Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1966, Síða 47
HRUND SKÚLASON:
Úr dagbókum J.
Það er erfitt að lesa dagbækur lið-
inna manna án þess að finna til
blygðunarsemi. Það er eins og að
verið sé að hnýsast í helgidóm, sem
persónunni einni er viðkomandi,
því við lesturinn kemur fram styrk-
ur eða veikleiki mannsins.
Það er almennings álit að dag-
bækur skálda og merkismanna sé
eign samtíðarinnar, og ugglaust
veita þær aukinn skilning á verkum
persónunnar, sem skapaði þær.
Dagbækur J. Magnúsar Bjarnason-
ar sýna hugsjóna- og tilfinninga-
uianninn, góðmennið, sem engan vill
saera eða lasta, og íslendinginn sem
ætíð ber heiður þjóðar sinnar fyrir
brjósti — manninn, sem barðist við
heilsuleysi og fjárhagserfiðleika, en
varð samt mikils metinn höfundur.
Hann var landnámsmaður og
kennari í Geysisbyggð frá 1894—
1903, og byrjar þar að skrifa dag-
bækur sínar. Þeir sem kunnugir eru
lyrstu landnámsárunum í Geysir
vita, hvaða erfiðleika heilsulítill
raaður átti við að etja.
■Ég heyrði oft minnzt á J. M. B., og
aldrei heyrði ég nokkurn lastmæla
bonum. Allir höfðu sömu sögu að
Seý5ja: „Hann var góður maður og
góður kennari.“
% hef ákveðið að taka hér upp
n°kkra dagbókarkafla eftir Jóhann í
þeirri röð sem þeir eru ritaðir. Daga-
fal set ég ekki nema í einstaka til-
felli, eða þar sem það hefir sérstaka
þýðingu. Báðar dagbækurnar eru
M. Bjarnasonar
Jóhann Magnús Bjarnason.
skrifaðar milli 1. nóv. 1902 og 24.
nóv. 1924. Því miður vantar dagbók
III.
Ekki verður hægt að taka nema
fáein sýnishorn í þessa grein og víða
er látið nægja að taka nokkrar setn-
ingar úr heillar blaðsíðu grein.
Höfundi farast svo orð:
„Dagbókin mín I. — Ég átti dag-
bók, sem ég byrjaði að rita í haustið
1890, en sú bók er glötuð.“
Á titilblaði bókanna er þetta skrif-
að: „Vini mínum og velgerðarmanni
Árna G. Eggertson K. C„ tileinka ég
Dagbækurnar mínar með virðingu
og þakklæti. J. M. B. Hinumegin á