Morgunblaðið - 20.12.1977, Side 15
IVTORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 20. DESEMBER 1977
15
Gréta
Sigfúsdóttir
CJÁT DTC T TH?C!TDT
oULí rvlð 1 VJCiðlltl
Noróur er nú uppeftir, suður nióureftir, austur er tii
hægri og vestur er til vinstri — eða öfugt. Svo er jafnvel
komið að sól ris í vestri. Þannig lýsir Gréta siðgæðisvit-
und okkar. Hún sýnir okkur stéttamismun, vafasama
viðskiptahætti, pólitfskan ioddaraleik og siðspillingu.
NV VERZLUN — Hornið heitir ný verzlun, sem opnuð var í vikunni
sem leið við hliðina á Nýja kökuhúsinu við Vallartorg. Þar eru á
boðstólum tóbaksvörur ýmiskonar, sælgæti, snyrtivara fyrir karlmenn
og ýntiskonar varningur fyrir ferðafólk. Hér er eigandinn, Halldór
Svavarsson, i hinni nýju verzlun sinni.
Hringbækur
75 ára í dag:
Bjöm Jónsson, hrepp-
stjóri, Bæ, Höfðaströnd
I dag, 20. desember, er Björn
Jónsson, hreppstjóri, Bæ, Höfða-
strönd, 75 ára.
Björn er fæddur og uppalinn á
Bæ og hefur búið þar stórbúi allt
til síðustu 12 ára, er sonur hans
Haukur tók* við búlnu af foreldr-
um sinum. Kona Björns er Kristín
Kristinsdóttir. Þau giftust árið
1926 og taka við búi af foreldrum
Björns ári seinna. Börn þeirra
hjóna eru 7 og eitt fósturbarn,
systursonur Kristínar, Reynir,
sem nú býr að Bæ.
Björn tók við hreppstjórastarfi
af föður sínum, Jóni Konráðssyni,
og gegnir því embætti ennþá.
Þá hafa Birni verið falin ótal
mörg trúnaðarstörf fyrir sveit
sina og sýslu sem of langt væri
upp að telja. Hann hefur ætíð frá
skólaárum verið mikill áhuga-
maður um uppbyggingu Hóla í
Hjalfadal og viljað veg Hóla sem
mestan sem og Skagafjarðar í
heild.
Björn er fróður maður á margar
gamlar sagnir og hefur á seinni
árum gert talsvert af þvi að skrá
niður ýmsar sagnir og örnefni,
sem annars mundu falla í
gleymsku, m.a. í Lesbók. Eflaust
er þar margan fróðleik að finna
sem og i dagbókum hans, sem
hann mun hafa skráð i flest sem
gerst hefur á hverjum degi frá 18
ára aldri.
I fjölda ára hefur Björn verið
fréttamaður Morgunblaðsins i
Austur-Skagafirði, og að dómi
okkar starfsmanna blaðsins, er
hann meðal okkar bestu ntanna í
þeint efnum. Starfsfólk Morgun-
blaðsins óskar honum og fjöi-
skyldu hans gæfu og gengis á
þessum tímamótum ævinnar og
þakkar gott samstarf á liðnum
árum.
Lifðu heill um ókomin ár.
A. HANS OG GRÉTA
Myndskreyting: Mary McCain
B. STlGVÉLAÐl KÖTTURINN
Myndskreyting: Karen Avery.
Báðar bækurnar hannaðar og
framlciddar af Intervisual
Communications, Inc. Prentaðar
og bundnar hjá Carvajal SA.,
Cali, Columbíu, S-Ameríku.
Étgefandi: Örn ogÖrlygur.
Slíkar bækur hefi ég ekki séð á
íslenzkum markaði fyrr, og fagna
því að ungir lesendur eiga þeirra
nú kost. Þetta eru fyrst og fremst
ntyndabækur, lesmál nánast stikl-
ur inní heim myndanna, enda er
þvi ákaflega þröngur stakkur
skorinn, erfitt að koma þvi fyrir.
Lesmál slikra bóka þyrfti að vera
prentaö stórum stöfum og skýr-
um, hástafir myndu hæfa bezt, en
hvernig í ósköpunum ætti að
koma þeim fyrir? Kannski væri
það lausn að prenta sögurnar sér,
t.d. framan við, og hafa síðan að-
eins úrdrátt i myndatexta. Úr-
drátturinn og myndirnar myndu
mana skoðandann t.þ.a. kynna sér
söguna alla. Það væri gaman að
Gísli J.
Ástþórsson
FÍFA
Skáldsagan Fífa er háðsk nútímasaga, ádeilusaga og ástar-
saga. Hún segir frá Fífu ráðherradóttur, sem neitar að
gerast þátttakandi í framakapphlaupi föður síns, og gerir
yfirleitt allt andstætt því sem faðirinn hefði kosið.
OG HVERNIG A AÐ TAPA ÞEIM
Hvers Konar starfsemi fer fram innan veggja erlendra
sendiráða i Reykjavík og hvert er hlutverk sendiherr-
anna? Lesiö berorða iýsingu Sir Andrews Gilchrists
fyrrum sendiherra Breta á íslandi á samskiptum hans
við forystumenn þjóðarinnar á dögum þorskastríósins
mikla 1958—60.
Sir Andrew
Gilechrist
Bðkmenntir
eftir SIGURÐ HAUK
GUÐJÓNSSON
sjá slíka bók unna af íslenzkum
listamönnum, kannski fyndu þeir
lausn á érfiðum vanda, þeim að
myndir og lesmál réttu bæði
hendursínar móti ungum vinum.
Báðar eru bækurnar listilega
vel teiknaðar, og settar saman af
miklum hagleik. Flötur venju-
legra prentmynda er rofinn,
þannig að þegar barnið handfjall-
ar bækurnar, þá hreinlega sér það
inni hús og skóg, dýr koma í ljös,
og ungum huga er auðvelt að lifa
sig inní atburðarás ævintýranna.
Skemmtileg nýbreytni. Þökk
fyrir.
Gylfi
Gröndal
Cyiii Gnnulal
I^egar bam fæóist
Endunninningar
llvlgn M Nidsdottur IjosiiMiöur
t>EGAR BARN
FÆÐIST
endurminningar Helgu Níelsdóttur ljósmóður. Helga
þorir að standa á eigin fótum í þjóðfélagi þar sem
karlmenn ráða ríkjum. Hún hefur meðal margs annars
tekið á móti 3800 börnum um dagana. Helga segir her
hispurslaust frá því sem fyrir hana hefur borið.
Jónas
Rafnar
EYFIRZKAR
SAGNIR
Skrásettar af Jónasi Rafnar yfirlækni fjalia um drauga
og mennska menn í Eyjafirði um síðustu aldamót.
Þessar sögur glitra af kímni og fyndni auk þess sem þær
varðveita merkilegar þjóðháttalýsingar.
Hallberg
Hallmunds-
son
NEIKVÆÐA
Sérstæð ljóðabók, fersk, listræn og forvitnileg. Trega-
blandin þrá til ættjarðarinnar á sterk ftök í þessu skáldi,
sem dvalizt hefur langdvölum erlendis.
(Æ
Almenna bókafélagið
Austurstræti 18, Bolholti 6,
slmi 19707 sfmi 32620