Morgunblaðið - 20.12.1977, Page 3

Morgunblaðið - 20.12.1977, Page 3
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 20. DESEMBER 1977 3 Heilissandur: Stórþjóf nadur upplýst- ur eftir rúm þrjú ár SVSLUMAÐURINN í Stykkis- hólmi lcitadi um fyrri helgi aó- stoðar Rannsóknarlögreglu ríkis- ins vegna nokkurra óupplýstra innbrota á Hellissandi. Tveir rannsóknarlögreglu- menn, þeir Magnús Magnússon og Haraldur Arnason, fóru vestur til að vinna að rannsókn málanna. I ferðinni upplýstu þeir félagar stórþjófnað, sem framinn var fyr- ir liðlega þremur árum síðan á Hellissandi og mikla athygli vakti á sínum tíma. Það var aðfararnótt 7. septem- ber 1974 að stolið var 495 þúsund krónum i reiðufé úr peningaskáp útibús Kaupfélags Borgfirðinga á Hellissandi. Hafði lykill að skápn- um verið tekin í íbúð útibússtjór- ans og síðan höfðu þjófarnir lagt leið slna í útibúið og haft pening- ana á brott með se r eálfio t var miið fé á þessum tíma. Mjög yfirgripsmikil rannsókn fór fram á sinum tíma á þessu máli en hún leiddi ekki til niður- stöðu. Fóru m.a. tveir menn frá Rannsóknarlögreglunni í Reykja- vik til Hellissands til að yfirheyra Sjúkratryggingar- gjaldið afgreitt ALÞINGI afgreiddi í gær eitt af þeim tekjuöflunarfrumvörpum ríkisstjórnarinnar sem liggja fyrir þinginu. Þarna var um að ræða frumvarp til lága um al- mannatryggingar, en það felur i sér þá breytingu að sjúkratrygg- ingargjald hækkar úr 1% í 2% og á sú ráðstöfun að færa ríkissjóði um 1900 milljón krónur i auknar tekjur. Þess ber þó að gæta að kostnaðarhækkun heilbrigðis- og tryggingakerfisins milli fjárlaga 1976 og '77 er um 7.500 milljónir króna. Vandamál atvinnuveganna: Til meðferðar hjá rfldsstjóm í þinghléi GEIR Hallgrímsson forsætisráð- herra sagði í þingræðu á Alþingi í gær, að samþykkt þeirra frum- varpa, sem Alþingi hefur nú til meðferðar og rikisstjórnin hefur lagt fram, ásamt með fjárlögum og lánsfjáráætlun, væri alger for- senda þess, að grundvöllur myndaðist til lausnar vandamála atvinnuveganna, landbúnaðar og sjávarútvegs, iðnaðar. Ríkis- stjórnin mundi síðan vinna að lausn þessara mála í þinghléi og væntanlega mundu þau koma til meðferðar Alþingis að því loknu að svo miklu leyti, sem atbeina þingsins væri þörf. STYRKTARFÉLAGI vangefinna á Austurlandi barst um helgina 1 millj. kr. að gjöf til minningar Þórhöfn: Líklegt að lánsfé fáist Geir 'Hallgrímsson forsætis- ráðherra sagði í samtali viö Morgunblaðið í gærkvðldi, að útlit væri fyrir, að tneð atbeina rikisstjórnar og í samvinnu Sildarverksmiðja ríkisins og Byggðasjóðs yrði unnt að afla lánsfjár til aö ljúka viðgerð togarans Fonts frá Þórshöfn en endanlegri afgreiðslu máls- ins væri ekki lokið. Samningar þyrftu að nást við lánardrottna og fyrrnefndráaðila. Eins og fram hefur komið i fréttum Morgunblaðsins hefur ríkt atvinnuleysi á Þórshöfn, enda þótt þaö vandamál hafi nú verið leyst í bili, eins og fram kemur i frétt annars stað- ar í blaðinu í dag, en togari Þórshafnarbúa hefur verið i viðgerð og fjármagn skortir lil þess að greiða þá viðgerð. um Gest Jónsson frá Eskifiröi, en hann fóst af slysförum á s.l. ári. Þaö voru nánustu ættingjar Gests heitins, sem gáfu þessagjöf. I bréfi, sem fylgdi með gjöfinni, segir, að upphæðinni skuli variö til kaupa á hljómflutningstækjum og hljóðfærum fyrir vætanlegt hús Styrktarfélags vangefinna á Austurlandi, sem nú ris á Egils- stöðum. Byrjað var á húsi styrktar- félagsins á þessu ári, og í ár á að vinna fyrir 30 niillj. kr., en enn er óráðið hveriær þaö verður tilbúið til notkunar. Ung stúlka varð fyrir bíl og höf- uðkúpubrotnaði UNG stúlka varð fyrir bifreið á Lækjargötu í Reykjavík á móts viö hús núnter fjögur seint á laugardagskvöld. Stúlkan sem er 18 ára gömul var flutl á slysadeild Borgarspitalans og reyndist hún vera höfuðkúpubrotin en hún er þó ekki talin i lífshættu. Á gjörgæzludeild Borgarspital- ans liggja ungur drengur og mið- aldra kona lifshættulega slösuð eftir umferðarslys í Reykjavik. Konan varð fyrir bifreið á Bólstaðarhlíð og drengurinn varð fyrir bifreið á Nesvegi. menn á staðnum og var annar þeirra fyrrnefndur Magnús Magnússon. Það var svo í síðustu viku að lögreglumennirnir komust á spor- ið og reyndust sökudólgarnir vera þrír piltar um tvitugt, en þeir voru 17 ára gamlir, þegar þeir frömdu þjófnaðinn og voru þeir allir búsettir á staðnum í þann tíð. Nú var einn þeirra fluttur norður í land og brugðu lögreglumenn- irnir sér norður til að yfirheyra manninn. Ennfremur var upplýst innbrot i Hafnarbúðina á Rifi i desember 1974, en þar var litlu stolið en mjög miklar skemmdir unnar í verzluninni. Tveir fyrrnefndra þriggja pilta áttu hlutdeild i þessu máli auk tveggja annarra pilta á svipuðu reki. Kærumálið gegn Alfreð sent ríkissaksóknara RANNSÖKN vegna kærunnar á hendur Alfreð Þorsteinssyni borgarfulltrúa er lokið hjá saka- dómi Reykjavíkur, að þvi er Þórir Oddsson deildarstjóri hjá Rann- sóknarlögreglu ríkisins tjáði Mbl. í gær. Átti að senda saksóknara niálið til afgreiöslu í gær. Styrktarfélag vangef-1; inna á Austurlandi fær 1 m. kr. að gjöf TÍZKUVERZLUN UNGA FÓLKSINS m WKARNABÆR Laugaveg 20. Laugaveg 66. Austurstræti 22. Glæsibæ. Simi 28155

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.