Morgunblaðið - 20.12.1977, Side 1
48 SIÐUR MEÐ 4 SIÐNA IÞROTTABLAÐI
274. tbl. 64 árg.
ÞRIÐJUDAGUR 20. DESEMBER 1977
Prentsmiðja Morgunblaðsins.
Luciana Pulk sem komst at úr fiugslysinu vid Madeira á sunnudags-
kvöldió er hér borin inn á sjúkrahús í Funchal. Hún og maður hennar
Justine Pulk voru í brúðkaupsferð og hugðust dvelja á Madeira unc
jólin.
J ólafundur
og Begin í
Gagnrýni á tillögur Begins í ísrael
Tel Aviv, Kairó, New Vork,
Moskvu,
1 9. des AP Reuter.
MENACHEM Begin, forsæt-
isráðherra ísraels, og Anwar
Sadat Egyptalandsforseti
hittast á jóíadag í egypsku
borginni Ismailia við Súez-
skurð til að ræða tillögudrög
þau sem Begin hefur kynnt
Carter Bandaríkjaforseta.
Begin sagði í dag að Carter
hefði talið tillögurnar „sann-
gjarnar" og hann hefði ekki
trú á því að Sadat myndi
hafna þeim.
Tillögurnar fela í sér sjálfstjórn fyrir
Palestinu Araba á Vesturbakka Jórdan-
ár og Gazasvæðinu og ..jafnan rétt til
búsetu fyrir Gyðinga á Vesturbakkan-
um og fyrir Palestínumenn i israel
Begin sagði að hinir helgu staðir Jerú-
salem borgar yrðu settir undir stjórn
helztu trúarhópanna þar en borgin yrði
áfram höfuðborg ísraelsrikis
Gagnrýni kom samstundis fram á
tillögur Begins bæði frá samherjum
hans og stjórnarandstöðunni Yitzak
Rabin, fyrrverandi forsætisráðherra,
gagnrýndi þær mjög i viðtali við isra-
elska útvarpið og hann sagði að þær
fælu i sér alltof mikla sjálfsstjórn til
handa Aröbum á Vesturbakkanum
Hann sagði að tillögurnar kynnu að
hafa þær afleiðingar að eins konar
þriðja riki yrði milli Jórdans og ísraels
og það gæti orðið uppspretta erfiðleika
fyrir alla aðila
Rabin sagði að ísraelar ættu að
halda sér við fyrri tillögur sínar til
lausnar málinu. þ e að leysa mál Vest-
urbakkans með þvi að skipta honum
Myrtu útsendar-
ar PLO Holden?
Lomlon, líl. «los. Al*. Roulor.
BREZKA blaóið Sunday Mirror
sagói í forsíóufrétt í gær aó út-
scndarar Palestínumanna hefóu
myrt blaóamanninn David
Ilolden í Kairó á dögunum.
Astæóan hafi veriö sú aó nokkrir
PLO-skærulióar liafi verió í flug-
vélinni frá Amman til Kairó sem
Holden var meö. Hal i Holden bor-
iö kennsl á aö minnsta kosti einn
mannanna, leiðtoga hópsins og sá
hafi einnig þekkt Holden, og Itafi
örlög Holdens þar meö verió ráö-
in.
'Framhald á bls. 30.
Arabar neikvæðir:
Tillaga Begins fel-
ur ekkert nýtt í sér
Jerúsalem, Beirút,
Trípólí, Damascus, Kairó,
Bahrain, Vín, S.Þ.,
1 9 desember. AP — Reuter
FLESTAR Arabaþjóðir lýstu i dag
óánægju sinni með tillogur Mena
chens Begins forsætisráðherra ísra-
els. en þær gerði hann kunnar eftir
viðræður sinar við Jimmy Carter
Bandarikjaforseta. í þeim viðbrögð-
um sem fram hafa komið i Araha
löndum er andi tillagna Begins oftast
sagður sá að styrkja að eilifu hald
Gyðinga á lendum Araba og gera að
engu hugsanlegt riki Palestinufólks.
Þá er jafnvel sagt að tillögur Begins
séu afturför miðað við ályktanir og
vilja Sameinuðu þjóðanna.
Hafez Assad forseti Sýrlands sagðist
í dag efins um að sérstakur friður á
milli ísraels og Egyptalands gæti kom-
ið í veg fyrir að Egyptar tækju þátt i
striði við ísrael. kæmi til nýrra deilna
Hann sagði að drægi til nýs stríðs við
ísrael mundu allir Arabar, jafnvel
Egyptar, standa saman og gæti ekkert
pappirsgagn breytt þvi
Palestinumenn sem búa á vestur-
bakka Jórdan og Gaza svæðinu sögð-
ust andvigir tillögum Begins um sjálfs-
forræði þeirra, og kröfðust þess að
ísraelsmenn drægju heri sina til baka
af svæðunum
..Tillögur Begins eru núll og nix hvað
okkur varðar Það er Ijóst að kappsmál
okkar er að setja á stofn sjálfstætt riki
Palestinumanna á okkar heimaslóðum,
en tillögur Begins gera ráð fyrir þvi að
við verðum máðir út,” sagði Majed
Abu Sharar, upplýsingamálafulltrúi
Frelsishers Palestinumanna
í viðbrögðum Frelsissamtaka
Palestinumanna PLO kom fram að
samtökin munu beita „öllum möguleg-
um ráðum” til að koma í veg fyrir að
tillögur Begins nái fram að ganga. og
voru tillögurnar kallaðar fráleit og fár-
ánleg vitleysa.
Lýbiska fréttastofan Jana skýrði frá
að talsmaður utanrikisráðuneytisins i
Tripóli hefði sagt að tillögur Begins
væru skref afturábak og markmið
þeirra væri að viðhalda hernámi Israela
á lendum Araba. „Tillögurnar bjóða
ekki uppá neitt nýtt Þær afmá rétt
Palestínumanna til sjálfsforræðis og
endurreisnar ríkis síns, og gera ráð
fyrir Jerúsalem sem israelskri borg að
eilifu Óvinir okkar í ísrael hefðu getað
lýst yfir þessum tillögum sinum ein-
hliða, en með klækjum ætla þeir að
reyna að fá Araba til að fallast á og
undirrita hugmyndir sínar,” sagði tals-
maður utanrikisráðuneytisins i Tripóli
ennfremur
I Jórdaniu sagði Adnan Abu Odeh
upplýsingafulltrúi landsms að tillögur
Begins væru jafngildar tilraunum til að
koma skipulagi á hernám Israela á
Abaralendum i stað þess að binda endi
á það Hussein konungur hefur ekkert
látið frá sér fara um tillögur Begins, en
Franihald á bls. 28.
Tvö bankarán framin í V-Þýzkalandi:
Ræningjar höfðu
á brott með sér
3,6 millj. marka
Vfstur-Berlín. 19. drs. Rrutrr.
BANKARÆNINGJAR
höfðu á braut moð sér um
það bil tvær milljónir
með Sadat
Ismailia
milli ísraels og Jórdaniu eða leyfa þar
takmarkaða heimastjórn undir eftirliti
ísraela. Fram til þessa hefur Verka-
mannaflokkur Rabins jafnan gagnrýnt
Begin fyrir ósveigjanleika gagnvart
Aröbum og þykir þvi koma úr hörðustu
átt gagnrýni Verkamannaflokksins á
þessar tillögur, sem ganga langtum
lengra en hugmyndir Rabins og flokks-
manna hans. Einn þingmanna Likud-
flokks Begins, Moshe Shamir, gagn-
rýndi og tillögurnar og sagði að þær
fælu i sér svo miklar tilslakanir að þær
Framhald á bls. 28.
þýzkra marka í dag í
vopnuðu ráni. Ræningjarn-
ir drápu gjaldkt'ra bankans
er hann neitaði að afhenda
þeim féð og skutu þeir
hann í hjartastað svo að
hann lézt samstundis.
Ræningjarnir voru þrír og
allir með grímur. Sá fjórði
beið í i)íl fyrir utan og kom-
ust þeir síðan undan.
Nokkru síóar var framið annaó
rán í banka ekki ýkja langt fra. Er
álitiö aö þar hafi sömu menn ver-
iö aó verki. Þar höfðu
ræningjarnir 1,6 millj. marka upp
úr krafsinu. Lögregla leitar nú
ræningjanna. en t)ifreið þeirra
fannst mannlaus siödegis. Alls er
því fengurinn jafnv. á 4. milljarð
isl. króna.
Flugslysið við Madeira:
„Við höfðum aðeins
nokkrar sekúndur til
að bjarga okkur út”
Funchal, Madeira 19 des AP
„VIÐ HÖFÐUM ekki nema nokkr-
ar sekúndur til að bjarga okkur út
úr vélinni, eftir að hún hafði hrap-
að i sjóinn," sögðu ýmsir þeir sem
komust af úr flugslysinu við
Funchal á Madeira á sunnudags-
kvöldið. Sumir farþeganna
sögðust hafa reynt að hjálpa
öðrum að festa á sig björgunar-
beltin, en stundum hefði það ekki
tekizt og þeir hefðu orðið að horfa
á fólkið farast til að bjarga sjálfum
sér.
„Við börðumst við að komast út
úr vélinni og vatnið fossaði inn.
Margir voru fastir i sætum sinum.
Það var gripið i mig þegar ég var að
reyna að komast út . Ég varð að
beita öllu afli til að losa mig Það
siðasta sem ég sá voru uppréttar
hendur þeirra sem fastir voru i sæt-
um sinum — i bón um hjálp En ég
gat ekkert gert. Ég hefði ekki bjarg-
að þeim og ekki bjargast sjálfur,”
sagði Jacob Wetli, hálfþritugur
kaupsýslumaður frá Ruschlikon
skammt frá Zúrich Og Wetli hélt
áfram Vatnið var kalt og það var
niðamyrkur Ég sá Ijósin i Funchal
og skildi ekki hvers vegna enginn
kom Ég sá fólk á sundi rétt hjá mér
Eftir klukkutima tók að draga af þvi
og það hrópaði á hjálp Ég sá fólk
sökkva og ég dró einn upp en hann
var dáinn ”
Lisanne Richard miðaldra kona frá
Genf komst lifs út úr vélinni ásamt
eiginmanni sinum, Albert Richard
Hún sagði að töluvert af oliu hefði
runnið i sjóinn og maður hennar
sem væri ekki syndur hefði gleypt
oliu og lézt hann siðar um nóttina á
sjúkrahúsi i Funchal
Marcus Merli 16 ára piltur sagði
„Tiu eða fimm minútum áður var
vélin hátt á lofti. Skyndilega hrapaði
hún i sjó niður Ég hélt þetta væri
martröð Fólkið hrópaði allt i kring-
um mig. Vatnið fossaði inn á nokkr-
um sekúndum Móðir min Irene gat
ekki losað sig Ég er hræddur um að
hún sé dáin Ég gat sjálfur losað mig
strax Ég gat ekki hjálpað henni þvi
að ég var að kafna Faðir minn
komst út en hann er ósyndur Ég er
Framhald á bls. 28.