Morgunblaðið - 20.12.1977, Blaðsíða 4
4
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 20. DESEMBER 1977
blAA AK
28810
car rental 24460
biialeigan
GEYSIR
BORGaptijni 24
i
LOFTLEIDIR
H 2 11 90 2 11 38
Hópferðabílar
8—50 farþega
Kjartan Ingimarsson
Slmí 861 Ö5, 32716
® 22*0*22-
RAUOARÁRSTÍG 31
V_____ —-------/
Innilegar þakkir til allra þeirra
sem glöddu mig á 90 ára afmæli
mínu 29 nóvember s.l.
Ég bið guð aö blessa ykkur öll
um jólin og á komandi árum.
Elín Jóhannsdótt/r,
Baugstöðum.
Silfur
og gull
skartgripir
LAPPONIA
C3
Kjartan
Ásmundsson
Aðalstræti 8
Útvarp Reykjavík
ÞRIÐJUDKGUR
20. desember
MORGUNNINN
7.00 Morgunútvarp. Veður-
fregnir kl. 7.00, 8.15 og 10.10.
Morgunleikfimi kl. 7.15 og
9.05. Fréttir kl. 7.30, 8.15 (og
forustugr. dagbl.), 9.00 og
10.00.
Morgunbæn kl. 7.50.
Morgunstund harnanna kl.
8.00: Arnhildur Jónsdóttir
les ævintýrið um „Aladdín
og töfralampann" í þýðingu
Tómasar Guðmundssonar
(8). Tilkynningar kl. 9.15.
Þingfréttir kl. 9.45. Létt lög
miili atriða.
Aður fyrr á árunum kl. 10.25:
Ágústa Björnsdóttir sér um
þáttinn.
Morguntónleikar kl. 11.00:
Maurice André og Kammer-
sveitin í Múnchen leika
Trompetkonsert í D-dúr eftir
Franz Xaver Richter; Hans
Stadlmair stj. / Jost
Michaels leikur með sömu
hljómsveit Klarínettukon-
sert nr. 3 í G-dúr eftir Johann
Melchior Moltar / Kammer-
sveitin í Zúrieh leikur
Concerto grosso í a-moll nr. 4
op. 6 eftir llándel; Edmond
de Stout/. stjórnar.
12.00 Dagskráin. Tónleikar.
Tilkynningar.
SÍÐDEGIÐ
12.25 Veðurfregnir og fréttir.
Tilkynningar. Við vinnuna:
Tónleikar.
14.40 Hvers vegna próf?
Gunnar Kristján'sson tekur
saman þáttinn.
15.00 Miðdegistónleikar.
Suisse Romande hljómsveit-
in leikur „Veiðimanninn út-
skúfaða“, sinfónískt Ijóð eft-
ir César Franck; Ernest
Ansermet stj. NBC- sinfóntu-
hljómsveitin leikur
„Siegfried Idy 11“ eftir Rich-
ard Wagner; Arturo Tosc-
anini stj. Isaac Stern og Sin-
fóníuhljómsveitin í Fíladelf-
fu leika. Fiðiukonsert nr. 1 í
g-moll op. 26 eftir Max
Bruch; Eugenc Ormandy stj.
16.00 Fréttir. Tilkynningar.
(16.15 Veðurfregnir).
16.35 Popp
17.30 Litli barnatfminn. Finn-
borg Scheving sér um tím-
ann.
17.00 Að tafli. Jón Þ. Þór flyt-
ur skákþátt og efnir til jóla-
getraunar. Tónleikar. Til-
kynningar.
18.45 Veðurfregnir. Dagskrá
kvöldsins.
19.00 Fréttir. Fréttaauki. Til-
kynningar.
ÞRIÐJUDAGUR
20. desember 1977.
20.00 Fréttir og veður
20.25 Auglýsíngar og dagskrá
20.40 Landkönnuðir. Leikinn,
breskur heimildamynda-
flokkur. I.okaþáttur. Kristó-
fer Kólumbus (1451—1506).
Þegar líða tók nær lokum
fimmtándu aldar, vissi hver
sjómaður, að jörðin er hnött-
ur. Evrópumcnn hugðu gotl
til glóðarinnar að geta kom-
ist til Asíu úr vesturátt. Með
þvf móti þyrftu þeir ekki að
óttast hina herskáu múham-
eðstrúarnienn i Austurlönd-
um nær. Árið 1492 tókst sa*-
faranum Kólumbusi, sem
fa>ddur var á ltalíu, að telja
spænsku konungshjónin á
að gera út leiðangur til þess
að finna vesturleiðina. Þýð-
andi og þulur Ingi Karl
Jóhan nesson. Þulur ineð
honum Ingi Karl Ingason.
21.35 Sjónhending. Erlendar
myndir og málefni. Umsjón-
armaður Sonja Diego.
22.00 Sautján svipmyndir að
vori. SoVéskur njósna-
myndaflokkur f tólf þáttum.
5. þáttur. Efni fjórða þáttar:
Yfirmaður Stierlitz f lög-
reglunni kemst að fyrirhug-
uðu viðtali hans við Himml-
er. Hann þykist sjá sér leik á
borði, þegar hann fær veður
af samsa*ri Stierlitz og
prestsins, sr. Schlag. Prest-
urinn fa*r því að fara
óhindrað til Sviss. Mannin-
um, sem rannsakar inál
Stierlitz, þ.vkir grunsamlegt,
hvernig prcstinum var
sleppt úr haldi, og ákveður
að hefja leit að njósnaran-
um, sem Stierlitz skaut. Þýð-
andi Ilallveig Thorlaeius.
23.15 Dagskrárlok.
KVÓLDIÐ
19.45 Rannsóknir í verkfræði-
og raunvfsindadeild Háskóla
Islands. Oddur Benediktsson
dósent talar um rannsóknir
og kennslu í rafreiknifræði.
20.10 Fantasfa appassionata
op. 35 eftir Henri
Vieuxtemps. Charles Jongen
leikur á fiðlu með Sinfónfu-
hljómsveitinni í I.iége;
Gérard Cartigny stjórnar.
20.30 Utvarpssagan: „Silas
Marner“ eftir George Eliot.
Þórunn Jónsdóttir þýddi.
Dagný Krist jansdóttir les
(13).
21.00 Kvöldvaka
a. Einsöngur : Guðrún Á
Símonar syngur fslenzk lög.
b. Við Hrútafjörð. Guðrún
Guðlaugsdóttir talar við Jón
Kristjansson fyrrum bónda á
Kjörseyri; — síðari viðtals-
þáttur.
c. Sungið og kveðið. Þáttur
um þjóðlög og alþýðutónlist í
umsjá Njáls Sigurðssonar.
d. I gegnum öræfin.
Guðmundur Þorsteinsson frá
Lundi flytur ferðasiigu frá
1943.
e. Kórsöngur: Karlakór
Reykjavfkur syngur fslenzk
lög. Söngstjóri: Sigurður
Þórðarson.
Orð kvöldsins á jólaföstu.
22.30 Veðurfregnir. Fréttir.
Harmóníkulög. Heidi Wild
og RenatoBui leika.
23.00 Á hljöðbergi:
Listgreinin Iftilsvirta. Gerald
Moore sjallar í léttum dúr
um ánægju og raunir undir-
leikarans og stráir um sig
dæmum.
23.35 Fréttir. Dagskrárlok.
% í kvöld klukkan 20.40 er í sjónvarpi lokaþáttur
„Landkönnuóa“, og fjallar þátturinn um Kólumbus
og landafundi hans. Kólumbus lét úr höfn árið 1492
staðráðinn í að finna vesturleiðina til Austurlanda,
og opna þar með Evrópubúum nýja leið þangað.
Þýðandi og þulur myndarinnar í kvöld er Ingi Karl
Jóhannesson, en þulur með honum er Ingi Karl
Ingason.
Hvernig er að
vera undirleikari?
í ÞÆTTINUM „á Hljóð-
bergi“ í kvöld mun Bret-
inn Gerald Moore spjalla
í léttum dúr um raunir
og ánægju undirleikar-
ans og strá um sig dæm-
um.
Gerald Moore er fædd-
ur laust fyrir aldamót í
Englandi. Hann byrjaði
ungur að læra á píanó, og
16 ára gamall fór hann í
sitt fyrsta tónleikaferða-
lag. Hann hefur spilað
undir hjá flestum þekkt-
ustu söngvurum heims,
og leikið á listahátíðum í
Edinborg, Salzborg, Hol-
landi og Granada, svo
dæmi séu nefnd. Moore
hefur einnig komið fram
í sjónvarpi og útvarpi, og
haldið fyrirlestra um tón-
list
Moore fékk árið 1951
verðlaun fyrir framlag
sitt til kammertónlistar,
en hann hefur einnig
fengið hljómplötuverð-
laun.
Hann hefur skrifað
fjórar bækur, þar af
þrjár um starf sitt og
eina um sönglög Schu-
berts.
Þátturinn í kvöld hefst
klukkan 23.00 og umsjón-
armaður hans er Björn
Th. Björnsson.
Ferðasaga frá 1943
í kvöldvöku í kvöld
KLUKKAN 21.00 í kvöld
er að venju kvöldvaka i
útvarpi. Hún hefst á þvi
að Guðrún Á. Símonar
syngur íslenzk lög við
undirleik Guðrúnar
Kristinsdóttur, sem spil-
ar á píanó.
Þá ræðir Guðrún Guð-
laugsdóttir við Jón
Kristjánsson, fyrrum
bónda á Kjörseyri viö
Hrútafjörð. í kvöld verð-
ur fluttur síðari viðtals-
þátturinn.
Næst er þáttur um
þjóðlög og alþýðutónlist í
umsjá Njáls Sigurðsson-
ar, og nefnist hann sung-
ið og kveðið.
Guðmundur Þorsteins-
son frá Lundi flytur svo
ferðasögu frá 1943 sem
hann kallar „í gegnum
Öræfin“.
Síðast á kvöldvöku í
kvöld er kórsöngur.
Karlakór Reykjavíkur
syngur íslenzk lög, en
söngstjóri er Sigurður
Þórðarson.