Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1966, Qupperneq 48

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1966, Qupperneq 48
30 TÍMARIT ÞJÓÐRÆKNISFÉLAGS ÍSLENDINGA blaðinu: „Ég vil segja með Þorsteini Erlingssyni: „Mig langar að sá enga lýgi þar finni, sem lokar að síðustu bókinni minni“.“ Eftir að kynnast dagbókum skálds- ins efast ég ekki um að honum verði að ósk sinni: 1. nóv. 1902. „í dag er ég búinn að kenna í 13 ár. Ég er orðinn þreyttur — ég vil segja lamaður. Ekkert fer eins illa með taugakerfið sem kennsla við barnaskóla . . . þó veit ég, að mér mundi leiðast annað starf. Ég heyri sagt að annar þáttur sög- unnar minnar sé kominn hingað vestur. — Ég á við söguna „Eiríkur Hansson“. Þorsteinn Erlingsson rit- aði mjög góðan dóm um fyrsta þátt- inn. Hvað skyldi hann segja um þennan þátt? . . . verði þriðji þáttur- inn álitinn lakari en hinir fyrri, skal ég alveg hætta að semja skáldsögur. Með köflum efa ég að íslendingar, yfir höfuð, hafi vit á skáldsögum. Mörgum þykir það skemmtilegast, sem mér sjálfum þykir lakast....... Ég held því nú fram að Einar sé meira söguskáld en Gestur heitinn Pálsson var, og þó hef ég stundum álitið það ganga guðlasti næst að taka nokkurt íslenzkt söguskáld fram yfir Gest Pálsson. Ég var að lesa Bessa-bréfin mín í gær . . . þau voru tólf alls, en aðeins pjö komu út. . . . Formaður prentfé- lags Heimskringlu aftók að meira af þeim kæmi út. Hann áleit þau vera argasta bull. Ég held næstum því að maðurinn hafi rétt fyrir sér í því.“ Ég grúskaði svolítið í þessum bréf- um, og bull eru þau ekki. En hug- sjónamaðurinn og þjóðfélagið eru ekki ætíð sammála: „Þrjár smásögur eftir mig birtust í Heimskringlu haustið 1891. . . . „John Johnson Nr. 1—18“ er að mínu áliti skást. Ég man hvað Jón nokkur í Winnipeg varð reiður við mig útaf þeirri sögu. Smásagan „Hjónadjöfullinn“ birt- ist í Heimskr. haustið 1895. Þeirri sögu var almennt vel tekið, svo mér lá við að segja eins og Byron: „Ég vaknaði einn morgun og fann að ég var orðinn frægur.“ Sagan „Svikin“ (eftir mig) birtist í Lögbergi vorið 1897 (18. marz). Tvær eða þrjár konur í Wpg. tóku þá sögu til sín og urðu reiðar mjög. ... Það er eftirtektarvert hversu gjarnt sumu fólki hefir verið að drótta því að mér, að ég tæki vissar lifandi persónur til fyrirmyndar, þegar ég ritaði sögur, og þó veit hamingjan, að ég hef ætíð varazt af fremsta megni að meiða nokkra lif- andi persónu með sögum mínum. Ég fékk bréf frá Hirti mínum Leó í dag. Hann las annan þátt af Eiríki Hanssyni. Hann segir að kaflinn um Braddon sé meistaraverk.... Hjört- ur Leó verður að minni hyggju eitt með mestu skáldum íslendinga; hann hefir það sem enskurinn kallar „powerful intellect.“ Kvæðið hans „Til dauðans“ er það kraftmesta kvæði (eða því sem næst), sem ort hefir verið á íslenzku í Vesturheimi. Enginn yrkir nú eins vel og Hjörtur hér vestan hafs, nema Stephan G. Stephansson.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108

x

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga
https://timarit.is/publication/895

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.