Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1966, Page 38

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1966, Page 38
20 TÍMARIT ÞJÓÐRÆKNISFÉLAGS ÍSLENDINGA hillu Stephans hefir hún verið lengst af síðan og er enn á þeirri hillu í Háskólabókasafninu í Manitóba. III Helgi Stefánsson var fæddur að Arnarvatni við Mývatn 8. júní 1865. Hann var hálfbróðir Jóns Stefáns- sonar, þess sem varð kunnur undir höfundarnafninu „Þorgils gjallandi11. Helgi fluttist til Vesturheims árið 1890; fimm árum síðar kvæntist hann Þuríði Jónsdóttur Sigurðsson- ar, alþingismanns á Gautlöndum. Þau Helgi og Þuríður bjuggu búi sínu í Norður Dakóta til ársins 1905, en það ár fluttust þau vestur til Wynyard í Saskatchewan, og þar andaðist Helgi vorið 1916. í „Minningarriti“ um Helga Stef- ánsson, sem vinir hans og stúku- bræður í Wynyard gáfu út og prent- að var í Wynyard árið 1920, segir svo í formála: „Þá er Helgi heitinn Stefánsson féll frá, áttu Vestur-íslendingar á bak að sjá stórmerkum og mikilhæf- um manni. Tilfinnanlegast varð þó fráfall hans Wynyard-byggðarbúum. Þar hafði hann dvalið ellefu síðustu æfiárin, svo að sú byggð hafði eðli- lega öðrum fremur notið ötullar mannúðarstarfsemi hans, þann tím- ann.“ í minningarræðu um Helga fórust séra Jakobi Kristinssyni svo orð: „Helgi var óvenju bráðþroska og bar snemma á gáfum hans og fróð- leiksgirni. Var heitasta löngun hans í æsku að ganga menntaveginn. En ekki var um að tala að móður hans væri unnt að styrkja hann til náms. Til þess voru engin efni. Varð hann því að treysta eigin orku. Og með Helgi Stefánsson. dugnaði sínum fékk hann því loks áorkað að komast til Reykjavíkur. Mun hann hafa verið þar í undir- búningsskóla og tekið inntökupróf í latínuskólann um vorið. En þá svarf efnaskorturinn svo mjög að honum að enginn kostur var þess að halda áfram. Má geta því nærri, hve þung- bært það hefir verið fyrir bráðgáf- aðan, skapmikinn og stórhuga æsku- mann, að líta þær vonir að engu, sem verið höfðu vafalaust eitt af hinu dýrmætasta í öllum æsku- draumum hans.“ (Minningarrit, 7— 8). í „Helga-erfi“, sem Stephan G. orti um Helga Stefánsson látinn og
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108

x

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga
https://timarit.is/publication/895

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.