. 1888.
Formaður S. B. Brynjólfson setti
fund. Af því að margir voru við-
staddir, sem ekki var kunnugt um
félagið, skýrði formaður fundinum
frá stofnun þess og stefnu.
Skrifari las upp fyrir fundinum
lög félagsins, sem til bráðabirgða
voru samin. Voru þau svo undirrituð
af öllum fundi því nær 22 mönnum
auk stofnendanna.