Neytendablaðið - 01.04.1989, Qupperneq 5
______________________UMHVERFISVERND_______________________
Þurfum sterkara
blýlaust bensín
- segir Jónas Bjarnason, framkvœmdastjóri FIB.
Hér á landi eru nú fáanlegar tvær gerðir bifreiðabensíns, - 98 oktan, svokallað super-
bensín eða kraftbensín með blýinnihaldi, og 92 oktan blýlaust bensín. Áður var
aðeins ein tegund bifreiðabensíns til sölu, þ.e. 93 oktan með blýi. Talið er að 50% íslenskra
bifreiða geti notað 92 oktan bensín, en tölur um bensínsölu eftir 1. mars sýna að salan á því er aðeins
38% af heildarbensínsölunni. Sala á sterka bensíninu jókst um 2% í mars, því að í febrúar skiptist
bensínsalan þannig að 40% hennar var 92 oktan en 60% 98 oktan. Hér á eftir verður fjallað um það
hvort íslenskir bifreiðaeigendur eiga einir að taka frumkvæði að því að nota blýminna bensín.
í hvers verkahring er það að hvetja til notkunar á því? Hverjir vilja kosta einhverju til að
loftmengun vegna útblásturs frá bifreiðum, minnki á höfuðborgarsvæðinu?
Út frá umhverfissjónarmiðum er
tvímælalaust best að blýinnihald bensíns
sé sem minnst. Það 92 oktan bensín sem
kom á markað hér hinn 1. maí 1988, er
nánast alveg laust við að innihalda blýi,
eða með 0.00025 gr./lítra. Til samanburð-
ar var 93 oktan bensínið með 0.40 gr./lítra
og 98 oktan bensínið sem nú er til sölu,
hefur haft 0.15 gr./lítra blýinnihald síðan í
ágúst 1987.
Að sögn Jónasar Bjarnasonar fram-
kvæmdastjóra FÍB væri æskilegt að magn
þeirra efna sem koma í stað blýs, t.d.
benzen og hexan, minnki um helming og
verði þar með sambærilegt við það sem
best gerist í nágrannalöndunum.
Félag íslenskra bifreiðaeigenda barðist
fyrir því að fleiri tegundir bensíns fengjust
hér á landi. 1984 samþykkti félagið t.d.
ályktun þess efnis að hér yrði fáanlegt
blýlaust bensín, því upp úr 1980 varð ör
þróun á sniði bifreiða og voru þær æ meir
miðaðar við notkun á blýlausu bensíni.
1985 gerði félagið könnun þar sem kom í
ljós að af 133 löndum var Island meðal 28
landa þar sem aðeins fékkst ein tegund
bensíns. Hin 27 löndin voru aðallega
frumstæð Afríkuríki. Árangur bráttunnar
skilaði sér svo þegar kraft-bensínið kom
14. maí 1986.
Hingaðkomu blýlausa bensínsins bar
hins vegar brátt að þegar það kom öllum
að óvörum í maí 1988. Hinn 3. mars sama
ár samþykkti Alþingi ályktun þess efnis að
hingað yrði flutt inn blýlaust bensín og var
nefnd skipuð til að vinna að framgangi
málsins. Hún varð því verkefnislaus þegar
olíufélögin fengu farm af þessu bensíni til
landsins. Var nefndinni þá falið að vinna
að gerð tillagna um mengunarvarnir og
skilaði áfangaáliti í ágúst 1988.
Enginntími
til kynningarstarfs
Jónas Bjarnason segir FÍB mjög ánægt
með að blýlaust bensín sé nú fáanlegt hér
á landi en félagið lýsti strax óánægju sinni
með að ekki gæfist betri fyrirvari til að
kynna bensínið og notkun þess fyrir bif-
reiðaeigendum. Eðlilegur fyrirvari hefði
verið fjórir til sex mánuðir. Margir bif-
reiðaeigendur vissu ekki hvort bensínið
væri æskilegra á þeirra bifreiðar og telja
sig jafnvel öruggari með að nota kraft-
bensínið. Félagið hefur ekki viljað blanda
sér í umræðuna um hvort bensínið henti
betur fyrir hinar ýmsu tegundir bifreiða og
telur eðlilegast að bifreiðaumboðin séu
ábyrg fyrir slíkum upplýsingum. Hefur
listi þess efnis legið frammi á bensínstöð-
um og er bifreiðaeigendum bent á að
spyrjast fyrir þar. Sum umboðin kostuðu
einnig auglýsingar með þessum upplýsing-
um um það leyti sem blýlausa bensínið
kom til landsins.
5