Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1966, Qupperneq 33
AF BLÖÐUM STEPHANS G. STEPHANSSONAR
15
Samkvæmt ályktan fundarins setti
forseti tvær nefndir: Nefnd til að
undirbúa fundarsamþykktir: Sv.
Björnson, Arngr. Johnson, Einar
Jónsson og skrifara. Nefnd til að
yfirfara lögin: Ó. Ólafson, S. J. Björn-
son, J. Líndal, J. Hall, Björn Hall-
dórson.
Fundi var frestað til að gefa nefnd-
unum tíma til að álykta. Eftir stutt-
an frest kváðust þær hafa lokið við
álit sitt og var þá fundur settur aft-
ur.
Nefnd sú er lögin átti að yfirfara
skýrði frá að sér hefði verið ómögu-
legt að lúka því starfi á jafnstuttum
tíma og hún hefði nú haft til um-
ráða. Lagði hún svo til að nefnd
væri kosin á fundinum til að lúka
við lögin. Þessi tillaga var samþykkt.
í nefndina skipaði forseti Ó Ólafson,
B. Halldórson, M. Brynjólfson, J.
Líndal og skrifara. Ó Ólafson stakk
upp á að nefndin aðvari forseta þeg-
ar hún hefir lokið við verk sitt, en
forseti kveðji þá félagsmenn til fund-
ar, svo lokið verði við lögin á þeim
stað og tíma, sem honum virðist
hallkvæmast.
Fundarsamþykkta nefndin lagði
fram þetta álit:
Við sem kvaddir vorum til að gera
uppástungur til fundarsamþykkta
ráðum félaginu til að gera eftirfylgj-
andi ákvarðanir:
1. Að félagsmenn skipti sér í flokka
til að lesa og rannsaka ýmsar vís-
indagreinar, svo sem náttúrusögu,
kirkjusögu og hina svo nefndu Com-
parative Mythology og skáldskap.
2. Hver flokkur fyrir sig taki að
sór visst efni, lesi saman og flytji
síðan um það fyrirlestur eður ræður
a fundum félagsins.
3. Við ráðum fundinum til að kjósa
standandi nefnd sem skrifi mönnum
í hinum íslenzku nýlendum hér ým-
isstaðar, þeim sem líklegir væru að
starfa að, mynda samskonar félög í
sínu byggðarlagi, sem svo ættu öll
að mynda eina heild.
4. Ráðum við fundinum til að kjósa
standandi nefnd er sjái um að fá
prentað í hinum íslenzku blöðum,
það af gerðum félagsins, sem það
áliti nauðsynlegt að kæmi fyrir al-
mennings sjónir.
O. Olafson stakk uppá að í staðinn
fyrir „kirkjusaga“ sé sett trúar-
bragðasaga. Samþykkt. Sami, að
forseti fresti til nákvæmari íhugunar
að tilnefna menn í deildirnar, sem
álitið gerir ráð fyrir. Samþykkt.
Sami, að skrifara sé falið að senda
íslenzku blöðunum í Winnipeg stutt
yfirlit yfir stofnun fél. og stefnu
þess. Samþykkt.
Forseti skýrði frá að hr. Sig. J.
Johannesson hefði boðizt til að taka
þannig lagaða grein í blað sitt Lög-
berg, ef sér yrði send hún.
Ályktað var að verja um sinn
nokkru af sjóði fél. til bókakaupa.
Ályktað var að fela nefnd bókakaup-
in. í hana kaus forseti: Ó Ólafson,
M. Brynjólfson, B. Blondal.
Uppástunga J. Hall að nefndin
skuli sjálfráð að verja svo miklu af
sjóði fél. til bókakaupa sem henni
þykir þurfa. Samþykkt.
Uppástunga Sveins Bjornsonar að
nefndin kaupi bækur aðeins á þrem-
ur málum íslenzku, ensku og dönsku.
Samþykkt.
Uppástunga J. Líndals að keypt sé
skrifbók handa skrifara fél. til að
rita í fundargerðir og fleira sem