Neytendablaðið - 01.03.2001, Blaðsíða 21
Maturinn
mest af matvörunni sem nú
liggur í plastpokanum sem
rusl er hvort sem er í raun og
veru ekki annað en ruslmatur.
Þessi matur gefur okkur ekki
þá næringu sem við höfum
þörf fyrir til að viðhalda góðri
heilsu. Tökum hvíta sykurinn
sem er þannig unninn að öll
næringarefni eru horfin úr
honum. Sykurinn hefur ekkert
næringarlegt gildi og allt of
rnargir neyta alltof mikið af
honum.
Svo er það fitan. Unnin
matvæli eins og ýmiss konar
dósamatur, snakk og flögur,
kökur og kex og sælgæti,
innihalda unna fitu sem oftast
kemur úr sojaolíu, maísolíu
eða öðrum fitusýrum. Þessar
olíur eru unnar við mikinn
hita og með hjálp leysiefna
sem eyðileggja sköpun eða
lögun fitusýranna í olíunni
með iniður góðum afleiðing-
um fyrir líkamann og þar með
heilsu okkar.
Hvítt hveiti í brauðmeti,
kökum, kexi, pítsu og pasta
og fjölmörgum unnum mat
(lesið innihaldslýsingarnar) er
án trefja og án náttúrulegra
næringarefna. Það hefur orðið
gríðarleg aukning á neyslu
hveitis síðustu 30 árin. Nefna
má að í Bandaríkjunum hefur
pastaneysla aukist um 115%
síðan 1974 og samtímis hefur
offita aukist um 32%. Sama
rannsókn sýnir að fituneysla
hefur á sama tíma minnkað
um 15%. Þannig bendir þessi
rannsókn til þess að einföld
kolvetni, eins og hvíta hveit-
ið, eigi sinn þátt í offítu-
vandamálum í iðnríkjunum.
Nú er mjólkin svo heilög að
okkur er kennt að hún sé allra
meina bót og einnig eina
vörnin gegn beinþynningu
sem auðvitað er della. Mjólk
og mjólkurvörur geta samt
verið góðar í hófí, það er að
segja ef maður er ekki með
mjólkuróþol. Staðreyndin er
því rniður sú að mjólk er ein
algengasta matvaran sem
tengist ofnæmi og óþoli hjá
börnum og fullorðnum. Kalk
getum við fengið úr grænu
grænmeti, sesamfræjum,
möndlum og soja.
Þá eru það viðbættu efnin
eða E-númerin. Þetta eru litar-
inn í ísskápinn aftur. Flest
heimatilbúið án viðbættra
aukefna - inn með það aftur.
Nú er farin að verða svolít-
il mynd á þessu hjá okkur.
Næsta skref er svo brauðskáp-
urinn: Hvítt brauð, fransk-
brauð, snittubrauð, kökur og
snúðar. Niður í plastpokann
með þetta allt saman. Hann er
kannski að verða fullur, en þá
er bara að finna annan. Eða
kannski við gefum fuglunum
þennan hluta af matnum og
eitthvað af feitmeti myndi
gleðja þessa vini okkar.
Uppskeran
Þetta var fyrsta og mest
ögrandi skrefið í áætluninni
um betra og heilsusamlegra
líf. Það má búast við að ýmsar
tilfinningar geri vart við sig á
þessu stigi áætlunarinnar. Það
er skiljanlega ekki öllum
sama um að henda mat. Sum
okkar höfum upplifað skort,
og nægjusemi og nýting er
stór þáttur í lífi okkar. Það má
að sjálfsögðu gefa þetta öðr-
um, en varla neinum sem
okkur þykir vænt um. Lang-
Eftir Þorbjörgu Haf-
steinsdóttur hjúkrun-
arfræðing og næring-
arterapista. Höfundur
starfar í Danmörku.
efni, rotvamarefni, sætuefni
og margt fleira. Þar er jafnvel
að finna efni sem liggja undir
grun um að vera hættuleg
heilsu okkar. Það er eðlilegt
að þessi grunur komi okkur
neytendum til góða, neytand-
inn á alltaf að njóta vafans.
Við höfum sem betur fer val
þó að valkostimir mættu vera
fleiri. Valið felst í að kaupa
matvæli sem eru laus við
þessi viðbættu efni (og þá er
lykilorðið E-númer) og að
kaupa og neyta matvæla sem
eru án þessara efna. Þá geta
lífrænar matvörur verið góður
kostur. Eina verslunin hér á
landi sem hægt er að vera viss
um að allt sé lífrænt í er Ygg-
drasill. Heilsuhúsið er einnig'
með nokkuð af lífrænum vör-
um. Matvöruverslanir hér á
landi selja lítið af lífrænni
matvöru andstætt því sem
tíðkast í nágrannalöndum
okkar. Þó eykst framboðið
smátt og smátt og má þar
nefna mjólkurvörur, grænmeti
og lambakjöt. Framleiðendur
og seljendur þurfa í ríkara
mæli en nú er að tryggja neyt-
endum matvöm sem eru
gæðavörur og em einnig með
hámarkshollustu.
Grænmeti, hráttog soöið
Við ætluðum okkur að verða
fyrirtaks manneskjur með fyr-
irtaks matarvenjur. Það felur í
sér að að kaupa rétt inn og
vera meðvitaður neytandi.
Ruslfæði er liðin saga. I stað-
inn borðum við grænmeti í
hæsta gæðaflokki, hrátt eða
soðið, tvisvar á dag. Og þú
getur gætt þér á því sem auka-
bita og borðað nánast eins
mikið og hægt er í sig að láta.
Ávextir, bæði ferskir og
þurrkaðir, eiga líka að skipa
stóran sess í mataræðinu. Þú
þarft að borða rúgbrauð,
speltbrauð og önnur brauð
sem löguð eru úr súrdeigi, til
dæmis úr heilhveiti sem er án
hvíts hveitis. Á morgnana er
hafragrauturinn góður, alveg
eins og í gamla daga, eða
jafnvel bygggrautur úr ís-
lensku byggi! Borðaðu hnet-
ur, möndlur og alls konar fræ,
fuglamat eins og sumir kalla
þetta, en hann er líka ríkur af
21