Morgunblaðið - 20.12.1977, Page 32
36
MOKGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 20. DESEMBER 1977
_AUJAMIA
,,\ þessari grein geri ég að umtalsefni efnistök og orðaval í bók Gylfa Þ.
Gíslasonar, Jafnaðarstefnunni, söguskýringar hans og umsagnir um bylting-
arsinna.
eftir HANNES GISSURARSON
Kenning stjórn-
máiamannsins
Mikill fengur er fyrir áhugamenn um
stjórnmál að fróðlegri bók Gylfa Þ.
Gíslasonar, Jafnaðarstefnunni, sem Al-
menna bókafélagið gaf út fyrir skömmu,
þó að stofn hennar, samnefnd bók Gylfa,
hafi reyndar komið út fyrir 28 árum hjá
Helgafelli. Gylfi er einn fárra íslenzkra
stjórnmálamanna, sem hægt er aö taka
alvarlega vegna þekkingar og vitsmuna.
Hann er fullgildur íbúi í hinum vest-
ræna menntaheimi, hagfræðingur að
mennt og stjórnmálamaður aö atvinnu,
kann skil á fræðilegum stjórnmálum og
hagnýtum. í bókinni segir stjórnmála-
maðurinn frá kenningu sinni, en seinna
vonandi frá framkvæmdinni. Of snemmt
er að fella dóm um stjórnmálaferil Gyifa
Þ. Gíslasonar, því að honurh er ekki
fulllokið. En frjálslyndir menn hljóta
flestir að telja hann á fyrra tímabili
hans, 1942 — 1959, lakari stjórnmála-
mann en á hinu síðara, 1959 — 1977.
Hann studdi ekki aðild Islendinga að
Atlantshafsbandalaginu 1949, lék hrá-
skinnaleik í varnamálunum með
Hermanni Jónassyni og Hannibal Valdi-
marssyni, felldi með öðrum formanni
Alþýðuflokksins, Stefán Jóh. Stefáns-
son, traustan Iýðræðissinna, 1952, átti
stóran hlut að Hræðslubandalagi Fram-
sóknarflokksins. og Alþýðuflokksins
1956, sem var ekki annað en tilraun til
þess að misnota kjördæmaskipunina og
vinstri stjórninni fyrri Í956 — 1958. En
hann lærði af þessum mistökum sínum,
og störf hans i viðreisnarstjórninni voru
til fyrirmyndar. Það er ekki ofmælt, að
Gylfi er sannur lýðræðissinni, ofbeldi og
ofstæki eru fjarri honum, hann er maður
málamiðlunar. Það er bæði kostur á hon-
um og galli, að hann hefur verið benti-
GYLFI Þ.
GÍSLASON:
fá til um stjórnmál. Ekki ber að íslenzka
orðin útlendu, heldur að finna íslenzk
orð um hugsunina, sem í þeim er falin,
þess vegna er orðavalsvandinn mikill.
Athugum Iausnir Gylfa. Hann notar orð-
ið „félagshyggja" um sósíalisma. Það er
ekki gott orð, því að skilmerkilegast er
að nota orðið „félag“ í upprunalegri
merkingu þess: samtök um einhver efna-
hagsleg markmið. Líklega er skynsam-
legast að nota íslenzk orð um sósíalisma
eftir samhenginu. Kalla má sósialisma
sem viðhorf, samúð með lítilmagnanum
og ósk um samhjálp allra manna, „sam-
hyggju" (og andstæðuna „mann-
skipulagshyggjunnar fyrir á 24 bls.
Hann segir réttilega, að skipulagshyggja
í nútimaskilningi hafi orðið til eftir iðn-
byltinguna, breytinguna úr lénsríkjum i
iðnriki, þegar opnir markaðir, verka-
skipting og viðskipti, komu til sögunnar.
„Sjálft fjármagsnkerfið var gagnrýnt, og
ýmsum hugmyndum skaut upp um nýtt
þjóðarskipulag, betra og réttlátara.
Þannig varð félagshyggjan (sósíalism-
inn) til. Hún varð til sem árangur af leit
að nýju þjóðskipulagi, sem leyst gæti
fjármagnskerfið af hólmi, skipulagi,
sem væri ekki eins ranglátt og miskunn-
arlaust og fjármagnskerfið, skipulagi,
sem útrýmdi fátækt og örbirgð, en færði
frelsi, jafnrétti og bræðralag.“ Tvær at-
hugasemdir ber að gera við þessa sögu-
skýringu. Hin fyrri er sú, að sagnfræð-
ingar og hagfræðingar hafa leitt rök að
þvi, að sú algenga söguskoðun sé röng,
að iðnbyltingin og stofnun markaðskerf-
is hafi fært verkalýð Vesturlanda
„hörmungar og neyð“, eins og Gylfi orð-
ar það á einum stað, þó að auövitað megi
segja sannar sögur af einhverju slíku.
Ég verð að láta það nægja í þessari grein
að visa til ritgerðasafnsins Markaðs-
kefisins og sagnfræöinganna („Capital-
ism and the Historaians“), sem hagfræð-
ingurinn og nóbelsverðlaunahafinn
Friedrich van Hayek ritstýrði. Seinni
athugasemdin er sú, að jafnaðarstefnan
varð til sem uppreisn gegn iðnbylting-
jtnni og frelsishreyfingunum á Vestur-
löndum — annað hvort sem afturhvarf
til grænna grunda miðaldasælunnar eða
sem „visindi" nýrra sælulanda. Hún
varð held ég, til vegna óttans við ábyrgð-
ina, sem er frelsinu samfara. Fyrstu
sósíalistarnir, St.-Símon og Fourier, voru
engir frelsisvinir. Og Karl Marx var ekki
frábitinn ofbeldi. Allir voru þeir óvinir
hins „opna“ kerfis Vesturlanda.
Óskyldir flokkar
jafnaðarmanna
Gylfi og aðrir þeir, sem ritað hafa um
gerð var málamiðlun kjaratrygginga
jafnaðarmanna og frelsistrygginga
frjálslyndra manna. Og þessir jafnaðar-
menn eiga ekki annað sameiginlegt með
St.-Simon, Marx, Bakúnín, Lenín og Maó
en nafnið. Þeir hafa skilið það — að visu,
ekki allir til fulls — að stéttabarátta og
kjarabarátta er sitt hvað, að kjör al-
mennings verða bezt bætt með samvinnu
stétta. Sósíalisminn er dauóur á Vestur-
löndum, þó að orðið sé enn notað. Til
vitnis um það eru samþykkt þýzka jafn-
aðarmannaflokksins i Bad-Godesberg
1959, þar sem sósíalismanum var í raun
hafnað, og „evrópukommúnisminn"
1977. „Evrópukommúnistarnir" eru að
taka undir þá gagnrýni jafnaðarmanna á
ráðstjórnina i austri, sem fyrst var
komið oröum að í kringum 1920, eins og
Gylfi bendir á. Jafnaðarmenn hafa gengt
og lokið sögulegu hlutverki sínu — að
rétta hlul vinnuafls í samningum vinnu-
afls og fjármagns, bæta samningsaðstöði
verkalýðs. Verkefni næstu áratuga eru
önnur. Gylfi gerir sér ekki fulla grein
fyrir þessu öllu, þvi er ágrip hans óskýr-
legt.
Byltingarstefnan
gagnrýnd
Ég get heils hugar tekið undir gagn-
rýni Gylfa á byltingarsinnaða sam-
eignarmenn, Marx, Lenín og sporgöngu-
menn þeirra. Hann hafnar kenningu
Marx sem óvísindalegri. Auðvitað blasir
það við öðrum en ofsatrúarmönnum, að
Karl Marx, sem gerði tilraun til að
greina iðnbyltinguna og stjórnmála-
breytingar vegna hennar á nítjándu öld-
inni, sagði ekki lausnarorðið i mannvís-
indum. 1 visindum á enginn einstakling-
ur Iokaorðið. Og kenningar Leníns um
ríki og byltingu gagnrýnir Gylfi einnig:
„I fyrsta lagi liggur þeim til grundvallar
algert vanmat á þeim skilyrðum sem
verkalýðurinn hefur til áhrifa í .lýð-
ræðisþjóðfélagi." Og „er það í öðru lagi
um þessar kenningar Leníns að segja frá
siðferðissjónarmiði, að þær grundvallast
á einræðishugarfari." Og hann spyr
JAFNAÐARSTEFNAN
stefnumaður í íslenzkum stjórnmálum
— kostur, vegna þess að hann er óbund-
inn af kreddum galli, vegna þess að hann
er reikull í rásinni, honum hættir til
lýðskrums. En ég tek fjöllynda henti-
stefnumenn eins og Gylfa Þ. Gíslason
fram yfir einlynda hugsjónamenn eins
og Brynjólf Bjarnason, Litla-Lenín ls-
lands, þó að ákjósanlegastir séu hinir
fjöllyndu hugsjónamenn. 1 þessari grein
geri ég að umtalsefni efnistök og orðaval
í bók Gylfa, söguskýringar hans og um-
sagnir um byltingarsinna, en i næstu
grein gagnrýni ég kenningu hans um
ríkið, réttlæti og lýðræði, reyni að svara
gagnrýni hans á markaðskerfið.
Efnistök og
orðaval
Jafnaðarstefnan er 154 bls. í henni
segir Gylfi sögu sósiálismans, lýsir
stjórnkerfi og hagkerfi i austri og vestri,
gagnrýnir markaðskerfið og alræðis-
skipulagið og greinir frá markmiðum og
leiðum sósíaldemókrata. Bókin er lipur-
lega skrifuð og læsileg, þó að stíllinn sé
ekki tilþrifamikill. En finna má að ýmsu.
Gylfi ofnotar kommur að þýzkum sið.
Sum orð, t.d. að „byggja" og „grund-
valla“, koma of oft fyrir: Hann segir, að
byggðar hafi verið margar vélar, en bet-
ur fer á því að segja, að smíðaðar eða
fundnar hafi verið upp margar vélar. Og
smekkleysislegt er að taka svo til orða:
„Hafa Júgóslavar byggt upp hagkerfi,
sem í ýmsum meginatriðum byggir á
sömu hugmyndum". Gylfi ræðir um aö
skoða eitthvað skilningi, en þaö hlýtur
að vera að skilja það skilningi. Hann
ræðir á einum stað um einkareksturs-
stefnu, en á öðrum stað ríkisrekstrar-
stefnu. Fleiri dæmi má tína til um ósam-
kvæmni og fljótfærni í yfirlestri. Prent-
villur eru einnig nokkrar. En orðavalið
skiptir meiru máli, íslenzk fræðiheiti er
hyggju"), sósíalisma sem aðferðarkenn-
ingu „skipulagshyggju" (og andstæðuna
„réttarstefnu“)Gylfi notar orðið „jafn-
aðarstefna“ um sósíaldemókratsima. En
jöfnuður er umfram allt réttlæti í fornu
máli og nýju, en ekki jafnstaða, eins og
sumir halda. Allir stefna að réttlæti,
ágreiningurinn er ekki um það, heldur
hitt hvert réttlætið sé. Orðið segir þess
vegna ekki til um neina skoðun, þó að
gera megi sósíaldemókrötum það til
geðs, að nota það. „Jöfnunarstefna" er
nákvæmlegra orð.
Gylfi kallar kapitalsima „fjármagns-
kerfi", en orðið „markaðskerfi" á betur
við merkinguna, þungamiðja hennar er í
markaðnum, frjálsum viðskiptum, en
ekki fjármagninu. Gylfi nefnir útípíu
ekki snilldarnafni Guðmundar Finn-
bogasonar, „staðleysu“, kallar
útópista,,draumóramenn“, en ekki „stað-
leysusinna", sem er betra orð og þjálla.
Hann hefur oftast útlenda nafnið
„Sovétríkin", um Ráðstjórnarrikin þó að
íslenzka orðið komi fyrir. Syndikalisma
íslenzkar Gylfi ekki, en hann mætti kalla
„samtakastefnu". Gylfi ræðir um alger-
an áætlunarbúskap (“total planning"),
en betra er að ræða um altækan áætlun-
arbúskap (sbr. víðtækan). Þessar lausn-
ir Gylfa eru allar aðfinnsluverðar að
mínu viti. Til þess er ekki tóm í þessari
grein að færa rök fyrir orðum mínum, en
miklu varðar, að gegnsæi íslenzkrar
tungu haldist og að orðnotkun sé ná-
kvæmnisleg í þessum fræðum.
Söííuskýringar Gylfa
Gylfi segir sögu skipulagshyggjunnar
frá St.-Simon til Galbaraiths, færir rök
fyrir henni og gagnrýnir andstæöinga
sína, kapítalista og kommúnista. Sögu-
ágrip hans er ófullkomið, enda er ekki
hægt að koma hinni viðburöartku sögu
sögu sósíalismans, hafa að mínu viti
stjórnast um of af oróunt Hvaö eiga allir
sósíalistarnir sameiginlegt annað en orð-
ið? Arangursríkara er til sögulegs skiln-
ings að greina þá, sem kallað hafa sig
„sósialista“, í fimm flokka sem eru
óskyldir í flestum efnum. Það er í raun-
inni sögulegt slys, að þeir hafa hlotið
sama nafnið. í einum flokknum eru St.-
Símon, Fourier, de Sade og fleiri utan-
veltumenn í upphafi nítjándu aldarinn-
ar, sumir veiklaðir á vitsmunum (de
Sade og St.-Simon, sem báðir voru mark-
greifar að tign og sósíalistar að sögn,
voru um tima vistaðir á sama vitfirringa-
hælinu). í öðrum flokknum eru þýzkir
heimspekingar, Marx, Engels og aðrir
slíkir, hálfærðir af hughyggju Hegels
(þó að þeir hefðu hausavixl á henni),
þeir gerðu „lögmál sögunnar“, sem eng-
in eru, að átrúnaðargoði sínu, umsköp-
uðu heiminn i hugum sinum. 1 þriðja
flokknum eru þeir, sem trúa á ofbeldi og
byltingar þeirra vegna, lifa og hrærast i
samsærum, klækjum og undirferli, koma
upp úr reykmettuðum kjöllurum sinutn
á óróatímum og hlaða götuvígi. í fjórða
flokknum eru þeir, sem nota sósíalism-
ann sern hentuga hugmyndafræði, hlaða
hugmyndafræðimúra í kringum sérrétt-
indi sín — „menntamenn" i háskólum
Vesturlanda, „hin nýja stétt“, sem völd-
in hefur í Austurlöndum. 1 fimmta
flokknum eru þeir, sem vilja bæta lifs-
kjör alþýöu á kostnað efnamanna, um-
bötamenn og lýðræðissinnar. Þeir hafa
fyrir löngu hafnað kenningu Marx og
skipulagshyggju aldamótamannanna. í
þessunt hópi eru norrænu verkamanna-
foringjarnir og Helmuth Sehmidt i
Þýzkalandi og James Callaghan á Eng-
landi. i honum er einnig Gylfi Þ. Gísla-
son. Þessir menn gengu til liðs við frjáls-
lynda menn aó lokinni síðari heimsstyrj-
öldinni i Norðurálfu, gerðu með þeim
tilraun, sem tökst. Reist voru farsældar-
ríki Vesturlanda úr styrjaldarrúsum,
þeirrar spurningar, sem skiptir rnestu
máli: „Þegar verkalýðurinn hefur í
stjórnarbyltingu fengið leiðtogum sínum
í hendur úrslitayfirráð fyrir ríkisvald-
inu, hvar er þá tryggingin fyrir því, að
þeir framkvæmi stefnu og hugsjónir
byltingarinnar?" Hún er hvergi, því að í
kosti lýðræðisskipulagsins á friðsamleg-
um stjórnarskiptum á nokkurra ára
fresti og skoðanaskiptum er eina trygg-
ingin. ,, Sú kenning, að í kjölfar afnáms
einkaeignarréttar á framleiðslutækjum
og allsherjarþjóðnýtingar muni allur
hagsmunaágreiningur hverfa og ríkið
líða undir lok, er og röng. Eftir sem áður
getur auðvitað verið um hagsmuna-
ágreining að ræða. Slíkan hagsmuna-
ágreining verður að jafna með lýðræðis-
aðferðum." Gylfi bendir einnig á ýmsar
athyglisverðar staðreyndir til stuönings
lýðræðishugsjóninni. Afköstin eru
minni i hagkerfi ráðstjórnarinnar en í
hagkerfi lýðræðisríkjanna og lífskjör al-
mennings lakari, um það vitna allar hag-
tölur. En fróðlegastur er samanburður
Kina og Indlands, sem bæði eru þróunar-
lönd. „I Indlandi hafa orðið verulegar
efnahagsframfarir, þótt þær hafi verið
óstöðugar og fátækt sé þar enn gifurleg.
„En „ýmsir sérfræðingar i málefnum
Kína hafa talið, að á áratugnum 1958 —
1968 hafi í raun og veru ekki átt sér stað
neinn hagvöxtur i Kinaveldi". Skýringin
er án efa sú, að kínverskir valdhafar
hafa stjórnað eftir kreddum, reyrt alla í
fjötra hugntyndafræðinnar, gert „menn-
ingarbyltingu", en ekki leyft almenningi
að gera lifskjarabyltingu. Annað er um-
hugsunarvert: Einræðisstjórnin
indverska féll eftir fáein ár, lýðræðis-
stjórn tók viö völdum. En fellur ein-
ræðisstjórn kínverja? Er kerfið lokaö
fyrir breytingum — umbótum? Gerir
það ekki gæfumun lýðræðisskipulagsins
og annars stjórnarskipulags, að í lýð-
ræðisskipulaginu geta ntenn breytt og
bætt?