Neytendablaðið


Neytendablaðið - 01.03.2001, Blaðsíða 14

Neytendablaðið - 01.03.2001, Blaðsíða 14
DVD-spilarar á hljómgæði þeirra að setja en þau giltu 15% í heildarein- kunn. Hljómurinn reyndist frá því að vera góður upp í af- bragðsgóður. Leikmaður á erfitt með að greina á milli hljómgæða í mismunandi spilurum. Hins vegar var vél- arhljóðið (diskhvinurinn) í sumum fullhátt, sérstaklega greinilegt í Panasonic DVD- RV 20 en líka Toshiba SD- 100 E, Pioneer DV-525 og Philips DVD 711. Notendur sem bara horfa á bíómyndir með háværri hljóðrás þurfa ekki að hafa áhyggjur af þessu atriði en þeir sem vilja hlusta á lágstemmda tónlist á DVD- eða CD-diskum ættu fremur að velja spilara frá öðrum framleiðendum, t.d. JVC XV-515, Hitachi DVP 505 eða Samsung DVD-511 eða sambærileg tæki. Leiðréttingar og þol Leiðréttingabúnaðurinn (error corrections) í DVD-spilurum er mikilvægur, hann vegur 20% í heildargæðaeinkunn, meira en hljómgæði. Þessi búnaður á að gera þeim kleift að spila DVD- og CD-diska truflanalaust og án sérstakra áfalla þótt þeir séu eitthvað skaddaðir, t.d. með rispum utan á eða göllum á gagna- geymslusvæðinu. Það flokk- ast undir heppni að hafa aldrei slíka diska í fórum sín- um og því er þetta gagnlegur eiginleiki. Sterkar líkur eru á því að einhverjar rispur komi á diskana í áranna rás og DVD-diskar eru sérstaklega viðkvæmir fyrir slíku. Að öðru leyti eru gallaðir DVD- diskar sjaldgæfir. Grundig GDV-110, Panasonic DVD- RV 20 og Philips DVD711 voru kræfastir í því að leið- rétta galla á DVD-diskum en Sony DVP-S 535 og Philips og Grundig spilararnir á CD- diskum. JVC XV-515 var með eindæmum lélegur í hinu síðastnefnda. I þolprófi er kannað með mælitækjum hvort snöggt högg á tækið, eins og þegar einhver rekur sig í það, hefur áhrif á spilun og gæði. Pana- sonic DVD-RV 20 var lang- viðkvæmastur í þessu efni. Þægindi í notkun Hiklaust er annars hægt að mæla með JVC XV-515 fyrir þægindi í notkun sem eru til fyrirmyndar, hvort sem litið er til leiðarvísis, fjarstýringar eða stýrivalmynda á sjón- varpsskjánum. Sérstaklega skortir oft á að DVD-spilarar séu með nægilega þjálar fjar- stýringar, stundum eru hnapp- ar óþægilega litlir eða illa staðsettir, svo ekki sé minnst á lítt þolandi langan við- bragðstíma og hægfara mynd- leit. Otrúlega langur tími líður frá því að diskurinn er lagður í bakkann í Grundig GDV- 110 þangað til hann lokast og spilarinn er búinn að lesa inn upplýsingar og birta á skjá. Það er gamalkunnur vandi í DVD-spilurum hve óhentug- ir þeir eru til að spila CD- geisladiska. Að vísu gengur allt vel ef aðeins á spila einn geisladisk frá upphafi til enda, þá er nóg að ýta á takka á fjarstýringunni. En ef á að forstilla tækið og velja t.d. röð laga og nota einhverja aðra valkosti þarf að notast við valmyndir á sjónvarps- skjánum. Og flestum finnst dálítið umhendis að þurfa að kveikja á sjónvarpinu til að geta hlustað á tónlist af geisladiski. Bestu tækin í gæðakönnuninni fyrir CD- spilun reyndust JVC XV-515, Panasonic DVD-RV 20 og Pioneer DV-525. Bestu kaupin Sony DVPS 335. - Allt mælir með þessum spilara. Hann fær hæstu gæðaein- kunn, er tiltölulega vel bú- inn og á hagstæðu verði, fæst á um 40 þús.kr. hjá Elko og Aco. Samsung DVD1511.- Þetta er úrvalsspilari fyrir þá sem vilja ódýrara tæki. Hann fæst á um 25-29 þús.kr. hjá Elko og Radíó- naust. Hann er með mikil myndgæði og afburða mikil hljómgæði. brunavaldar. Flestir eru spar- neytnir í bið og spilun en Philips DVD 711 áberandi orkufrekastur. í umhverfisþáttum (sem gilda 10%) í heildargæðaein- kunninni) er metin efnisnotk- un og hönnun spilarans, hvort hann er með skörpum köntum sem geta hruflað fólk, fyrir- komulag á tengjum og leiðsl- um o.fl. Einnig eru metnar vinnustundir og orku- og efn- iskostnaður við niðurrif og förgun. Flestir spilararnir fá góðar einkunnir í þessum efn- um. og Kanada eru t.d. á svæði 1, Evrópa og ýmis önnur héruð á svæði 2. Hvað ísland og fleiri staði varðar er þessi ráðagerð að mestu komin út um þúfur. I öllum verslunum er hægt að kaupa DVD-spil- ara sem lesa diska með hvaða svæðisnúmeri sem er. Hins vegar er erfiðara að kaupa hér sem víðar aðra diska en þá sem ætlaðir eru svæðinu. I Þýskalandi var nýlega bannað með lögum að selja í verslun- um diska fyrir svæði 1. Marg- ir áhorfendur sækjast eftir þeim, því á bandarísku disk- unum er oft meira ítarefni en á hinum, því þar fer t.d. tals- vert rými undir tugi tungu- málaþýðinga. Þess er líka að gæta að bíó- myndir geta verið mismun- andi klipptar eftir svæðisút- gáfum. Venjulega er miðað við strangasta kvikmyndaeft- irlitið á viðkomandi svæði áður en myndin er gefin út til að losna við öll vandamál. Það þýðir m.a. að hvaða kvik- myndaeftirlit sem er á svæði 2, í Japan, Egyptalandi, Mið- Austurlöndum eða Suður- Afríku, getur ráðið því hvaða útgáfa af bíómynd er til sölu á DVD-diski á íslandi og öðr- um Evrópulöndum. Áður í Neytendablaðinu: Umhverfisþættir Af spilurunum í gæðakönnun- inn eru það aðeins Grundig GDV-110, Pioneer DV-525 og Sony DVP-S 535 sem rjúfa alveg strauminn þegar slökkt er á þeim, hinir fara í biðstöðu og eru því í gangi, nota rafmagn og geta verið Svæðaskiptingin Eins og nánar var skýrt frá í 1. tbl. Neytendablaðsins 2000 hugðust framleiðendur og rétthafar efnis tryggja stöðu sína með því að skipta heim- inum í átta svæði og stjóma útbreiðslu diskanna með svæðalæsingum. Bandaríkin í 2. tbl. 2000 birtist ýtarleg grein um DVD-tæknina, „Dýrir en góðir“, með gæða- og markaðskönnun (bls. 10—14). Þareru margar tæknilegar skýringar sem enn eru í fullu gildi, á búnaði, tengingum, hljómkerfum, myndhlutfalli og gerðum DVD-diska. 14 NEYTENDABLAÐIÐ - mars 2001

x

Neytendablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Neytendablaðið
https://timarit.is/publication/904

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.