Neytendablaðið - 01.04.1983, Blaðsíða 12

Neytendablaðið - 01.04.1983, Blaðsíða 12
Eldsneytisnotkun bifreiða Eldsneytisnotkun bifreiöa fer aö miklu leyti eftir akstursskil- yrðum, veöurfari, ástandi vega, og ekki síður ástandi bifreiöar- innar, aksturshraða, aksturs- máta og raunar mörgum öörum atriðum. Veðurfar Hitastig aö sumri til hefur betri áhrif á eldsneytiskostnað- inn en hitastig að vetri til. Notk- unin eykst á köldum degi þegar nota þarf innsogiö lengur og lengri tími fer í aö hita vélina nægjanlega mikiö. Aksturs- vegalengdin hefur áhrif á notk- unina og ef aöeins eru eknir 5-8 km nær vélin ekki réttu hita- stigi. Með því aö skipuleggja akstur sinn betur er því hægt aö spara umtalsverðar upp- hæöir. Ef vindur er einhver aö ráði, þá hefur þaö einnig tölu- verð áhrif á eldsneytisnotkun. Ástand vega Regn og snjór eykur elds- neytisnotkun um allt að 10%. Akstur á malarvegum eykur einnig notkunina samanboriö við akstur á vegum með varan- legu slitlagi. Notkunin eykst einnig viö akstur á hæöóttu landslagi og er sá sparnaður sem fæst viö aö keyra niöur í móti minni en sú aukning sem verður á eldsneytisnotkun þegar ekiö er upp í móti. Aksturslag „Haröneskjulegt" aksturslag meö miklum hraöabreytingum, bremsun í tíma og ótíma og stöðugum gíraskiptingum leiðir til meiri eldsneytisnotkunar, á meðan „rólegra" aksturslag dregur úr notkun. Keyrsla í lágum gírum eykur eldsneyt- isnotkunina vegna meiri snún- ingshraða á mótornum saman- borið viö keyrslu í hærri gírum. Enda sýna rannsóknir aö veru- lega megi spara í eldsneytis- kostnaöi meö breyttu aksturs- lagi. Þeir sem tekið hafa þátt í slíkum rannsóknum og sem hafa verið hvattir til aö miöa aksturslag sitt við sem mesta hagkvæmni, hafa sýnt fram á minni eldsneytisnotkun sem nemur aö meöaltali 8% samanboriö viö bifreiðastjóra með „eölilegu" aksturslagi, án þess þó aö auka aksturstím- ann teljandi. Meö hjálp mis- munandi tegunda flæðis- og undirþrýstingsmæla (vakum- mæla) var hægt aö minnka notkunina um allt aö 22%. Aksturshraði Eldsneytisnotkunin eykst meö auknum hraöa. Athugun hefur sýnt aö bifreið sem keyrö er á 70 km hraöa notar 7 lítra pr. 100 km, á meðan hann not- ar 8,5 lítra á 90 km hraöa og 10,5 lítra á 110 km hraöa. Ástand bifreiðarinnar Ástand bifreiöarinnar skiptir miklu máli í sambandi viö elds- neytisnotkunina. Hér eru nokkur atriöi til umhugsunar: Látið stilla bílinn reglulega. Á því er hægt aö spara um það bil 1 lítra pr. 100 km, auk þess sem þú færö bifreið sem alltaf fer í gang og gengur betur. Réttur loftþrýstingur og rétt dekk. Of lítiö loft í dekkjum eyk- ur mótstööuna, bifreiöin erfiöar meira og notar meira eldsneyti. Stálradialdekk gefa minni mót- stööu en aörar tegundir dekkja og spara því eldsneyti. Ert þú meö toppgrind á bif- reiö þinni? Toppgrind eykur eldsneytisnotkunina verulega. Orkusparandi fyigihiutir Á síðustu árum hafa komið á markaðinn ýmsar tegundir orkusparandi fylgihluta. Hér veröa nefndir nokkrir hlutir sem nota má til aö minnka orkunotk- unina. Rafeindakveikjubúnaður 0-5%. Sparnaöurinn er breyti- legur eftir ástandi kveikjunnar. Tryggir auöveldari gangsetn- ingu og minnkar þörfina á eftir- liti. Hitastyrð kælivifta 1-5%. Sparnaöurinn fer eftir aksturs- lagi og bifreiöategundum. Hitar mótorinn fyrr upp viö gangsetn- ingu í köldu veöri. Vindkljúfur 0-5%. Sparnaö- urinn fer eftir aksturshraöa. Meö blandaöri keyrslu er hægt aö spara um 2%, en sparnað- urinn getur þó orðið meiri ef ekiö er á þjóðvegum á meiri hraða. Gerfiefnaolíur (og raunar fleiri tegundir olía) 2-4%. Sparnaöurinn fer aö miklu leyti eftir hitastigi utandyra og akstursvegalengd. Auöveldar gangsetningu í köldu veðri, þar sem gerfiefnaolíur eru meira þunnfljótandi við lágt hitastig. 10 - NEYTENDABLAÐIÐ

x

Neytendablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Neytendablaðið
https://timarit.is/publication/904

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.