Neytendablaðið


Neytendablaðið - 01.03.2001, Blaðsíða 23

Neytendablaðið - 01.03.2001, Blaðsíða 23
Neytendaréttur ístravel-málið vannst í héraðsdómi Eins og áður hefur verið sagt frá í Neytendablaðinu hafa Neytendasamtökin undanfarið sótt mál gegn samgönguráðu- neytinu vegna svokallaðs Istravelmáls. Forsagan er sú að félagsmaður Neytendasam- takanna hafði pantað og greitt fyrir ferð með ferðaskrifstof- unni Istravel ehf. þegar hún hætti rekstri og lagði inn ferðaskrifstofuleyfið 12. ágúst 1996. Félagsmaðurinn gat því ekki farið í ferðina sem hann hafði greitt fyrir. Samgöngu- ráðuneytið auglýsti ekki eftir kröfum í tryggingarfé ferða- skrifstofunnar, en engu að síður lýsti félagsmaður sam- takanna kröfu í tryggingarféð. Samgönguráðuneytið svaraði honum á þann veg að trygg- ing ferðaskrifstofunnar hafi einungis dugað fyrir heim- flutningi farþega og væri ráðuneytinu því ekki unnt að greiða kröfu hans. Álit umboðsmanns alþingis Nokkrir félagsmenn Neyt- endasamtakanna leituðu í kjölfarið til samtakanna. Neytendasamtökin óskuðu eftir áliti umboðsmanns al- þingis á málinu og var niður- staða hans frá 12. mars 1999 á þann veg að of langur tími hafi liðið frá gildistöku breyt- inga á lögum um skipulag ferðamála, sem fól í sér breyt- ingar á reglum um tryggingar ferðaskrifstofa, þar til sam- gönguráðuneytið gerði ferða- skrifstofunni að láta í té upp- lýsingar til að nýjar ákvarðan- ir yrðu teknar um tryggingar ferðaskrifstofa. Einnig taldi hann að samgönguráðuneyt- inu hafi ekki verið heimilt að veita þeim sem staddir voru erlendis á vegum ístravels ehf. forgang fram yfir þá sem greitt höfðu inn á ferðir með greiðslum eins og þeim sem félagsmaður Neytendasam- takanna krefur ríkið um í mál- inu. Slík trygging var skilyrði fyrir rekstrinum samkvæmt lögum, og bar rtkinu því að sjá til þess að tryggingin væri nægileg. Jafnframt kemur fram í dóminum að þegar Istravel hætti rekstri tók samgöngu- ráðuneytið að sér að greiða af tryggingarfé ferðaskrifstof- unnar. Samkvæmt lögum átti félagsmaðurinn, sem greitt hafði inn á ferð með ferða- skrifstpfunni, því rétt á greiðslu af því tryggingarfé. Þótt ráðuneytinu hafi með lögum verið falið að ákveða hvort greiða skyldi af trygg- ingafé ferðaskrifstofunnar er engin lagastoð fyrir því að ráðuneytinu hafi verið heimilt að ákveða hverjum af við- skiptavinum ferðakrifstofa skuli greitt, heldur er þvert á móti kveðið á um að greiða skuli bæði fyrir heimflutning farþega og endurgreiðslu fjár sem neytandi hefur borgað inn á afi keypt. Þó svo fram hafi komið að tryggingafé ferðaskrifstofunna fyrir ófarmna ferð. Þótt tryggingar- féð hafi einungis dugað fyrir greiðslu heimflutnings far- þega verður ekki séð að með því hafi einungis verið hægt að greiða kröfur þeirra sem þurftu heimflutning, enda bar íslenska ríkinu að sjá til þess að tryggingarfjárhæð ferða- skrifstofunnar væri eins og reglugerðarákvæði kveður á um. Niðurstaða dómsins er sú að ríkið hafi ekki uppfyllt lagaskyldur sínar og ekki veitt þá vernd sem það á lögum samkvæmt að veita neytend- um Með því hafi ríkið valdið félagsmanni Neytendasamtak- anna tjóni. Kröfur félags- mannsins voru því teknar til greina. Áfrýjun til Hæstaréttar? Þess ber að geta að um hér- aðsdóm er að ræða og á enn eftir að koma í ljós hvort dómi þessum verður áfrýjað til Hæstaréttar, en það er ekki ólíklegt. Neytendasamtökin ráða engu að síður þeim fé- lagsmönnum sínum sem greitt höfðu inn á ferðir með ístrav- el og fengu ekki greitt af tryggingarfénu að snúa sér nú til samgönguráðuneytisins með kröfur sínar. félaginu. Beindi umboðsmað- ur þeim tilmælum til sam- gönguráðuneytisins að það tæki mál nokkurra félags- manna samtakanna til endur- skoðunar kæmi fram beiðni þess efnis og leitaði leiða til að rétta hlut þeirra. I kjölfar álits umboðs- manns alþingis fóru Neyt- endasamtökin fram á það við ráðuneytið að það endurskoð- aði mál félagsmanna sinna með hliðsjón af niðurstöð- unni. Það var hins vegar mat samgönguráðuneytisins að ekki væri ástæða til að aðhaf- ast frekar í málinu. Málið fyrir dómstóla Þar sem mál þetta varðar marga neytendur ákváðu Neytendasamtökin að styrkja málaferli þessi og dæntdi hér- aðsdómur Reykjavíkur í mál- inu rétt fyrir áramótin, 29. desember. í úrskurðinum kemur meðal annars fram að íslenska ríkið hafi tekið að sér með lögum að tryggja neyt- endum vemd á þessu sviði ferðamála með því að skylda ferðaskrifstofurnar - og gera að skilyrði fyrir rekstrinum - til að setja tryggingu fyrir 23

x

Neytendablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Neytendablaðið
https://timarit.is/publication/904

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.