Morgunblaðið - 20.12.1977, Síða 16
16
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 20. DESEMBER Í977
Eggert G. Þorsteinsson í þingræðu:
Tillitsemi og
sannsýni opin-
berra aðila þarf
til að koma
— eigi að vera unnt að reka endurhæfingar-
stöð Styrktarfélags lamaðra og fatlaðra áfram
Hér fer á eftir þingræóa, sem
Eggert G. Þorsteinsson flutti við
umræóur um fjárlög í síðustu
viku.
Herra Forseti. Þrátt fyrir all-
margra ára veru mína hér á hv.
Alþingi þá munu þskj. bera þess
vitni, að ég hafi ekki um of tafið
umræðu um fjárlög eða einstaka
liði þeirra. Svo stendur nú á þó,
aó ég tel rétt að segja hér örfá orð,
þá ekki síst í framhaldi þeirra
umræðna sem fram hafa farið nú
um sérstakan málaflokk, sérstök
vandamál, hóps manna í landinu,
,sem lítt á þess kost að mæla fyrir
sínum málum, þ.e.a.s. vandamál
hinna lömuóu og fötluðu. Við lok
mænuveikifaraldursins hér fyrir
um það bil 25—27 árum síðan
voru stofnuð samtök, þ.e.a.s.
Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra
hér í Reykjavík og í kjölfar þeirr-
ar félagsstofnunar nokkur önnur
félög, sem hliðstæó verkefni
höfðu með höndum og það var að
safna saman því fólki, sem áhuga
hefði á að leysa vanda þess fólks,
sem í þessi veikindi hefði ratað og
aðstoða það við að fá þá læknis- og
hjúkrunarmeðferð, sem nauðsyn-
leg verður talin.
Styrktarfélag lamaðra og fatl-
aðra átti á sl. vetri 25 ára starfsaf-
mæli og komu þá fram í fjölmiðl-
um mjög rækilega þau afrek, sem
unnin hafa verið við, allt það
sjálfboðastarf, sem á vegum
félagsins hefur verið unnið allt
frá fyrrnefndum mænuveikifar-
aldri, sem ég áðan nefndi. Hér
hefur fyrst og fremst verið um
það að ræða að fórnfúsar hendur
hafa lagt fram ómælda fyrirhöfn
og fjármuni og hefur þar ekki
greint á um aldursflokka manna,
karla og kvenna, allt frá barna-
hlutaveltum upp til þess að sam-
tökin hafa erft eignir hins eldra
fólks sem kynni hafa haft af þess-
um sjúkdómi, hefur verið megin-
burðarásinn í fjáröflun þessara
samtaka. Eina viðurkenningin af
hálfu þess opinbera á starfi þessa
fólks hefur verið svonefnt eld-
spýtnagjald, sem lengi vel lék á
100—200 þús. kr., en var nú fyrir
4 árum endurskoðað með þeim
árangri, að það hefur gefið í tekj-
ur til samtakanna um það bil 2
millj. eða 2,2 millj. á s.l. ári. Allir
sjá, að með 50—60 millj. kr. veltu
vegur þessi aðstoð þess opinbera
ekki þungt. Ennþá er stuðst við
þá sömu burðarása og í upphafi,
þ.e.a.s. frjálst vinnuframlag og
frjáls fjárframlög einstaklinga og
félagasamtaka úti um land allt og
hefur þó stærsti aflgjafinn þar
verið svonefnt simahappdrætti.
Félagið barðist fyrir því að
koma yfir starfsemi sína húseign.
Þess ber að geta, sem gert hefur
verið, að s.l. 4 ár hefur Alþingi
stutt afborganir af þessari hús-
eign með 1 millj. kr. á fjárl. Þetta
var hús upp á 20 millj. kr. að
verðmæti, sem jafnframt hefur
verið barist við að reyna að halda,
þó að öll rök séu með því að brýna
nauðsyn beri til að stækka þetta
húsnæði með viðbótartryggingu,
hefur þess ekki verið kostur á
þessu 5 ára tímabili, að hefja
framkvæmdir vegna fjárskorts.
Ég segi, nauðsynin á því að hefja
framkvæmdir og styð hana með
aðeins einni setningu, að s.I. 7 ár
hefur biðlistinn eftir sjúkrameð-
ferð á endurhæfingarstöð félags-
ins að Háaleitisbraut 13 verið frá
120—190 manns, sem biða hafa
orðið eftir meðferð misjafnlega
langan tíma, vegna þess að reynt
hefur verið að skjóta fram fyrir í
röðina þeim sjúklingum, sem
brýnasta þörf hafa haft hverju
sinni.
Við horfumst í þessu félagi í
dag í augu við þá staðreynd, að
komi ekki verulega til tillitssemi
og sannsýni af hálfu þess opin-
bera, þá muni innan örfárra mán-
aða þurfa það sama að koma yfir
þessa starfsemi sem hefur á orðið
um Rauða kross tslands. Eins og
ég áðan sagði er starfsemi félags-
ins borin uppi af frjálsum fram-
lögum einstaklinga, hundruðum
og jafnvel þúsundum manna í
sambandi vió happdrættið, þrátt
fyrir þá mikilvægu aðstoð munum
við horfast í augu við að loka
verður þessari endurhæfingar-
stöð líkt og Rauða kross spitalan-
um, sem fréttir hafa verið um
þessa dagana. Það er ekki
nægjanleg skýring á þessu efni,
SKEMMTARINN
Undratækið frá
KO BALDWIN
er jólagjöf
allrar fjölskyldunnar
Hljóðfæraverzlun
PÁILMNÍS dR
Borgartúni 29 Sími 32845
Labba
hertu þig
LABBA HERTU ÞIG
Ilöfundur: Merri Vik
Þýðing: Gísli Ásmundsson
Gerð: Prentsmiðjan Leiftur hf.
Utgefandi: Prentsmiðjan Leiftur
hf.
Þetta er einkar skemmtileg
saga af 13 ára telpu, sem fær ekki
skilið, aö ein af kröfunum fyrir
inngöngu i raðir fullorðinna er
kunnátta í meðferö léttra talna.
Hún fellur á vorprófi og verður
aö lesa til haustprófa. Þaó er
henni huggun, að hún er ekki ein,
heldur er fallislinn Jónas þján-