Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1966, Síða 90

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1966, Síða 90
72 TÍMARIT ÞJÓÐRÆKNISFÉLAGS ÍSLENDINGA nefnd hefir skipað dr. P. H. T. Thor- lakson yfirlæknir. * * * Nú er málum svo komið, að sjálf- ur eirskjöldurinn er næstum full- búinn. Hins vegar skortir mjög á, að nægilegt fé hafi safnazt til þess að standa straum af öllum kostnaði. Brugðust þó margir skjótt og vel við beiðni framkvæmdanefndar, en bet- ur má, ef duga skal. Nefndin væntir þess, að framlög berist henni í hend- ur sem greiðlegast næstu vikurnar. Ýmsum kann að leika forvitni á því, hvers vegna texti Flateyjar- bókar, eða sá þáttur hennar, sem nú er tíðast nefndur Grænlendingasaga, varð fyrir valinu, þegar því var til lykta ráðið, hvað setja skyldi á skjöld hinna fornu kappa. Nefndar- menn tóku fyrst og fremst til greina seinni tíma rannsóknir, sem benda til þess, að Grænlendingasaga sé betri heimild um landafundi heldur en Eiríks saga rauða. Þannig telst það ekki lengur góð latína að ræða um Leif Eiríksson án þess að Bjarna Herjólfsssonar sé að einhverju leyti getið. Sú var þó tíðin, að beztu menn létu jafnan í það skína, að frásagnir af Bjarna Herjólfssyni væru í mesta máta tor- tryggilegar og töldu sumir líklegt, að hann væri hugarfóstur fornra rit- höfunda. Grænlendingasaga getur þó Bjama, og sú saga er líklega frá lokum tólftu aldar, eða miklu eldri en menn höfðu löngum haldið. Það má og til sanns vegar færa, að Vín- landskort það, sem dregið var fram í dagsljósið fyrir rúmu ári, styðji frásögn Grænlendingasögu um hinar fyrstu landkönnunarferðir, en heim- ildargildi kortsins hefir enn ekki verið hrakið með rökum. Síðustu þrjú árin hefir afar mikið verið ritað um Vínlandsferðirnar. Snemma árs 1963 kom út hin merka bók prófessors Gwyn Jones „The Norse Atlantic Saga“, sem er hvort tveggja í senn skemmtileg og fræð- andi. Undir árslok 1965 kom út held- ur slæm bók um hinar fornu vestur- ferðir eftir Farley Mowatt. Þótt gallar þeirrar bókar séu bæði marg- ir og ósmáir, hefir henni verið mikill gaumur gefinn, enda er ímyndunar- afl Mottaws með ól'íkindum. Þess er að vænta, að þeir, sem á komandi árum heimsækja þinghæð- ina í hinni kanadísku höfuðborg, Ottawa, megi komast að raun um, að þeir félagar, Bjarni og Leifur, séu ekki uppfinningar núlifandi rithöf- unda, heldur eigi þeir sér traustan grundvöll í söguritum fornaldar. H. B.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108

x

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga
https://timarit.is/publication/895

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.