Morgunblaðið - 20.12.1977, Qupperneq 29
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 20. DESEMBER 1977
33
ÁSBJÖRN ÓLAFS-
SON STÓRKAUP-
MAÐUR - MINNING
Ásbjörn Ólafsson, stórkaup-
maður, andaðist í Landspitalan-
um að kvöldi dags. 13. desember
s.l. En hann átti við erfið veikindi
að stríða síðustu árin, sem hann
lifði. Sjálfsagt hefur hvíldin verið
honum kærkomin, enda starfsork-
an með öllu þorrin.
Hinu er ekki að leyna, að ætið
fylgir því saknaðarkennd, þegar
vinir kveðja fyrir fullt og fast,
sem eru manni nátengdir í lífi og
starfi.
Ásbjörn Ólafsson var fæddur í
Keflavík 23. ágúst árið 1903. For-
eldrar hans voru sæmdarhjónin
Ólafur Ásbjarnarson, ættaður frá
Innri-Njarðvík, og Vigdís Ketils-
dóttir, ættuð frá Kotvogi í Höfn-
um.
Foreldrar Ásbjarnar eignuðust
alls sex börn, og var hann næst
yngstur. Hin eru talin eftir aldri:
Gunnar, Ingveldur, Halldóra,
Unnur og Vilborg. Árið 1905 flytj-
ast foreldrar Asbjarnar til
Reykjavíkur, og eignuöust sitt
heimiii að Grettisgötu 26. En Ólaf-
ur faðir hans rak hér verslun um
langt árabil. Og heima hjá for-
eldrum sínum ólst Asbjörn upp
allt til fullorðins ára. Mér er tjáð
af kunnugum, að hann hafi þegar
í æsku verið mikill fyrir sér og
skemmtilegur, ávallt i forustuliði
sinna æskufélaga.
Asbjörn stundaði nám í Sam-
vinnuskólanum, og eftir þá skóla-
göngu hafði hann miklar mætur á
skólastjóranum Jónasi Jónssyni
frá Hriflu.
Ungur að árum fékk Asbjörn
áhuga á að skoóa sig um í heimin-
um. Hann sigldi fyrst til Noregs,
þá til Kanada og dvaldi þar um
skeið. Hann stundaði alls konar
störf, veiddi meðal annars upp
um ís á Winnepegvatni. Asbjörn
tjáði undirrituðum að þessi dvöl
sín vestra hefði orðið sér æði lær-
dómsrik, og stappaði í sig stálinu
að standa á eigin fótum. Það mun
hafa verið árið 1930, sem Ásbjörn
kom heim úr þessari ævintýra-
legu vesturför sinni, nánast
reynsluríkur heimsborgari.
Þá gerðist hann sölumaður hjá
Smjörlíkisgerðinni „Svanur", og
vann hjá því fyrirtæki til ársins
1933. Og næstu árin, eða til 1937,
verslaði hann í smásölu. En þá
stofnaði hann heildverslun As-
bjarnar Ólafssonar, og hefur rek-
ið það fyrirtæki allt til lokadags.
Fyrstu árin í smáum stíl, en ört
vaxandi frá ári til árs, uns það var
orðið með stærstu heildverslun-
um hérlendis. Asbjörn var óvenju
stórhuga og áræðinn kaupsýslu-
maður. Lífskraftur hans og bjart-
sýni var oft með ólíkindum.
Stundum hvarflaði að manni að
nú væri húsbóndinn all stórtækur
i vörupöntunum, en þegar til kom
reyndist hann hafa á réttu að
standa. Ásbjörn var harðskeyttur
fjáraflamaður, og sá öðrum
lengra, þegar viðskipti voru ann-
ars vegar.
Asbjörn Ólafsson heimsótti
margar þjóðir í sambandi við
starf sitt, og ekkert siður í Aust-
ur-Evrópu, því má með sanni
segja, að hann hafi ekki verið
síður heimsborgari en til að
mynda .stórskáldið Einar Bene-
diktsson, er hann dáði hvað mest
íslenskra skálda.
Asbjörn var löngu þjóðkunnur
fyrir rausnarlegar gjafir til
margra líknarstofnana. Hann
stofnaði einnig myndarlegan sjóð
til styrktar ungum læknum, og
var hann tileinkaður minningu
foreldra hans, og þannig mætti
lengi upp telja. Oftlega rétti hann
þ'eim peninga, sem máttu sin
minna í samfélaginu, án þess að
tiunda það í fjölmiðlum. Enda var
hann ekki svo hégómlegur, að það
væri honum sáluhjálp að auglýsa
þá fjármuni, sem hann rétti öðr-
um.
Ásbjörn Ólafsson var skarp-
greindur maður, vel lesinn og
fróður um margt. Það var oft
ánægjulegt að heyra hann segja
hressilega og skemmtilega frá
ýmsu bæði skoplegu og alvarlegu.
Hér áður fyrr var heimili As-
bjarnar oft likara hóteli en venju-
legu heimili, svo margir lögðu leið
sína þangað. Enda var ekki að
sökum, að spyrja, að hann veitti
gestum, bæði velkomnum og óvel-
komnum, af mikilli rausn. Hann
var að eðlisfari mjög gestrisinn.
En síðustu árin dró mikið úr þess-
ari feiknarlegu gestakomu af
skiljanlegum ástæðum.
Ásbjörn kvæntist Gunnlaugu
Jóhannsdóttur frá Kagaðarhóli í
A-Húnavatnssýslu. En þeirra leið-
ir skildu eftir fárra ára sambúð.
Þau eignuðust tvær dætur, þær
eru: Ólafía, gift Birni Guðmunds-
syni, sem lengi hefur unnið við
heildverslun tengdaföður sins. Og
Unnur Gréta, er vinnur við
embætti lögreglustjórans í
Reykjavík.
Fyrir um það bil tuttugu og
fimm árum réðst til Ásbjarnar
ung stúlka, Dagbjört Eyjólfsdótt-
ir. Og það er ekki að orðlengja
það, að þeirra sambúð hefur var-
að allt til þess er yfir lauk.
Dagbjört reyndist Ásbirni
ómissandi lífsförunautur, og þá
best er mest á reyndi í erfiðum
veikindum hans siðustu árin, sem
hann lifði.
Asbjörn reyndist sínu starfs-
fólki traustur og góður húsbóndi.
Og mér fannst hann ávallt reiðbú-
inn að veita fjárhagslega fyrir-
greiðslu, ef þannig stóð á, og um
var beðið.
Okkur, sem höfum unnið hjá
honum um áratugi, verður hann
ávallt minnisstæður sem mikill
drengskapar- og mannkostamað-
ur.
Öllu hans nánasta fólki votta ég
einlæga samúð.
Asbjörn Ólafsson var einlægur í
þeirri trú, að lif væri að loknu
þessu lífi. Reynist svo, vona ég að
lionum liði vel á næsta tilveru-
stigi.
Fadir lífs og Ijóss
loirti hann og blessi.
Gfsli Guðmundsson
Mér er í barnsminni að hafa
borið undrunarfulla lotningu fyr-
ir hinum ábúðarmikla afabróður
mínum, Ásbirni Ólafssyni, heild-
sala, þegar ég horfði á hann ganga
um gólf á Grettisgötu 2; hann var
finni í tauinu en flestir menn.
Siðar flutti liann heildverslun
sína í Borgartún 33. Þar var allt
jafnvel enn stærra í sniðum en á
Grettisgötunni foróum. Og þótt ég
væri nú orðinn mörgum árum
eldri, fannst mér ég oftar en ekki
vera bara lítill drengur í veröld
þessa frænda mins.
Asbjörn var fæddur suður i
Keflavík hinn 23. ágúst 1903,
næst yngstur af sex börnum hjón-
anna Ólafs Ásbjarnarsonar, kaup-
manns frá Innri-Njarðvík, sem
verslaði i Keflavik og síðar á
Grettisgötu 26 i Reykjavik, og
konu hans, Vigdísar Ketilsdóttur
frá Kotvogi í Höfnum. Voru þau
mikil sæmdarhjón og börn þeirra
hvert öðru stórbrotnara að allri
gerð. Systkinin lifa Asbjörn bróó-
ur sinn, en þau eru: Gunnar, afi
minn, Ingveldur, Halldóra, Unn-
ur og Vilborg.
Föðurforeldrar Asbjarnar voru
þau Ásbjörn Ólafsson, bóndi í
Innri-Njarðvik, og kona hans, Ing-
veldur Jafetsdóttir. En móðurfor-
eldrar hans voru Ketill hrepp-
stjóri og dannebrogsmaður Ketils-
son í Kotvogi í Höfnum og kona
hans, Vilborg Eiríksdóttir bónda
Ólafssonar frá Litla-Landi. Voru
báðir afar hans stórhuga fram-
kvæmdamenn á sinni tíð og
metnaðarfullir kirkjusmiðir hvor
á sínum stað og þó nágrannar.
Mun varla ofmælt, þótt sagt sé, að
Ásbjörn hafi hlotið í vöggugjöf
drjúgan skerf af bestu kostum
ættar sinnar.
Ásbjörn Ólafsson ólst upp í
foreldrahúsum, við mikið ástríki
beggja foreldra sinna. Nú eru
mörg ár síðan faðir hans lést, en
móður sina missti hann ekki fyrr
en fyrir fáum árum; var hún þá
hátt á tíræðisaldri. Unni hún Ás-
birni mikið, en hann var henni
jafnan ástúðlegur sonur. Sjálfur
minnist ég þess, hversu glaðlegt
andrúmsloft ríkti jafnan - á
Grettisgötu 26, á heimili þeirra
Halldóru Ólafsdóttur, systur As-
bjarnar, og manns hennar
Alexanders heitins Jóhannesson-
ar, en þar bjó Vigdis móðir þeirra
systkina alla ævi sína eftir að hún
brá þar sjálf búi, við framúrskar-
andi gott atlæti.
Ungur lagói Ásbjörn stund á
verslunarfræði í Samvinnu-
skólanum. Tunguntál lágu létt
fyrir honum, og átti það eftir að
konta sér vel síðar á ævinni, þegar
umsvif hins bjartsýna kaupmanns
kölluðu á margar ulanlandsreisur
til ýmissa landa. En Asbjörn var
ekki aðeins góður málamaður,
heldur eðlisgreindur vel og fjöl-
gáfaður, mikill unnandi fagur-
bókmennta, víðlesinn maður um
margt, sagnasjór svo að slíks
munu færri dæmi á síðari tímum
og frásagnargáfan nteð afbrigð-
um. Gamansemi hans og léttleiki í
lund öfluðu honunt vinsælda.
Að námi loknu lá leið Asbjarn-
ar út fyrir landsteinana. Hann
dvaldi í Noregi um skeið og síðan
í Kanada. Af þessum ferðum voru
margar góðar sögur. Ásbjörn taldi
alltaf þessa reynslu sína hafa ver-
ið næsta dýrmæta, enda ekki að
efa, að jafn skarpskyggnum
manni hefur utanlandsdvöl á
yngri árum orðið ótæmandi upp-
spretta nýrra sjónarmiða og við-
horfa, er seint og snemma komu í
góðar þarfir, ekki sist á við-
sjárverðum brautum marghátt-
aðra veraldarinnar umsvifa.
Framkoma Asbjarnar og fas allt
bar vitni viljasterkum heims-
manni.
Arið 1930 kom Ásbjörn aftur
heim til íslands. Hann var sölu-
maður hjá Smjörlikisgerðinni
,,Svanur“ í nokkur ár, stundaði
síðan eigin smásölu og stofnaði
loks Heildverslun Asbjarnar
Ólafssonar, sem hann rak með
landsfrægum glæsibrag til ævi-
loka. Allur verslunarrekstur hans
einkenndist af frumúrskarandi
atorku og útsjónarsemi, bjartsýni
og stórhug. Eri það mun ekki of-
mælt, þótt sagt sé, að óvenjulega
trygglynt og dugmikið samstarfs-
fólk öll þessi ár, hafi átt ólítinn
skerf í velgengni fyrirtækisins.
Síðla árs 1935 gekk Asbjörn að
eiga Gunnlaugu Jóhannsdóttur
frá Skúfi i Vindhælishreppi,
Austur-Húnavatnssýslu. Þau slitu
samvistum eftir stutta sambúð.
Dætur eignuðust þau tvær. Hin
eldri er Ólafía, gift Birni Guð-
mundssyni, og eiga þau 5 börn og
barnabarn. Hin yngri er Unnur
Gréta, og á hún einn son.
Fyrir aldarfjórðungi hófu þau
sambúð, Ásbjörn og Dagbjört
Eyjólfsdóttir, góð kona og hjarta-
hlý. Ég kom stundum til þeirra í
Borgartúnið og minnist þeirra
stunda með gleði og þakklæti.
Þarna fann ég, að ég og fjölskylda
mín voru velkomin, enda Asbjörn
og Dæja ákaflega barngóð bæði.
Og það fór ekki framhjá neinum,
hversu frábærlega vel Dæja
reyndist Ásbirni í erfiðum
veikindum hans siðustu árin. Ég
bið Guð að blessa hana, sem svo
mikið hefur misst.
Þegar Asbjörn varð sextugur,
skrifaði vinur hans, skáldklerkur-
inn séra Sigurður Einarsson í
Holti um hann afmælisgrein. Mig
langar til þess að ljúka þessum
minningarorðum með því að vitna
í hinn látna starfsbróður minn.
Séra Siguróur segir:
„Forn speki og ný reynsla
kenna það, að margur verður api
af aurum. Ekki hefur það sannast
á Ásbirni Ólafssyni, en er jafnsatt
fyrir þvf. Ásbjörn var a.m.k. jafn
mennskur, hispurslaus og
hégómalaus þegar hann fór að
telja eigur sinar í milljónum, eins
og áður, á meðan hann taldi þær í
tíköllum. Hann veit allra manna
best, hvers virði peningar eru, og
er manna fjölkynnugastur um
það, hvernig þeirra skal afla, en
hann hefur aldrei kunnað að
beygja lund sína fyrir jafnvel svo
göfugum Drottni, sem gull er, —
og máttugum. Hann þekkir þess
vegna manna best allan tónstig-
ann um það, hvernig losna megi
við peninga og er Ieikinn í því að
spila á hann upp og ofan. Hann
getur verið eyðslukló, fádæma
rausnarmaður, stórgjöfull hjálp-
ari einstaklinga og góðra málefna,
allt eftir því, hvað honum finnst
við eiga i hvert sinn, og óbrigðull i
raun að brjóstgæðum og trygg-
lyndi. Ég veit líka, að það fé, sem
hann hefur látið af hendi á þenn-
an hátt, skiptir milljónum nú tvo
siðustu áratugina. ..
Ásbjörn Ólafsson veit, að höfð-
ingja skal halda með nokkrum
kostnaði og horfir ekki í. Fagrir
munir, bækur, ríkmannleg húsa-
kynni, góðir hestar, fagur borð-
búnaður, góð vin, litríkar samvist-
ir manna, allt eru þetta sjálfsagð-
ir hlutir i augum Ásbjarnar, þeg-
ar hann vikur sér undan hinu
harða lögmáli sinnar daglegu
vinnu. Asbjörn Ólafsson á það til
að halda stórmannlegar veislur,
en fjöldi fasteigna og fljótandi
brúttólesta skipta ekki metorðum
í samkvæmum hans. Þar skipta
meiru viti bornar umræður, skyn
á skáldskap og fögrum hlutum,
mennileg orðsnilld eða einhver
persónuleg íþrótt, sem manni er
vegsauki að. Lífsreynsla og mann-
vit eru þar einnig gildir aógöngu-
miðar, jafnvel þó að reynslan sé
sótt niður fyrir fáguðustu þrep
borgaralegs tildurs og mannvitið í
það mótlæti lifsins, sem á rætur
sinar i eigin hrösurn og breysk-
leika. Asbjörn Ólafsson hefur orð-
ið svo skyggn af veraldargengi
sínu, að hann megnar að sjá slíka
menn og hafa samúð með þeim.“
Þannig skrifaði séra Sigurður í
Holti hinn 23. ágúst 1963, og ég
hygg, að Asbirni Ólafssyni verði
vart betur lýst en einmitt með
þessum orðum hins gáfaða vinar
síns. Svo mikið er víst, að í dag er
sjaldgæfur drengur kvaddur.
Gunnar Björnsson.
Sigríður Þorláksdóttir
tannsmiður - Minning
Sigriður var fædd á Melum á
Skarðsströnd 21. janúar 1886 og
lést 13. desember 1977 á deild
Borgarspítalans i Heilsuverndar-
stöðinni í Reykjavik.
Foreldrar hennar voru Þorlák-
ur Bergsveinsson hreppstjóri á
Melum og Jóhanna ívarsdóttir
kona hans. Þorlákur var sonur
Bergsveins Eyjólfssonar í Svefn-
eyjum og Katrínar Þorláksdóttur
frá Hvallátrum. Jóhanna var dótt-
ir Ivars Jónssonar bónda á Melum
og Hólmfríðar Jónasdóttur. Þor-
lákur var áður kvæntur Þor-
björgu Eggertsdóttur Oddssonar i
Fremri-Langey. Börn hans með
Þorbjörgu voru: Sveinbjörn, Egg-
ert, Þorbjörg og Grímur. En með
seinni konunni: Bei'gsveinn,
Hólmfriður, Ebenezer og Sigriður
sem var yngst.
Árið 1906 bjargaði Þorlákur
skipinu Sleipni og áhöfn þess,
sem lenti i óveðri á leið milli
Stykkishólms og Ólafsvíkur. I
þeirri slarkferð var Sigríður, þá
tvítug, með föður sínum, Ebenzer
bróður sínum og fleirum. Á þessu
skipi, Sleipni, var snillingurinn
Alexander Valentinusson, sem
sendi henni seinna þetta ljóð:
ÉK þakka þér þrek þitt og þreytu.
úr þrautum að leysa iiiík frá.
úr brinii af þrotinni fleytu.
úr bráðólmum freyðandi sjá.
Ég óska þér unað «#? yridi
um ÓTarna veraldar braut.
bið (iuð að burt frá þér hrindi
biili. sorg, mæðu ok þraut.
Sigríóur ólst upp á Melurn til 8
ára aldurs. Þá fluttu foreldrar
hennar í Rúfeyjar á Breiðafirói,
1894. Þar ólst hún upp þar til hún
fór til náms í Kvennaskólanum i
Reykjavfk og víðar. Ilún var
snemma framsækin, þyrst eftir að
læra til munns og handa, enda vel
gefin til sálar og líkama. Tann-
smíðar lærði hún hér heima og i
Danmörku. 1 Danmörku kynntist
hún tannsmið, Steinunni, föður-
systur Arna J. Árnasonar síðar
húsgagnasmíðameistara, sem var
við nám þar í landi á vegum Stein-
unnar föðursystur sinnar. Og fyr-
ir kynni Arna og Sigrfðar komst
ég að sem fyrsti nemi Arna í
húsgagnasmiði.
Aðalstörf Sigriðar voru tann-
smíðar fyrst og fremst, en einnig
inn á milli, verslunarstörf og
kennsla. Hún var mjög laginn
kennari, og fengunt við systkina-
börn hennar að njóta þess. A
seinni starfsárum Sigriðar ferðað-
ist hún til ýmissa þorpa og bæja
landsins og smiðaói tennur. á eig-
in vegum en með samþykki tann-
lækna.
Sigriður var mjög félagsl.vnd og
starfaði mikið fyrir slysavarnafé-
lög kvenna á Akureyri og í
Reykjavík, einnig i kvenfélaginu
Ilringnum, i Tannsmiðafélaginu,
og i Breiðfirðingafélaginu starf-
aði hún talsvert. Heiðursfélagi
Framhaid á bls. 30.
LEIGUFLUG, SJUKRAFLUG, VÖRUFLUG
UM LAND ALLT.
VÆNGIR h/f Reykjavíkurflugvelli, simar 26060, 26066