Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1966, Page 56

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1966, Page 56
38 TÍMARIT ÞJÓÐRÆKNISFÉLAGS ÍSLENDINGA „Þegar einhver angurværð grípur mig, les ég jafnan „Rubaiyat“ eftir Omar hinn persneska . . . það lætur mig í svipinn, gleyma öllu öðru og færir einhverja draumkennda ró yfir huga minn: „Open then door! You know how little while we have to stay, and, once departed, may return no more.“ ... Ég hef verið að raula þessar línur eftir R. L. Stevenson: „Home is the sailor home from the sea and the hunter home from the hill.“ Mér finnst þetta eiga svo vel við skamm- degið og haustkveld ævinnar. •— „Eða var það feigðin, sem kallaði að mér?“ í dag raula ég þetta eftir Long- fellow: „And whenever the way seemed long, or his heart began to fail, she would sing a more wonderful song, or tell a more marvellous tale.“ Og á stundum finnst mér að ég sé þreyttur, vegurinn langur og kjark- urinn vilja bila. En þá syngur konan mín sólarljóðin sín, og það gleður og hressir huga minn.... Ég fékk gott bréf frá síra Birni... Hann biður um jólasögu í Samein- inguna.... Mér þætti leitt að geta það ekki, því hann er mér vinveittur og talar vel um rit mín.... Eftir hann var góður ritdómur í „Vín- land“ um Eirík Hansson. En á þeim árum var góður ritdómur mér mikils virði.... Ég kynntist skáldinu Sigurði Jó- hannssyni í Van.... Hann er tilfinn- ingamaður og góðmenni.... Honum þótti vænt um S. G. S. og kvæði hans og raulaði oft þessa vísu eftir Stephan: „Það er hart í heiminum — Hvimleitt margt er við hann — Þegja og kvarta aldrei um eigin hjarta-sviðann.“ Ég sagði honum að uppáhalds-vísa mín (eftir Stephan) væri þessi: „Einn að róla sér með sitt soll og ólund firrtir — Út um hóla er yndið mitt, ef af sólu birtir.“ Ég hef verið að lesa um Jón Sig- urðsson . . . þegar ég les um ísland og íslendinga, þá kemur í mig sár heimþrá . . . þegar ég renni hugan- um til æskustöðvanna, finnst mér að berjahvammurinn minn muni vera fegursti bletturinn á jarðríki.“ Margar greinar úr „Dagbók 11“ komu í Lögbergi, 23. des. 1920 (bls. 12—13) undir fyrirsögninni „í kjarr- inu við engið“, og verður því ekkert tekið úr þeim hér. Mest er þetta um skáld og rithöfunda, sem hann met- ur mikils. Það er mikill fróðleikur í „Dagbók 11“ fyrir hvern þann, sem í þeim vill grúska. Þar eru mannlýsingar ótal samferðamanna, skyldra og ó- skyldra, einnig minnzt á fjölda mörg kanadísk skáld og endurminningar frá Nýja Skotlandi; þar segir Jó- hann: „Þegar maðurinn er kominn
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108

x

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga
https://timarit.is/publication/895

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.