Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1966, Síða 82

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1966, Síða 82
64 TÍMARIT ÞJÓÐRÆKNISFÉLAGS ÍSLENDINGA ára afmælissamkomu deildarinnar „Esj- an“ í Árborg. Þá flutti dr. Beck ræður um fslandsferð þeirra hjóna á samkom- um hjá deildinni „Báran“ að Mountain í Norður Dakota og hjá deildinni „ísland“ í Morden í Manitoba. Á sumum þessara funda sýndi frú Margrét Beck myndir frá fslandi og Færeyjum. Auk ræðuhalda meðal íslendinga hefir dr. Beck komið fram á samkomum norskra félaga í Norður Dakota, en á þeim samkomum hefir hann flutt ræður um norræn efni eða íslenzk. Þá hefir hann eins og jafnan áður birt fjölda ritgerða og ritdóma um íslenzk efni í blöðum, tímaritum og safn- ritum beggja megin hafsins. Varaforseti félagsins, próf. Haraldur Bessason, hefir sótt fundi nærliggjandi deilda, og féhirð- ir Þjóðræknisfélagsins, Grettir L. Jo- hannson ræðismaður, fór til Morden og kom fram á fundi deildarinnar „fsland". Mörg önnur störf hefir gjaldkeri félags- ins unnið, fleiri en jafnvel samnefndar- menn hans gera sér grein fyrir. Það er mikið verk að sjá um fjárfiag slíkrar stofnunar sem Þjóðræknisfélagið er. — Grettir tókst á hendur langferð, er hann fór til Washington sem fulltrúi Þjóð- ræknisfélagsins til þess að vera við jarð- arför hins góða manns, Thor Thors sendi- herra. Þá ber að geta þess, að Grettir veitti mikla aðstoð við upptöku sjón- varpsþáttar, þar sem sýndir voru meðal annars íslenzkir þjóðbúningar. Páll Hallson vararitari kom fram fyrir hönd Þjóðræknisfélagsins á samkomu þjóðræknisdeildarinnar að Lundar og af- henti deildinni félagsfána þann, sem áður getur. Frú Hólmfríður Daníelson, ritari Þjóð- ræknisfélagsins, hefir staðið í bréflegu sambandi við allar deildir félagsins. Hún hefir veitt fjölmörgum aðiljum ýmiss konar fræðslu um ísland og fslendinga. Hún hefir og átt hlut að kvikmyndasýn- ingu og sjónvarpsupptöku, sem fjölluðu um íslenzka þjóðhætti. Hún hefir og veitt stuðning sumu því fólki, sem nú vinnur að undirbúningi aldarafmælis kanadíska fylkjasambandsins. Fjármálaritari, Guðmann Levy, hefir enn sem fyrr gegnt starfi sínu af árvekni og séð um útbýtingu Tímaritsins og inn- heimtu meðlimagjalda. Jóhann Beck hef- ir á árinu veitt ýmiss konar aðstoð við félagsstörfin. Á störf þeirra Jakobs F. Kristjánssonar og Kristínar Johnson er áður minnzt. Nefndarmönnum þakka ég góða sam- vinnu á árinu og fyrir allt það, sem þeir hafa á sig lagt, til að greiða götu Þjóð- ræknisfélagsins. Sjálfur hefi ég sem forseti Þjóðræknis- félagsins sótt fund þjóðræknisdeildarinn- ar „Esjan“ í Árborg og flutt þar kveðjur. Einnig veittist mér sú ánægja að eiga fund með nokkrum meðlimum í stjóm Icelandic Canadian Club í Toronto á heimili bróður míns, Hannesar. Snemma í þessum mánuði sat ég stjórnarnefndar- fund deildarinnar „Norðurljós“ í Edmon- ton. Þá flutti ég kveðjur frá Þjóðræknis- félaginu á fslendingadeginum að Gimli. Á fslandi rákum við Jakob F. Kristjáns- son erindi Þjóðræknisfélagsins. Við heim- sóttum Brynjólf Jóhannesson leikara og ræddum við hann væntanlega ferð hans hingað vestur. Einnig náðum við tali af Gunnari Friðrikssyni og ræddum við hann um væntanlega þátttöku fslands í heimssýningunni í Montreal, sem haldin verður 1967, en einn dagur þeirrar sýn- ingar verður helgaður fslandi. Eins og okkur er kunnugt, þá eru hér á þingi virðulegir fulltrúar íslands, Pétur Thorsteinsson sendiherra og frú Oddný Björgólfsdóttir kona hans. Býð ég þau hjartanlega velkomin hingað. Næst er að víkja að útgáfumálum. — 47. árgangur Tímaritsins kemur út á þessu þingi. Tímaritið hefir átt við fjár- hagsörðugleika að etja á liðnum árum, og hefir útgáfa þess verið rekin með meiri halla en Þjóðræknisfélagið hefir efni á. Til viðreisnar þessu máli gæti komið til greina að hækka meðlimagjöld. Fimmtíu centa hækkun á ári myndi greiða verulegan hluta af greindum tekjuhalla. Svo er auðvitað önnur leið opin, en hún er sú, að leggja Tímaritið niður. Auk Tímaritsins er okkur einnig þörf á að ræða útgáfu vikublaðsins Lögberg- Heimskringla. Blaðið býr við kröpp kjör. f strangasta skilningi er blaðið ekki á ábyrgð Þjóðræknisfélagsins, en í réttum skilningi er það þó okkar málgagn. Eitt byggist á öðru, og án blaðsins væri Þjóð- ræknisfélagið illa statt, og framtíð blaðs- ins verðum við að ræða síðar á þessu þingi. Á liðnu ári studdi Þjóðræknisfélagið útgáfu tveggja bóka. önnur bókin er Veslur-íslenzkar æviskrár, sem er rituð af séra Benjamín Kristjánssyni. Hin bók- in er "The Icelandic People in Maniioba" eftir Vilhelm Kristjánson. Eins og flestum mun kunnugt, voru þeir séra Benjamín Kristjánsson og Bjarni Sigurðsson á ferð hér s. 1. haust, og gafst okkur tími til að halda þeim dálítið samsæti. Séra Benjamín hvetur alla ^ Vestur-íslendinga til að láta skrá sig í hið mikla safnrit, sem Vestur-ís- lenzkar æviskrár eru. Bók Vilhelms Kristjánsonar hefir hlot- ið góða dóma, og verðskuldar hún því útbreiðslu.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108

x

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga
https://timarit.is/publication/895

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.