Neytendablaðið


Neytendablaðið - 01.03.2001, Blaðsíða 17

Neytendablaðið - 01.03.2001, Blaðsíða 17
... nóg boðið? vekur kraftana. Það hefur líka sitt gildi að raða sæmilega við aðkallandi viðhald á húsnæði og öðru sem er í notkun í fjöl- skyldunni. Takist að koma á vinnuskiptum eða kalla flinka kunningja til samstarfs er unnt að spara bæði tíma og fé, samanber reginmun á mark- aðskrónum og spöruðum krónum. Heilsusamleg útivist og góð samskipti kunna að fylgja í kaupbæti. Takist heimilunum að lækka skuldir sínar vinnst einnig margt. Lán valda nefni- lega oft sérstöku óláni í þjóð- félagi sem okkar; þjóðfélagi þar sem hagspekingar á snær- um ríkisvaldsins og Seðla- bankans telja vaxtahækkanir draga úr verðbólgu! Hvort lýsir betur hagsmunum al- mennings að tala um okur- vexti eða góða ávöxtun? Ríkir stöðugleiki þar sem vextir eru hærri en gerist í ríkum þjóðfé- lögum og verðtryggingu er skellt þar ofan á? Hvað um stöðugleika hjá skuldugum heimilum í slíku þjóðfélagi? Sé eitthvað auglýst með fyrirgangi er ástæða til að hugsa sig um tvisvar. Heilsíð- ur og sjónvarpsauglýsingar ota einkum að fólki því sem ekki telst til nauðsynja. Oft hljómar boðskapurinn sem bull og vitleysa. Álfelgur, geislaspilari og vindskeið á dýrum, nýjum bíl eiga að vera „þér að kostnaðarlausu". Brugðið er upp mynd af töfra- mætti fæðubótarefna, megrun- arfæðu og snyrtivöru, góð vinningsvon í lottó er óspart gefin í skyn og hagkvæmni kreditkorta og lána á háum vöxtum. Hver telur sig öðlast frelsi með því að binda sig við farsíma? Og hver vill standa undir milljónakostnaði vegna auglýsinga á mjólk í nýju fonni og lambakjöti í nýrri og sífellt skrautlegri útgáfu? Meiri neyslugát kann einnig að fylgja margs konar samfélagslegur ávinningur. Ef tíma sem áður var eytt á vinnumarkaði, í umferðinni og í verslunum er til dærnis varið til að sinna bömum styrkist uppeldi þeirra sem landið erfa. Við auðveldum sjálfbæra þróun með því að minnka orkunotkun og út- blástur sem fylgir akstri og vöruflutningum heimshorna á milli. Sé dregið úr markaðs- stússinu getur annars konar starfsemi fengið aukið svig- rúm; menningarstarfsemi og það þjóðþrifastarf sem unnið er í félögum af ýmsu tagi inn- an þriðja starfsgeirans. Mikilvægi þriðja starfsgeirans Gleymum ekki gildi þeirra spamaðarleiða sem haldið er opnum hjá ntargs konar félög- um og samtökum sem vinna á vett- vangi sem kalla má þriðja starfsgeirann. I þriðja starfsgeiran- um vinnur fólk á öll- um aldri að verkefn- unr sem varða hag þess, þarfir og áhugamál. Starfið eflir að jafnaði ein- hverja þætti menn- ingar og velferðar samfélagsins. Menn geta unnið einir, í hópi eða innan fé- lags eða félagasam- taka. Það sem hvetur fólk til starfans get- ur verið umhyggja fyrir eigin hag en oft er það samhugur og tillitssemi. Keppt er að lífs- gæðum en ekki hagnaði; af- urðir eða ávinningar starfsem- innar fara að jafnaði ekki á markað. I þriðja starfsgeiran- um er keppt að því að hjálpa þeim sem eru hjálparþurfi, leysa vanda sem blasir við, bæta hag eða réttindi þeirra sem bera starfið uppi eða skjólstæðinga þeirra. Við þekkjum þetta best af starfi hjálparsveita og sjálfshjálpar- félaga sjúklinga og félaga sem aðstoða sjúka og fatlaða. Raunar geta markmið fé- lagsstarfs í þriðja starfsgeiran- um jafnvel tengst hag og lífs- gæðum allra jarðarbúa og komandi kynslóða. Sú er til dæmis raunin í starfi skóg- ræktarfélaga, hjálpar-, nátt- úruvemdar- og mannréttinda- samtaka. Starfið í þessum geira er sem kunnugt er oft styrkt af hinu opinbera með tjárfram- lögum og fyrirgreiðslu, bæði ríkinu og sveitarfélögum. Við sjáum í hendi okkar að starf Neytendasamtakanna fellur í þennan ilokk. Það beinist að því að upplýsa neytendur og gæta hagsmuna þeirra. Fólk þekkir samtökin að líkindum best af vamarstríð- inu sem þau heyja með verð- könnunum sínum og athuga- senrdum og ályktunum sem fara í rásir fjölmiðlanna þegar verðhækkanir keyra úr hófi. Snjallar úrlausnir eins og kvörtunar- og úrskurðarnefnd- irnar, sem Neytendasamtökin hafa haft frumkvæði um að koma á fót, vilja gleymast. En þar er einmitt farin snjöll sparnaðarleið. Eins konar málssókn án lögfræðings- kostnaðar. I stað þess að stofna til langdreginna og kostnaðarsamra málaferla er opnuð leið fyrir þá sem hafa kvartanir fram að færa um vöru og þjónustu að skjóta máli sínu til samstarfsnefnda Neytendasamtakanna og ým- issa söluaðila sem meta mála- vöxtu og leggja dóm á þá gegn hóflegu gjaldi. Með Netinu og sífellt öfl- ugri og útbreiddari tölvu- og fjarskiptatækni opnast ýmsar auðfarnar sparnaðarleiðir. Pappírslaus samskipti, við- skipti og fjarnám geta til dærnis sparað bæði tíma, orku og peninga. Það þarf ekki endilega að keyra í banka eða aðra afgreiðslustaði til að reka þar erindi einstaklinga eða fyrirtækja. Fólki gefst nú kostur á námi án þess að flytj- ast búferlum og mæta reglu- lega í ákveðinni skólabygg- ingu. Raunar eru að opnast leiðir til að stunda hvers konar nám án þess að hitta kennara, bæði innan lands og utan. Við sjáum fram á frekari þróun eftir þessum brautum. Þá kunna tengslin milli tíma og peninga að fara að trosna og hugurinn að leita frá kaup- mætti til lífsgæða. Að vera skiptir þá meira máli en að eiga. Að vera vel að sér verð- ur metið meira en að berast á. NEYTENDABLAÐIÐ - mars 2001 17

x

Neytendablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Neytendablaðið
https://timarit.is/publication/904

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.