Morgunblaðið - 20.12.1977, Qupperneq 35
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 20. DESEMBER 1977
39
hafi á þeim árum oft gefið þeim
sem minna máttu sin og lítið
höfðu. Greiðvikni hennar jókst
svo eftir þvi sem efnahagurinn
varð meiri og niunu margir minn-
ast höfðingsskapar hennar í þeim
efnum. Heimili hennar var hlý-
legt og vistlegt og mátti þar á
margan hátt eygja persónuleika
hennar.
Ekki alls fyrir löngu fór hún að
hafa orð á því, að hún þyrfti að
fara að koma jólagjöfunum frá
sér, þvi hana hefði dreymt fyrir
því, að hún ætti ekki langt eftir.
Búið var að ganga frá þessum
gjöfum svo og öðrum gjöfum, þeg-
ar hún lézt. Hún var ekki í rónni
fyrr.
1 stórri fjölskyldu er alltaf eitt-
hvað að gerast. Hún mundi öll
afmæli, unga fólkið giftir sig og
börn fæðast. Þessu fylgdist hún
öllu með og gaf viðeigandi gjafir.
90 eru afkomendur hennar og
af þeim 82 á lífi. Tengdamóðir
mín var elskuleg kona. Um hana
og hennar lífshlaup mætti skrifa
athyglisverða sögu. A sínum
yngri árum starfaði hún í Kvenfé-
lagi Bessastaðahrepps og var hún
ein af stofnendum þess. Hún var
gerð að heiðursfélaga fyrir all-
mörgum árum. Aðal vettvangur
hennar var þó innan veggja heim-
ilisins. Hún lifði og hrærðist fyrir
sína nánustu og allir sem henni
kynntust, þótti vænt um hana.
Auðbjörg var iðjusöm kona. Hin
síðari ár gerði hún mikið af því að
prjóna og nutu barnabörnin og
barnabarnabörnin þess, svo og
hinir fullorðnu. Hver sokkur og
hver vettlingur báru vott um
vandvirkni hennar. Allt sem hún
gerði, var í kærleika gjört. Þegar
umsvif minnkuðu gaf hún sér
tíma til lesturs góðra bóka, sér til
fróðleiks og skemmtunar.
Barnabörn, makar þeirra og
barnabarnabörn, sem eru í Svi-
þjóð, Danmörku, Englandi og
Ameríku við nám og störf, senda
saknaðar og þakkar kveðjur úr
fjarlægð og harma það, að geta
ekki fylgt henni síðasta spölinn.
Ekkert hefði verið tengdamóð-
ur minni meira fjarri skapi, en
það, að hlaðið væri á hana oflofi.
Því er ekki til að dreifa í þessari
grein, en mörgu væri hægt við að
bæta er lýsti mannkostum henn-
ar.
Við í fjölskyldunni eigum henni
svo óendanlega mikið að þakka.
Við minnumst þeirra hjóna með
ást og virðingu.
Far þú í friði,
friður guðs þig blessi,
hafðu þökk fyrir allt og allt.
Margrét Sveinsdóttir.
Hinn 14. þessa mánaðar andað-
ist á St. Jösepsspítala í Hafnar-
firði Auðbjörg Jönsdóttir. Hún
var fædd 5. maí 1888. Foreldrar
hennar voru Guðný Sveinsdóttir
frá Skarðshlíð undir Eyjafjöllum
og Jón Sigurðsson frá Skálmarbæ
í Alftaveri.
Hún fluttist hingað í Bessa-
staðahrepp árið 1908 ásamt eigin-
manni sínum, Klemensi Jónssyni
kennara og síðar skólastjóra hér
við Bjarnastaðaskóla. Klemens
var oddviti hreppsins um áratugi
og gegndi auk þess ýmsum trún-
aðarstörfum fyrir sveit sina allt
þar til hann lézt árið 1955.
Þeim hjónum varð 10 barna
gioi.aou/' pB .jgBn onav wfn -tujen
auðið. Þau eru: Jón, bátsmaður,
kvæntur Soffiu Lárusdóttir, hann
drukknaði af Tryggva gamla
1936, Eggert, skipstjóri, kvæntur
Lilju Óskarsdóttur, Guðjón, lækn-
ir, kvæntur Margréti Hallgrims-
dóttur, Guðný, gift Gunnlaugi
Halldórssyni arkitekt, Sveinbjörn
vélstjóri, kvæntur Margréti
Sveinsdóttur, Sigurfinnur bóndi,
ókvæntur, Gunnar stýrimaður,
drukknaði af Sviða 1941, kvæntur
Fanneyju Vilhelmsdóttur, Guð-
laug, gift Gunnari Kristjánssyni
teiknara, Sveinn iðnverkamaður,
kvæntur Asu Sigurðardóttur, Sig-
urður múrari kvæntur Sigurrós
Grimsdóttur.
Það hefur því verið mikið og
margþætt starf, sem móðir og hús-
freyja hefur orðið að inna af
hendi á þeim tima, þegar efni
voru lítil og nútíma þægindi
óþekkt. Þá var ekki spurt um,
hvað vinnutíminn væri langur, en
oft lögð nótt við dag svo vel mætti
fara og heimilinu borgið. Þessa
eiginleika hafði Auðbjörg í rikum
mæli. Hún var hlédræg kona, sem
var sínu stóra heimili allt. En
umhyggja hennar og velvild náði
langt út fyrir heimili hennar og
vandamenn. Hún var kona sem
vildi öllum gott gjöra. Hún var
einnig félagslynd. Þegar Kvenfé-
lag Bessastaðahrepps var stofnað
fyrir 50 árum, var hún ein af
stofnendum þess. Og ein af beztu
félögum þess félags, og heiðursfé-
lagi hin siðari ár.
Auðbjörg var alltaf reiðubúin
til starfa, meira að segja nú hin
siðari ár. Hún lagði drjúgan skerf
til ýmiskonar starfa í þágu félags-
ins, svo sem basara og alls konar
safnana, sem félagið hefur staðið
fyrir. Einnig hefur Auðbjörg gef-
ið félaginu gjafir og minningar-
sjóði, sem Kvenfélagið hefur und-
ir höndum. Hún var alltaf sami
trausti félaginn, sem ævinlega
var gott að Ieita til.
Fyrr á árum var þetta félag
mjög fámennt og munu félagar
hafa verið um og innan við 10 um
árabil, en þessar konur létu það
ekki á sig fá og störfuðu af fullum
krafti. Auðbjörg var ein þeirra og
erum við í mikilli þakkarskuld við
hana og þær allar, er unnu þessi
óeigingjörnu störf við erfiðar að-
stæður.
Það er ósk okkar og von, að
störf og lífsviðhorf Auðbjargar
gleymist ekki, heldur geti orðið
leiðarljós í okkar litla félagi um
ókomna tíð. Hún er kvödd af okk-
ur öllum með þakklæti og virð-
ingu.
Júlíana Björnsdóttir.
Glæsilegt úrval
jólagjafa
Utvarpstæki meö og án
segulbands
Útvarpsklukkur
Segulbandstæki
Kassettutöskur
Plötustatíf
Heyrnatól
Mikiö úrval af hljómplótum
og kassettum
Hagstætt verð.
Ávallt næg bílastæði.
Arnn'ila 38. Símar 31133 og 83177,
, D i. . i M r
Kdaiooær !■
1
„Ég lá endilangur í grasinu með skammbyssu í
hendi. Armbandsúrið mitt tifaði í samræmi við
æðislegan hjartslátt minn. í óralanga sekúndu sá ég
andlit vina minna, sem fallið höfðu fyrir hendi
nazista. Sprengjurnar áttu að springa eftir þrjár
mínútur. Ef við hefðum farið rétt að, táknaði það
eyðileggingu enn einnar verksmiðju, sem nazistum
var bráðnauðsynleg. Enn voru tvær mínútur eftir.
Ég tók eftir að ég var farinn á rif ja upp, hvernig ég
hafði lent hérna, hvernig þetta hafði allt byrjað.
Ein mínúta. Eg beit á neðri vörina. Jafnvel þótt
þetta spellvirki bæri árangur, þá gæti svo farið áður
en kvöldið væri á enda, að við værum allir dauðir.“
— Þannig hefst þessi ógnarsaga, hún er skjalfest og
sönn frásögn, sannkölluð Háspennubók!
„Hér er um martröð dularfullra atvika og ofbeldis
að ræða“, segir Evening News i London. — „Harð-
soðin bók, sem skrifuð er af þekkingu, — full af
stormum, bellibrögðum og skjótri atburðarás", seg-
ir Birmingham Mail. — „Blóðidrifin ógnarsaga um
morð, ofbeldi og dularfulla atburði úti á rúmsjó,
sem ætti að gleðja hina fjölmörgu lesendur, sem
velta því fyrir sér.hvað hafi eiginlegaorðið af hinum
gömlu, góðu ævintýrafrásögnum. Og svarið er,
Brian Callison skrifar enn slíkar sögur. Ég spái því,
að þegar hinir fjölmörgu lesendur McLeans upp-
götva bækur Brian Callisons, muni vinsældir hans
verða gífurlegar", segir Sunday Express. — En
Alister McLean sagði einfaldlega: „Það getur ekki
verið til betri höfundur ævintýrabókmennta í land-
inu núna“. — Þetta er sannkölluð Háspennubók!
b%jcs.a aur
aa