Neytendablaðið


Neytendablaðið - 01.03.2001, Blaðsíða 4

Neytendablaðið - 01.03.2001, Blaðsíða 4
I stuttu máli Óverð- I merkt Verðm. áfátt □ Verðm. 1 lagí Fleiri verslanir verðmerkja í sýningargluggum Samkeppnisstofnun fylgist reglubundið með því hvemig verslanir verðmerkja í sýning- argluggum sínum. A undan- fömum ámm hefur ástandið oftar en ekki verið slakt hjá fjölmörgum verslunum. Versl- unum er þó skylt að verð- merkja allar vömr greinilega og á það einnig við um vömr í sýningargluggum. Það er athyglisvert að skoða nýjustu könnun Samkeppnis- stofnunar frá í desember og bera þær tölur saman við könn- un sem gerð var sama mánuð 1999 en þetta má sjá á súlurit- inu hér til hliðar. Þessar kann- anir vom gerðar í verslunum á Laugavegi og í Kringlunni. I könnuninni sem gerð var í des- ember 1999 kom í ljós að verð- merkingar vantaði í 40% til- vika hjá verslunum á Lauga- veginum og hjá 28% verslana í Kringlunni. Nákvæmléga ári síðar er ástandið allt annað og betra. Þá vantaði aðeins í 15% tilvika verðupplýsingar hjá verslunum á Laugaveginum og í 13% tilvika hjá verslunum í Kringlunni. En hvað veldur þessum breytingum hjá verslununum? Gæti það verið að áður en seinni könnunin varð gerð vom kynntar með pompi og prakt breytingar á samkeppnislögum og þar með að nú væri mögu- legt að sekta þá sem ekki verð- merkja? Með öðmm orðum: Það þurfti að koma við pyngj- una hjá kaupmönnum áður en þeir sinna eðlilegum neytenda- upplýsingum. Nú er bara að bíða þess að Samkeppnisstofn- un sópi með nýja vendinum sínum alla kaupmenn til hlýðni þannig að þeir verðmerki vel meðal annars þær vömr sem em í sýningargluggum. Þetta er mikilvægur hlekkur til að tryggja verðskyn, sem er bráðnauðsynlegt, ekki síst þeg- ar verðlagning er frjáls, en fyrst og fremst auðvitað sjálf- sögð og eðlileg kurteisi við neytendur. 1999 2000 Á Laugavegi 1999 2000 í Kringlunni Meira um ósamræmi á hilluverði og kassaverði Samkvæmt nýlegri könnun Samkeppnisstofnunar á hillu- verði og verði í afgreiðslukassa í matvöruverslunum keinur í ljós að alltof oft er pottur brotinn. I 10,6% tilvika er ekki samræmi í verði milli hillu og kassa og hef- ur ástandið ekki verið svona slæmt áður. Þess má geta að í könnun sem gerð var 1995 var ósamræmi vegna þessa aðeins í 4,9% tilvika, en síðan hefur leið- in legið niður á við hjá flestum matvöruverslunum. Þetta er að sjálfsögðu skýrt brot á lögum, en eins og sjá má á kökumynd vantar hreinlega í 5,5% tilvika E 2000 verðmerkingar á vömnni inni í verslun. Þetta er óþolandi fyrir neytendur sem vilja vita hvað varan kostar. Það er þó lán í óláni fyrir neytendur að aðeins oftar er kassaverð lægra en hilluverð. Kristín Færseth deildarstjóri hjá Samkeppnisstofnun sagði í viðtali við Neytendablaðið að neytendur velji vörur á grund- velli þess verðs sem fram kemur á hillu, á vörunni sjálfri eða á verðskilti. „Því er verðmerking- in tilboð seljanda til neytanda og þegar neytandinn hefur ákveðið að kaupa vöruna er það gert á 1999 grundvelli þessa tilboðs. Þess vegna lítur Samkeppnisstofnun svo á að það verð eigi að gilda sem er á hillu eða verðskilti nema um sé að ræða augljós mistök.“ Það er bara einn galli á þessu að mati Neytendablaðsins. Eins og kemur hér fram vantar oftast verðupplýsingar inni í verslun- inni og því lítil forsenda fyrir neytandann að samþykkja til- boð. Að mati blaðsins er kom- inn tími til að samkeppnisyfir- völd beiti brotlegar verslanir sektum eins og lög heimila nú. 1998 E «o l— QJ > í lagi m Óverðmerkt i hillu ||j/] Lægra verð í kassa| | Hærra verðí kassa j Urskurður áfrýjunarnefndar samkeppnismála í KSI-málinu Neytendasamtökunum barst fjöldi kvartana vegna sölu KSI á miða á landsleik íslands og Danmerkur í haust. Einungis var hægt að kaupa miða bæði á þann leik og leik ís- lands gegn Norður-írlandi sem fram fór í október. Málið fór íyrir Samkeppnisráð sem komst að þeirri niðurstöðu að með þessum söluaðferðum hefði KSÍ brotið gegn lögum og beindi þeim til- mælum til KSÍ að við sölu á að- göngumiðum væri óheimilt að gera það að skilyrði fyrir því að kaupa miða á einn knattspymuleik að jafnframt sé keyptur miði á annan leik. KSÍ vildi ekki una ákvörðun Samkeppnisráðs og kærði hana til áfrýjunamefndar samkeppnismála. Áfrýjunamefndin staðfesti ákvörð- un ráðsins með því að bæta því við úrskurðarorðin að óheimilt sé að gera það að skilyrði fyrir kaupum á aðgöngumiða á einn knatt- spymuleik að jafnframt sé keyptur miði á annan leik eða -leiki, þegar sölufyrirkomulagið felur ekki í sér raunverulegan afslátt. Neytenda- samtökin sendu KSI bréf 6. des- ember þar sem þau kröfðust þess með vísun til úrskurðar áfrýjunar- nefndarinnar að KSI greiddi þeim sem keyptu miða í forsölu á báða leikina og fóru ekki á leik íslands og Norður-írlands andvirði þess miða. KSI hefur ekki enn séð ástæðu til að svara bréfinu. 4 NEYTENDABLAÐIÐ - mars 2001

x

Neytendablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Neytendablaðið
https://timarit.is/publication/904

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.