Neytendablaðið


Neytendablaðið - 01.03.2001, Blaðsíða 8

Neytendablaðið - 01.03.2001, Blaðsíða 8
Stafrænar myndavélar Stafrænar myndavélar (digital cameras, digicams) eru nú margar hverjar samkeppnis- hæfar við filmumyndavélar hvað varðar gæði og notagildi mynda, þægindi í notkun og hagkvæmni í rekstri. En við- bótarútgjöldin fyrir búnað til að hagnýta alla kosti vélanna slaga oft upp í verð þeirra. Verð og rekstur Odýrustu stafrænu myndavél- arnar hérlendis kosta um 16 þús.kr. Þær eru nægilegar ef aðeins á að skoða myndir í tölvu, setja þær á internetið, senda með tölvupósti eða prenta í lítilli stærð. Verslan- irnar bjóða vélar sem kosta allt að 500 þús.kr. en dýrustu atvinnumannavélar kosta 1-3 millj.kr. Kostnaðurinn við að taka á venjulega filmu og láta fram- kalla myndir er svipaður og að taka á stafræna vél og prenta á bleksprautuprentara. En það er ekki nema hálf sag- an. Staðreyndin er að fólk hefur engan sérstakan áhuga á að eiga eða varðveita allar myndir sem það fær úr filmu- framköllun. Notendur staf- rænna myndavéla velja úr og prenta aðeins hluta þess sem þeir taka. Hinar myndirnar varðveita þeir í tölvu eða á geisladiski til hugsanlegra nota seinna eða eyða þeim. Ef tekið er mikið af myndum getur sparnaðurinn vegið upp verð stafrænu vélarinnar á nokkrum mánuðum. Breytt viðhorf Þegar fólk fer að nota staf- ræna myndavél er líklegt að ljósmyndunarvenjur breytist að einhverju leyti. Neytendur eru því ekki að kaupa tæki til sams konar verka og áður og þurfa að hafa aðra þætti í huga. Það er líklegt að ljós- myndarinn taki fleiri myndir en áður en skoði margt aðeins í tölvu eða á sjónvarpsskjá. Það er jafn auðvelt að nota stafrænar myndavélar og sjálfvirkar hefðbundnar myndavélar. Dýrari vélarnar bjóða upp á nánast alla still- ingarmöguleika sem áhuga- menn og atvinnumenn krefjast. Stafrænar vélar henta við margs konar aðstæður og eru léttar í meðförum. I tölvunni er hægt að skera myndirnar til, lagfæra liti, ljós og skugga, setja þær á disklinga eða geisladiska, í tölvupóst, á heimasíðu eða á ókeypis vef- miðlara hérlendis (t.d. www.hanspetersen.net) eða erlendis. Skilgreindu þarfirnar • Ætlarðu aðallega að skoða myndirnar í tölvu, setja þær á netið eða prenta litlar? Þá dugar upplausnin 640 x 480. • Viltu geta fengið pappírs- myndir í venjulegustu stærð (10 x 15 cm)? Þáþarftu a.mk. 1.024 x 768 og helst meira. • Ætlarðu að nota myndirnar í einhvers konar atvinnu- mennsku, stækka út úr þeim eða birta þær á prenti? Þá þarftu 1.600 x 1,200 og helst 2.048 x 1,536 eða meira. • Ef ætlunin er að taka myndir í löngu fríi eða ferð þangað Hvaða gerö á að velja? Einfaldar Miltiflokkur Hágæóavélar Atvinnutæki Algengir eiginteikar Litlar og léttar, föst brennivídd (ekki brun), ekki skjár, fast minni (ekki kort), fáir möguteikar. Litlar en með fjötbreytta möguteika, með skjá og brunlinsu (2x), nota minniskort, hægt að stilia upptausn og þjöppun. Litlar og stórar, margir handvirkir möguteikar, hraðtaka, sjátftakari, tinsa og skjár hreyfanleg, a.m.k. 2-3 X brun, 100-800 IS0 tjósnæmi, USB-tengi. Stórar, margar áþekkar dýrum 35 mm-vétum og þaðan af stærri. Skiptantegar tinsur og margvislegir möguleikar. Hámarksupptausn Frá 640 x 480 (0,3 mega- pixtar) upp í 1024 x 768 (0,8 megapixlar). Frá 1280 x 960 (1,2 mega- pixtar) upp í 1600 x 1200 (2 megapixlar). Frá 1600 x 1200 (2 mega- pixtar) upp í 2140 x 1560 (3,3 megapixlar). 2-3 megapixlar og meiri Um 25 x 38 cm (prentfiötur dagbtaðs) og meiri. Hámarksstærð góðra tjósmynda Frá um 8 x 10 cm (nóg fyrir vefsíður) upp i 10 x 15 cm Um 10 x 15 cm (aigengasta tjósmyndastærðin) og 13 x 18 cm Um 15 x 21 cm (A5, hálf þessi síða) upp i 20 x 25 cm (nærri prentftötur síóunnar) Þægindi í notkun Auðvetdar i notkun, ftestar stiltingar sjátfvirkar Geta verið sjátfVirkar en tatsverð handvirk stjórn. Geta verið sjátfvirkar en nokkur fyrirhöfn aó tæra á atta handvirka kosti. Ftóknar vétar sem geta verið sjátfvirkar en krefjast tíma og þekkingar fyrir hámarksnot. Hentar best fyrir Fyrir byrjendur og takmörkuð not, á internet, tölvupóst, • verðlista, sýnishorn. Dugir í flesta notkun fyrir einstaklinga og smærri aðila. Fyrir mikta áhugamenn um tjósmyndun, fyrirtæki, samtök og stofnanir. Fyrir ötulustu áhugamenn og atvinnumenn, þá sem vilja mestu gæði. 8 NEYTENDABLAÐIÐ - mars 2001

x

Neytendablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Neytendablaðið
https://timarit.is/publication/904

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.