Neytendablaðið


Neytendablaðið - 01.03.2001, Blaðsíða 3

Neytendablaðið - 01.03.2001, Blaðsíða 3
Frá kvörtunarþjónustunni „Traustur aðili með mikla reynslu af nýbyggingum" - ? Itrekað hefur verið sagt frá því í Neytendablaðinu að neytend- ur kvarta iðulega við kvörtun- arþjónustu Neytendasamtak- anna vegna nýbygginga. Hér á eftir er reynslusaga af einu slíku máli. I lok mars í fyrra ári birtist grein í Fasteignablaði Morg- unblaðsins þar sem fjallað var um nýbyggingar hjá bygging- arfyrirtækinu Mótel í Núpalind í Kópavogi. I greininni sagði orðrétt: „Byggingaraðili er Mótel ehf., en framkvæmda- stjóri þess er Pétur Einarsson byggingameistari. Þetta er mjög traustur aðili með mikla reynslu af nýbyggingum.“ A vormánuðum leitaði fé- lagsmaður til kvörtunarþjón- ustunnar vegna nýbyggingar sem hann hafði fest kaup á hjá byggingarfyrirtækinu Móteli. Málið hafði þá gengið í tvö ár og hafði félagsmaður okkar skrifað ótal bréf vegna málsins til fyrirtækisins sem svaraði hvorki bréfunum né sendi full- trúa sína til að skoða umrædda galla. Gallamir sem kvartað var yfir voru margvíslegir, bæði á séreign kvartandans og í sameign. Helstu gallamir vom þó á baðherbergi, en þar vom flísar famar að detta af veggjum, ofninn var skellóttur og þannig fyrir komið að ekki var hægt að opna skúffur í inn- réttingu. Þá vom svalir byrjað- ar að ryðga, gallar komnir fram í gluggum, mamiarasalli utan á húsi var skellóttur og byrjaður að detta af sumstaðar, bflastæði vom ekki tilbúin, teikningar vantaði og margt fleira. Félagsmaður okkar hélt þó eftir lokagreiðslu, samkvæmt ráðleggingum kvörtunarþjón- ustunnar, og ávaxtaði hana til að tryggja sig þar sem mikið skorti á fullar efndir af hálfu Mótels. Starfsmaður kvörtun- arþjónustu aðstoðaði félags- manninn við bréfaskriftir og fór með honum á nokkra fundi til að reyna að leysa málið en allt kom fyrir ekki. Hjólin fóm ekki að snúast fyrr en starfs- maður okkar sendi bréf til Mótels um að Neytendasam- tökin áskildu sér rétt til þess að fjalla um málið opinberlega og mundu hvetja félagsmanninn til þess að fylgja málinu eftir með dómsmáli með tilheyrandi kostnaði. Þá kom forráðamað- ur Mótels með sáttatilboð um að félagsmaðurinn greiddi hluta af lokagreiðslunni, en sú fjárhæð var helmingi hærri en tilboð félagsmannsins á sátta- fundi hjá fasteignasölunni. Enn sendu Neytendasamtökin bréf þar sem gert var lokatilboð og Móteli gefinn Ifestur til þess að svara. Bréfinu var ekki svarað og ekki létu forsvarsmenn fyr- irtækisins sjá sig til þess að kanna gallana og athuga hvort þeir vildu þá sjálfir bæta úr. Niðurstaða málsins var sú að félagsmaður okkar greiddi þá upphæð sem Mótel fór fram á og afsal var loks gefið út. Kvörtunarþjónustu Neyt- endasamtakanna þykir fram- koma forráðamanna Mótels með ólíkindum. Félagsmaður okkar skrifaði fjöldann allan af bréfum, en engum þeirra var svarað, ekki einu sinni bréfi sem matsgerð fylgdi. Fyrirtæk- ið sinnti heldur ekki tilraunum fasteignasalans né erindum Neytendasamtakanna. Neytendasamtökin vara við viðskiptum við þetta fyrirtæki og geta engan veginn verið sammála því að þama sé um „traustan aðila“ að ræða eins og fullyrt var í fyrmefndri aug- lýsingu. Bíl stoliö af bílasölu Neytendasamtökunum barst kvörtun frá félags- manni samtakanna vegna vinnubragða hjá bílasölu hér í bæ. Málum var þannig háttað að félags- maðurinn var með bifreið sína í sölu hjá bílasala þeg- ar beðið var um að fá að reynsluaka bifreiðinni. Starfsmaður bílasölunnar heimilaði það þrátt fyrir að sá sem fékk að reynsluaka bílnum hafí ekki getað sýnt ökuskírteini sitt og var einungis tekið niður nafn og símanúmer við- komandi. Þegar bifreiðinni var ekki skilað kom í ljós að uppgefið nafn og síma- númer var tilbúningur. Nokkrum vikum síðar kom bifreiðin svo í leitirnar. Neytendasamtökin telja vinnubrögð sem þessi ámælisverð og geta vart talist til góðra viðskipta- hátta. Það verður að teljast lágmarkskrafa neytanda sem fer með bfl á bílasölu, og er jafnvel með veruleg- ar fjárhæðir bundnar í hon- um, að bflasalan staðreyni hjá þeim sem óskar eftir að reynsluaka bifreiðinni að viðkomandi hafi bílpróf og taki ljósrit af ökuskírteini til að koma í veg fyrir að óprúttnir aðilar gefi upp rangt nafn og símanúmer og steli bifreiðinni eins og í þessu tilviki. Starfsmenn kvörtunarþjónustunnar taldirfrá vinstri: Ingi- björg Magnúsdóttir fulltrúi, ÓlöfEmbla Einarsdóttir lögfrœð- ingur, Sesselja Asgeirsdóttir og Björk Sigurgísladóttir lögfrœð- ingur og stjórnandi kvörtunarþjónustunnar . Léleg vinna múrara Hjón sem eru félagsmenn í Neytendasamtökunum leit- uðu til kvörtunarþjónustunn- ar vegna lélegrar múrara- vinnu. Þau höfðu keypt hús- eign sem var þriggja ára en hafði staðið auð stóran hluta þess tíma. Fljótlega eftir kaupin fóru flísar að hrynja af veggjum á baðherberginu og eftir að þeim hafði stöðugt verið vísað milli byggingarverktaka, múrara- meistara og undirverktaka hans leituðu þau til Neyt- endasamtakanna. Fljótlega kom í ljós að flísalögnin hafði verið unnin sem aukaverk og voru flís- amar ekki hluti af kaupsamn- ingi. Verkið var því á ábyrgð viðkomandi múrarameistara. Neytendasamtökin sendu múrarameistaranum, Viðari J. Scheving, bréf og fóm fram á úrbætur. Viðar svar- aði engum þeirra þriggja bréfa sem honum vom send og hafði lögfræðingur hjá kvörtunarþjónustunni þá samband við hann símleiðis. Viðar gaf þá þau svör að hann vildi ekkert gera fyrir þetta fólk þar sem samningur hans væri við fyrri eigendur. Honum var bent á að krafan væri samt fyrir hendi og að augljóst væri að verkið væri gallað, en Viðari virtist vera sama um þetta mál allt. Kvörtunarþjónustan benti þá umræddum hjónum - sem vissu um fleiri í sama fjöl- eignahúsi með sama vanda- mál - á úrskurðamefnd Neytendasamtakanna, Hús- eigendafélagsins og Samtaka iðnaðarins. NEYTENDABLAÐIÐ - mars 2001 3

x

Neytendablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Neytendablaðið
https://timarit.is/publication/904

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.