Morgunblaðið - 20.12.1977, Síða 11
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 20. DESEMBER 1977
11
Áhugi fyrir vegagerd
Varðandi almenna vegagerð
hefur verið sagt, að ekki sé það
ofverk okkar að standa undir
henni sjálf. Þetta er alveg rétt, en
hvers vegna gerum við það þá
ekki?
Meira að segja hefur nýlega
verið sýnt fram á, að endurlagn-
ing aðalvega landsins sé ekki
hlutfallslega meira átak en mal-
bikun meiri hluta gatna í Reykja-
vík var á sinum tíma. Með núver-
andi framkvæmdahraða mun
samt taka eina til ivær aldir að
bæta aðalvegina, sem vel mætti
gera á 10—15 árum. Er nokkur
furða þótt almenningur fyllist
vonleysi urn framgang ntálsins?
En þetta vonleysi stafar miklu
frekar af skorti á pólitiskri
forystu heldur en fjármagni. Má
það furðulegt heita, eins og þörf-
in er mikil og áhugi almennur, að
enginn flokkur skuli hafa tekið
þetta innra landhelgismál byggð-
anna upp á sína arma. Þótt þeir
hafi ekki séð sóma sinn i því,
hefðu þeir átt að sjá hag sinn i
því.
Reykvikingar hafa mikinn
áhuga á því, að þjóðvegirnir kom-
ist af miðaldastigi og ekki þarf að
efa áhuga annarra landsmanna,
sem hafa margfaldra hagsmuna
að gæta í samgöngumálum. Enda
bendir margt til þess að góðvega-
gerð sé raunhæfasta byggðastefn-
an.
Þeir sem halda þvi frant að sið-
gæðisvitund þjóðarinnar fari
minnkandi vegna krafna um
utanaðkomandi úrbætur í vega-
málunum ættu að beita sér fyrir
því að þjóðarstoltið verði endur-
reist með okkar eigin fjármagni,
eöa réttara sagt með hluta af
álögunum á bílaeigendur. Þetta
kostar hvort eð er ekki nema
50—60 milljarða króna samtals á
svo sem 10—15 árunt. En fram-
kvæmdaáætlun verður að gera
strax, svo að allir viti hvenær
kemur að þeirra landshluta. Þessi
upphæð innifelur þó ekki al-
mannavarnarvegina, sem rætt var
um hér að framan. Unt þá verður
deilt áfram, en vonandi finnst
lausn áður en nokkuð alvarlegt
kemur fyrir.
fyrir veiðar nieð því veiðarfæri.
Starfandi eru nú á Raufarhöfn
þrjár saltfiskverkanir fyrir ulan
saltfiskverkun frystihússins.
Afkoma skuttogarans Rauða-
núps hefur verið sæmileg miöað
við úthald. Tafir urðu á veiðum í
einn rnánuö vegna þess að veriö
var að ganga frá flotvörpubúnaði
í hann, en síðan bættust 10 dagar
við þetta stopp vegna galla sem
fram kom í flotvörpubúnaðinum.
Þá stöðvaðist Rauðinúpur í sjö
daga vegna ákvarðana sjávarút-
vegsráðherra og !ó mánuöur fór í
slipp vegna árlegs viðhalds.
Rauðinúpur kemur til með aö
landa rúmum tvö þúsund tonnum
hér í heimahöfn á árinu. Utan
heimahafnar landar hann um
500—600 tonnum, svo sem vegna
yfirvinnubanns o.fl.
Afkoma frystihússins er með
því lélegasta sem ' þekkzt hefur
hér, ef til vill aðallega vegna fyrr-
nefndra frátafa Rauðanúps.
Stærstu vandantál hússins eru
toppar sem myndast i afla. Togar-
inn er úti i um 10 daga og kemur
þá með þetta 65—130 tonn sem
þarf að vinna á 5 dögum. Af þessu
skapast 'mikil næturvinna vegna
fólksfæðar í húsinu, kannski sú
mesta yfirvinna sem þekkist í
þessum iðnaði i dag. Höfuðvanda-
málið eru þó 4—5 mánuðir að
hausti og fyrripart vetrar. Þá er
svo til eingöngu um hráefni frá
Rauðanúp að ræða. Korna þá tals-
verðar eyður í vinnsluna, eyður
sem að sjálfsögðu mætti brúa með
öðrum togara. Kærni annar togari
inn á þetta svæði mundi hann um
leiö þjóna nágranna okkar, sem er
Þórshöfn. Þórshöfn hefur einn
togara sem illa gengur að halda
úti vegna síendurtekinna bilana,
eins og alþjóð veit. Kæmi hingað
annar togari væru þrir togarar á
svæðinu, en það skapaði jafnari
aðkomu hráefnis i frystihúsunum
á Raufarhöfn og Þórshöfn.
Hér er nú hið bezta veður og
allir þorpsbúar komnir í jólaskap.
Helgi
Austurstræti
tvíhnepptur
Marks og Spencer
Flauelsjakki
snið; Au Délá
Marks & Spencer
Skyrta
Boswell