Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1966, Síða 44

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1966, Síða 44
26 TÍMARIT ÞJÓÐRÆKNISFÉLAGS ÍSLENDINGA hann reginafli og hamförum fossins á stórbrotinn hátt, en svo kemur hann auga á regnbogann, friðarbog- ann, sem glitrar í fossúðanum, og þá hefir hann upp raust sína, rödd hins óbifanlega trúartrausts, og segir: Hert þig, Heljar-bleikur, hræða skaltu ei mig: Guðdómsgeislinn leikur gegnum sjálfan þig. Vissulega má því heimfæra upp á séra Matthías sem trúarskáld fleyg orð sjálfs hans um séra Hallgrím Pétursson: Hér er guðlegt skáld, er svo vel söng, að sólin skein í gegnum dauðans göng. En það eru eigi aðeins þau skáld vor, sem hafa áunnið sér virðulegt sálmaskáldsheitið, er ort hafa sálma og önnur andleg ljóð. Mörg helztu skáld vor íslendinga, sem kunnust eru fyrir skáldskap sinn á öðrum sviðum, hafa einnig lagt sinn skerf til sálma vorra og andlegra ljóða. Nærtækt dæmi þess er sálmurinn andríki og fagri, „Þú, Guð, ríkir hátt yfir hverfleikans straum“, eftir Steingrím Thorsteinsson, sem sung- inn var í byrjun þessarar guðsþjón- ustu, og margir fleiri frumsamdir og þýddir sálmar hans í íslenzku sálma- bókinni. Fagrir og hjartnæmir eru þeir einnig sálmarnir tveir, sem Jón Magnússon á í sálmabókinni. Sann- leikurinn er sá, að ekki hefir, mér vitanlega, fegri eða áhrifameiri sjó- mannasálmur verið ortur á íslenzka tungu en sálmurinn „Líknargjafinn þjáðra þjóða, þú, sem kyrrir vind og sjó“. Og svo kemur þetta dásamlega vers: Föðurland vort hálft er hafið, helgað þúsund feðra dáð. Þangað lífsbjörg þjóðin sótti, þar mun verða stríðið háð. Yfir logn og banabylgju bjarmi skín af Drottins náð. Föðurland vort hálft er hafið, hetjulífi’ og dauða skráð. Nýlega var að verðugu hátíðlegt haldið aldarafmæli öndvegisskálds- ins Einars Benediktssonar. Hann var mikill hugsuður, eigi síður en stór- skáld, glímdi í mörgum stórbrotn- ustu kvæðum sínum við dýpstu rök tilverunnar í leit sinni að eilífum sannindum. Fyrir því eru góðar heimildir, að Benedikt Sveinsson, hinn mikli stjórnmálaskörungur, hafi einhverju sinni sagt við Einar son sinn: „Enginn verður verulegt skáld, nema hann sé trúaður mað- ur.“ Hvort sem Einar hefir lagt sér þessi orð föður síns á hjarta eða eigi, þá bera kvæði hans því órækan vott, að hann hefir verið mikill trúmaður. Tveir sálmar hans eru í íslenzku sálmabókinni, og er þetta síðasta vers annars þeirra: Af eilífðar ljósi bjarma ber, sem brautina þungu greiðir. Vort líf, sem svo stutt og stopult er, það stefnir á æðri leiðir. Og upphiminn fegri en augað sér mót öllum oss faðminn breiðir. En glöggskygnni Einars á innsta kjarna trúarinnar lýsir sér fagurlega í lokaerindinu í kvæði hans „Hnatta- sund“: Hafknörrinn glæsti og fjörunnar flak fljóta bæði. Trú þú og vak.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108

x

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga
https://timarit.is/publication/895

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.