Neytendablaðið


Neytendablaðið - 01.03.2001, Blaðsíða 22

Neytendablaðið - 01.03.2001, Blaðsíða 22
góðum fitum og trefjum. Gott væri ef að hafa sojamjólk út á grautinn, en það má hafa kalk- bætta mjólk. Hún er rík af magníum og góðum fitum og laus við kólesteról fyrir þá sem það óttast. Ef þér finnst hún ekki nógu góð má athuga hvort hrísgrjónamjólk hentar bragð- laukunum betur. Góð hugmynd er að borða fisk á hverjum degi og þá sér í lagi lax, síld, túnfisk, lúðu eða annan feitan fisk. Ur fiskinum fást góðar og hollar ómega-3- fitusýrur. Ef þú borðar kjöt, þá ert þú heppnasta manneskja í heiminum, með ómengaða ís- lenska lambakjötið nánast við húshornið! Þú getur borðað pasta ef þú endilega vilt, en hafðu það þá heilhveiti- eða speltpasta. Eins er það með hrísgrjónin. Hafðu þau með hýðinu. Þau þurfa reyndar lengri suðu, en hollusta trefja- efna og næringarefna vegur upp á móti þessu og grjónin koma sér vel fyrir meltinguna. Við skulum svo drekka vatn með þessu öllu. Mikið vatn, allavega tvo lítra daglega. Hreinsa vel út alla óhollustuna frá liðnum árum! Eg hef aldrei skilið að þjóð sem á besta vatn í heimi beint úr krananum sé einmitt sú þjóð í heiminum, fyrir utan Bandaríkjamenn, sem drekkur mest af gosi! Svo er hægt að fá sér alls konar te. Til dæmis Darjeeling, Keemun eða gott jurtate. Það má fá sér te úr hreinsandi jurtum, t.d. klóelftingu og brenninetlu, eða tilbúnar blöndur, til dæmis Detox-te. Þrír mánuðir Gefðu þér þrjá mánuði í þessar breytingar á mataræðinu og fínndu sjálf(ur) hvernig þér líð- ur. Eg er viss um að þetta með „að hætta að reykja-áætlunina“ kemur þá af sjálfu sér. Það fylgir einfaldlega með meiri vellíðan og betri skilningi á því hvað maður hefur í raun og veru þörf fyrir, en það hefur verið hulið í afleiðingum mataræðis sem ekki hentar þér, hvorki líkamlega né andlega. Gangi þér vel í baráttunni! Breytt mataræði í framhaldi af greininni „Hendum óhollu matvörun- um“ viljum við vekja at- hygli þeirra lesenda sem vilja breyta mataræði sínu á nokkrum uppskriftum sem hér birtast. Það eina sem gera þarf er að fara eftir leiðbeiningum Þorbjargar, forðast unnar vörur, hvítt hveiti og sykur. I hverri viku birtast síðan uppskriftir á heimasíðu Neytendasamtak- anna, www.ns.is, en einnig er hægt að fá uppskriftirnar sendar í pósti. Sólveig Ei- ríksdóttir sem starfar á veit- ingahúsinu Grænum kosti var svo elskuleg að gefa okkur uppskriftir sem við birtum en einnig aðrar. Það væri einnig gaman að heyra í ykkur eftir 1-2 mánuði og fá að vita hemig ykkur líður og hvort einhver breyting sé á Iíðan ykkar í kjölfar breytts mataræðis. Þetta er mun auðveldara en fólk heldur við fyrstu sýn: Það má borða flestallan mat. Með kveðju Agústa Ýr Þorbergsdóttir, verkefnastjóri (nf: at@ns.is, s.: 545 1206) Morgungrautur 2 dl lífrœntrœktað heilt korn, t.d. heilir hafrar eða bókhveiti eða hrísgrjón eða bygg Lagt í bleyti í 8 dl af vatni um kvöldmatarleytið. 2-3 klst. síðar er suðan látin koma upp og soðið í 10-20 mín. Þá er slökkt undir og potturinn látinn standa á hellunni yfir nóttina. Morg- uninn eftir er grauturinn hit- aður upp og suðan látin koma upp ef hann er ekki al- veg soðinn. Þessi grautur geymist í 4-5 daga í loft- þéttu íláti í ísskáp. Gott er að láta kanilstöng eða smá- bita af engiferrót eða nokkr- ar kardimommur eða van- illustöng eða stjömuanis í bleyti með kominu og sjóða það síðan með til að gefa bragð. Grauturinn verður líka sætari við að setja lítinn eplabita eða perubita eða þurrkaða ávexti, t.d. rúsínur eða döðlur út í og sjóða með. Þessi uppskrift er fyrir tvo til þrjá. Frábært að nota möndlumjólk útá. Möndlumjólk - grunnuppskrift 1 dl möndlur 4 dl vatn 1 msk. rúsínur eða 2-3 döðlur sem búnar eru að liggja í bleyti í minnst 1 klst. (það má sleppa þurrkuðu ávöxtunum en þá verður mjólkin alveg ósœt, það er gott fyrir lítil börn sem ekki eru farin að borða ennþá og óþarfi er að venja á sœtt bragð) Möndlumar eru látnar í bleyti í sólarhring, afhýddar og malaðar. Síðan er vatn- inu bætt út í og blandað saman í 1-2 mín. Þá er þurrkuðu ávöxtunum bætt út í og blandað í u.þ.b. 1 mín. enn. Ef notaðir eru þurrkaðir ávextir má nota útbleyti- vatnið af þeim sem vökva. Það má sigta möndlumjólk- ina, þá verður hún alveg silkimjúk og freyðandi. Ef hún er ekki sigtuð eru í henni möndluagnir. Möndlumjólkin er mjög próteinrík og því góð undir- staða fyrir daginn. Það er gott að setja út í hana ýmsa ávexti, bæði ferska og þurrkaða til að gera hana enn næringarríkari og ljúf- fengari. Notið hugmynda- flugið! Möndiu-banana- rúsínuhristingur 1 7/2 dl möndlur 1 msk. hörfrce sem búin eru að liggja í bleyti í u.þ.b. 1 klst 4 dl vatn 1 1/2 msk rúsínur, sem bún- ar eru að liggja í bleyti í ca 1 klst 1 banani, vel þroskaður 1 pera, vel þroskuð 7/2 tsk vanilludropar (fást í heilsubúðum) eða innan úr 7/2 vanillustöng Möndlurnar eru látnar í bleyti í 1 sólarhring, afhýdd- ar og malaðar. Hörfræin eru möluð með möndlunum. (Ur hörfræjun- um fáum við omega-3-fítu- sýrur.) Síðan er vatninu bætt útí og blandað saman í 1-2 mín. (það fer allt eftir hversu gott bit er á hnífnum í blandaranum). Þá er rest- inni af uppskriftinni bætt útí og látið blandast áfram í 1-2 mín. TILBÚIÐ! Þessi drykkur er afar jámríkur. Um að gera að nota þá ávexti sem ykkur finnst góðir. Lummur 3 dl grautarafgangur (t.d. frá morgungrautnum) 2 dl fínt rifin gulrót 3 dl ab-mjólk eða sojajógúrt eða barasta blávatn 3 egg (má sleppa og nota lyftiduft úr heilsubúð í staðinn) 114 dl ólífuolía 1 tsk. kanill 2 dl spelt 7/2 tsk. salt Öllu hrært saman í skál eða hrærivél og bakast á pönnu. Það komast u.þ.b. 3 lummur á pönnuna í einu. Hægt er að baka og geyma í ísskápn- um og hita upp í brauðrist- inni. Fleiri uppskriftir verða birt- ar á heimasíðu Neytenda- samtakanna. NEYTENDABLAÐIÐ - mars 2001

x

Neytendablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Neytendablaðið
https://timarit.is/publication/904

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.