Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1966, Qupperneq 40

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1966, Qupperneq 40
22 TÍMARIT ÞJÓÐRÆKNISFÉLAGS ÍSLENDINGA landa mína skifta um heimatrú sína til ins heimskara, þó ekki sé ég kirkjurækinn. Svo mæli ég það um, að þið hafið vel að verið. Hér í byggð er kristnin nokkuð sundurleit. Enginn held ég trúi á kirkjufélagið öðruvísi en svo, að það sé mannlegast að vera með því, sök- um aflsmunar. Unítarar eru ýmsir, og þykjast góðir af, nema nafninu, þeir skafa það af sér. Nýguðfræð- ingarnir væru nálega allir, væri það virðulegri deildin, örfáir sem þætti prestur sinn batna við ofurlítinn ýr- ing af andatrú og draumspeki. Ásmundur Guðmundsson bauð söfnuðinum hérna prest að heiman mjög ódýran, að sagt var, $600.00 fyrir ferð hingað og níu mánaða starf hér. Því kvað hafa verið hafn- að, og ekki veit ég, að neinar aðrar prests-ráðstafanir hafi teknar verið. Þó kann það að vera. Já, það var gott að þú skrifaðir móti þessari eitur-orma og nöðru- kyns-rækt á íslandi, af skemmdar- vörgum frá öðrum löndum, eins og t. d. hérum og vatnsrottum. Annar eyðir grænskóg og grasi, hinn fisk- um og seiði í ám og vötnum. Ég er hissa hvílík flón greindir menn eru. Ég veit þú hefir haft lag á að segja þetta svo, að þessi hefndargjafa-vel- vilji framfúsra en óframsýnna manna verður spaugilegur, ekki síð- ur en uppkaup okkar Vestmanna á öllu íslandi forðum. Sú grein þín var svo hæðilega meinfyndin við hreykn- ina, að mér var yndi að því. Annars vóru það minningar og smáskrýtlur, hnittin svör manna og þessh. sem mér fannst þú auðugur af, sem ég vildi þú ritaðir upp líka til geymslu. Þú trúir varla, hvílíkt gull mér finnst að hljóti að vera í öllu slíku fyrir menningar-sögumanninn og skáldið, hvenær sem þá ber að ótóm- um kofum.. Heyrðu, Helgi! .... (hér vantar eitthvað í bréfið). Hér ganga áköf votviðri enn. Framanaf lengi vóru þau aðeins ár- gæzka. Nú er votlendi vatni flotið og harðvelli jafnvel ógrösugt. Sverfur nærri að ofvöxtur sé að koma í korn- stöng, þar sem akrar eru á hávöðum og lægðir verða víst vatnsétnar. Auðvitað gæti bráðkomandi þurrkar bætt mjög úr þessum horfum. í gær- kveldi var ég svo leiður á sullinu, að ég kvað sulluga vísu um það í „gamla stíl“ Jóns Bægisár-skalla og slíkra karla. Ég kveð nú oftast við sjálfan mig, en fyrst ég er að tala við þig núna, er bezt ég hafi vísuna yfir. Hún er svona: Hrekkja-karl er himinninn, hreytinn dag og nætur. Heimurinn allur út-m..... undan honum grætur. Maður á að geta gert að gamni sínu, þó að rigni — meðan hægt er að hafa fataskipti. Ég hafði fyrir löngu ætlað að senda þér línu, og ýmsum fleirum þarna við Wynyard, en það hefir farizt fyr- ir, og nota ég þó hverja stund, til að éta eða sofa, eða vinna eða skrifa. Þó ekkert fari til spillis af lífinu, er aldrei afgangur. Ég þakka þér kærlega skemmtun- ina seinast, og ykkur öllum. Bið að heilsa konu þinni og dóttur, og öll- um mínum kunningjum. Ég held þú vitir hverjir þeir eru. Ekki lét ég konuna vita, að ég væri
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108

x

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga
https://timarit.is/publication/895

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.